Hugur - 01.01.2014, Page 31
Persónan og félagsskapurinn 31
legu markmiði heldur er hann „sameining persóna sem persóna“.34 Formgerð
félagsskaparins er samkvæmt Macmurray „tengslanet virkra vináttusambanda
milli allra mögulegra samstæðna meðlima þess“.35 Náttúrulega fyrirmyndin að
félagsskapnum er fjölskyldan. Innan hennar ríkir væntumþykja og traust milli
meðlimanna og því þurfa þeir ekki að óttast hver annan. Það er því algjörlega
ónauðsynlegt að byggja fjölskylduna á valdbeitingu eða skyldu líkt og samfélagið.
Á þessari fyrirmynd þarf félagskapurinn, samfélag persóna, að byggjast.36
Vináttusambönd milli einstaklinga í félagsskapnum eru, á þann hátt sem
Macmurray skilgreinir þau, bundin föstum skilyrðum. Vináttusambandið felur í
sér afdráttarlausa umhyggju fyrir náunganum (e. the other). Í því á einstaklingurinn
ekki að hugsa um eiginhagsmuni sína. Í augum einstaklingsins á hann sjálfur ekki
að hafa neitt gildi í sjálfum sér heldur á öll hugsun og breytni einstaklingsins að
vera fyrir náunga hans. Þetta gildir um alla einstaklinga félagsskaparins og er því
væntumþykja í garð allra í félagskapnum. Þessi afdráttarlausa væntumþykja ein-
staklinga í garð náungans er þó ekki algjör samsömun og afneitun á einstakling-
unum líkt og í lífræna samfélaginu. Einstaklingar eru enn aðgreinanlegir hver frá
öðrum vegna þess að neikvæði þátturinn, sjálfselska einstaklingsins og ótti hans
við aðra, er ennþá til staðar og partur af sjálfi hans. Jákvæði þátturinn, þ.e. vænt-
umþykjan, yfirgnæfir aðeins neikvæða þáttinn. Þetta grundvallast á þeirri hug-
mynd að félagsskapurinn er ekki náttúruleg staðreynd í heimspeki Macmurrays
og byggir ekki á náttúrulegum samhljómi eins og lífræna stjórnspekin. Félags-
skapurinn byggir á vilja fólks til að njóta samneytis og ásetningi þess að mynda
félagsskap með umhyggjuna að leiðarljósi. Því þarf hvorki að kljúfa sjálfið og láta
eins og neikvæði þátturinn sé ekki til staðar né að vísa til náttúrulegs samhljóms
eins og í lífræna samfélaginu.37
Vináttusambandið er í raun sjálfs-raungerving (e. self-realization) persónunnar.
Sjálfs-raungerving hvílir á tveimur þáttum: annars vegar jafnræði einstaklinganna
og hins vegar frelsi þeirra. Jafnræðið byggist á vilja einstaklinganna til að virða
hver annan og mætast sem jafningjar en ekki á efnalegu jafnræði þeirra. Frelsið er
enn fremur grundvallað á frjálsu sambandi einstaklinganna. Í samskiptum sínum
eru einstaklingarnir frjálsir vegna þess að ótti þeirra hver við annan, sem heftir
frelsið, er ekki til staðar. Þeir þurfa ekki að hverfa á vit tæknilegra lausna og hefta
framkvæmdafrelsi hvers annars til að bægja óttanum frá. Svo lengi sem gagnkvæm
væntumþykja þeirra er afdráttarlaus geta þeir treyst hver öðrum og því verið full-
komlega frjálsir vegna þess að þá er engin þörf á því að hefta athafnafrelsið.38
Félagsskapur myndaður með vináttusamböndum er grundvöllur samfélags
persóna eins og lýst var hér að framan. Hins vegar er erfitt að sjá fyrir sér hvernig
„samfélag persóna“ virkar í stóru samfélagi þar sem flestir einstaklingar eiga í
raun aldrei í persónulegum samskiptum. Það geta ekki allir þekkt alla og því verð-
34 „[…] a unity of persons as persons“. Macmurray 1970: 157.
35 „[…] nexus or a network of the active relations of friendship between all possible pairs of its
members.“ Macmurray 1970: 158.
36 Macmurray 1970: 156.
37 Macmurray 1970: 158.
38 Macmurray 1970: 158, Macmurray 1950: 73.
Hugur 2014-5.indd 31 19/01/2015 15:09:31