Hugur - 01.01.2014, Síða 26
26 Jón Bragi Pálsson
því sameining sjálfs-afneitunar og sjálfs-samþykkis. Stærðfræðileg rökvísi getur
ekki sameinað þessi viðhorf vegna þess að út frá henni þurfum við að hugsa um
sjálfs-afneitunina sem mínus en sjálfs-samþykki sem plús, stærðfræðileg samein-
ing þessara þátta verður því núll eða ekkert.17
Lífræna útskýringin á sjálfinu reynir að gera grein fyrir því sem hluta af lífrænni
heild heimsins. Þegar litið er á sjálfið sem lífrænt er það skoðað í sambandi við
lífræna þróun heimsins. Samkvæmt þessari heimspeki er sjálfið því líkt og lífvera
sem þróast. Macmurray lítur svo á að þessi heimspekikenning hans eigi upphaf
sitt að rekja til Rousseau og sé enn ríkjandi í vestrænni heimspeki samtímans.
Hugsunarháttur og rökgerð þessarar heimspeki er díalektíkin sem fullkomnast
í hughyggju Hegels, barátta andstæðanna, tesunnar og antí-tesunnar, og þróun
og mótun ólíkra þátta innan heildarinnar.18 Vandamál lífrænu útskýringarinnar
á sjálfinu telur Macmurray vera tvenns konar. Annars vegar verður ómögulegt að
hugsa um einstaklinga ef sjálfið er ávallt partur af lífrænni heild heimsins. Staða
þeirra verður eingöngu þáttur í heildarþróuninni, aðeins múrsteinar í vegg heims-
ins. Allar athafnir manna verða ákvarðaðar sem hlutar af heildarþróun heims-
ins og þar með verður athöfnin sem gjörð sjálfstæðs sjálfs ómöguleg og sjálfið
einnig.19
Hins vegar er, líkt og í verundar-útskýringunni á sjálfinu, vandasamt að sam-
eina tvo þætti sjálfsins, þ.e. sjálfið sem hugsanda og sjálfið sem geranda. Díalekt-
ísk lífræn útskýring á sjálfinu reynir að samræma þessa tvo þætti með því að
greina jákvæðan þátt sjálfsins, sjálfið sem geranda, sem tesuna, og neikvæðan þátt
sjálfsins, sjálfið sem hugsanda, sem antí-tesuna, og sameina sjálfið með tilvísun
til samspils þessara þátta í heildarþróuninni. En þetta telur Macmurray að sé
ómögulegt vegna þess að sjálfið getur aldrei verið anti-tesan og tesan á sama tíma,
syntesa á milli þeirra, þ.e. meðalvegur þessara ólíku þátta, er ekki í boði. Sjálfið
getur aldrei verið til sem hugsandi og gerandi á sama tíma. Því verður sjálfið ávallt
klofið í lífrænu útskýringunni.20
Hið klofna sjálf tvíhyggjunnar, hvort sem um er að ræða verundar-tvíhyggj-
una eða lífrænu tvíhyggjuna, getur því aldrei lýst þeirri heild sem henni er ætlað
að varpa ljósi á, það er heildarsjálfi einstaklingsins. Til að rökstyðja þetta tekur
Macmurray nokkur dæmi. Í fyrsta lagi þurfa tveir ólíkir þættir sjálfsins að skiptast
upp í ráðandi sjálf og þjónandi sjálf, líkt og þegar hughyggjan setur hugann fram
sem stjórnanda líkamans. Ráðandi sjálfið stjórnar þjóninum en þar sem þjóninn
er hluti af sjálfinu skapast mótsögn þar sem sjálfið verður hvort tveggja þjónn
sjálfs síns og stýrandi sjálfs síns. Í öðru lagi telur Macmurray að ótal andstæður
einkenni sjálfið en að það sé í raun nauðsynlegt. Til dæmis er nauðsynlegt fyrir
hugsunina að geta hugsað rangar hugsanir. Jafnvel þótt hugsun sé það ferli að
reyna að draga réttar ályktanir þarf hugurinn einnig að geta hugsað um rangar
ályktanir til þess að geta greint á milli réttra og rangra ályktana. Andstæður eru
17 Macmurray 1969: 96.
18 Macmurray 1969: 33–43.
19 Macmurray 1996: 68.
20 Macmurray 1969: 96–98.
Hugur 2014-5.indd 26 19/01/2015 15:09:31