Hugur - 01.01.2014, Page 35

Hugur - 01.01.2014, Page 35
 Persónan og félagsskapurinn 35 alltaf í tengslum við önnur sjálf. Þar sem einstaklingnum verður ljóst þetta sam- spil sitt við aðra einstaklinga gerir hann sér einnig grein fyrir því að virðing fyrir athöfnum og frelsi annarra er nauðsynleg til að allir geti notið frelsis og góðs lífs. Væntumþykjan í garð náungans verður því viðeigandi kveikja að athöfnum fólks til þess að mynda samfélag. Þetta samfélag er félagsskapur persóna sem af eigin vilja koma saman og mynda samfélag þar sem vinátta ríkir á milli allra. Sam- félagið er ekki ríki stofnað af illri nauðsyn til að koma í veg fyrir árekstra og ekki er litið á það sem náttúrulegt ástand sem allir verða að lúta. Í stórum samfélögum er þó ekki hægt að treysta algjörlega á vináttu allra við alla og því þarf hugmynd- ina um réttlæti. Réttlætið gegnir því hlutverki að vera viðmið fyrir réttláta hegðun í samfélaginu sem tryggir frelsi einstaklinganna og kemur í veg fyrir að þeir traðki hver á annars frelsi. Til að framfylgja réttlætinu þarf lög og ríkisvald en þau mega þó aðeins vera tæki sem samþykkt eru á grundvelli félagsskaparins til að fram- fylgja réttlætinu. Án félagsskapar í samfélaginu verður ríkisvaldið að eyðandi afli sem þvingar menn til samvinnu og brýtur niður hið persónulega líf. Að lokum koma trúarbrögðin til sögunnar sem vettvangur hins persónulega lífs þar sem lofsöngur samneytisins á sér stað sem viðheldur vilja fólks til að eiga í jákvæðum samskiptum og elska náungann. Trúarbrögðin eru grundvöllur menningarinnar sem móta hefð sameiningarinnar og endurspegla hið sameiginlega í samfélaginu. Þau veita einnig andlega leiðsögn og eru sameiningartákn sem sameinar gjörðir allra einstaklinga í einingu persóna. Því þurfa þau að vera byggð á jákvæðum og opnum forsendum sem miða að því að sameina fólk með því að útrýma óttanum sem einstaklingar bera hver til annars til þess að geta sinnt þessu hlutverki sínu með viðeigandi hætti. Þar með er „kreppa hins persónulega“ leyst. Þegar Gifford-fyrirlestrarnir komu út á prenti var Macmurray gagnrýndur af ýmsum fræðimönnum fyrir að skilja eftir marga lausa enda. Það var þó ekki ætlun hans að móta fullkomið heimspekikerfi heldur aðeins að sýna fram á galla tví- hyggjunnar og vandamál ópersónulegs samfélags samtíma síns og gera tilraun til að byggja upp nýtt kerfi til að leysa þessi vandamál.49 Heimspeki Macmurrays er virðingarverð tilraun til þess og frumleg fyrir margra hluta sakir. Honum tekst vel að sýna fram á vandann sem stafar af „kreppu hins persónlega“ og lausnirnar eru áhugaverðar þótt margt megi gagnrýna. Þar tel ég sérstaklega að hlutverk trúar- bragðanna í samfélögunum sé mjög umdeilanlegt. Macmurray færir t.a.m. engin sérstök rök fyrir því hvers vegna trúarbrögðin séu grundvöllur allrar menningar- innar, heldur varpar þessari hugmynd aðeins fram og færir einvörðungu söguleg rök fyrir trúarbrögðum, þ.e. segir að frá upphafi mannkyns hafi þau ávallt verið til staðar. Heildarmynd heimspeki Macmurrays er þó áhugaverð en margir þeirra sem gagnrýndu hann voru sammála um að margt gott mætti finna í heimspeki hans þótt ýmsa þætti ætti eftir að styrkja.50 Ef ástand nútímans er skoðað tel ég að sjá megi ýmis not fyrir heimspeki Macmurrays. Ópersónuleikinn er ennþá vandamál og jafnvel enn stærra vanda- mál en í samtíma Macmurrays. Nútímakapítalismi og markaðshyggjan, þar sem 49 Macmurray 1969: 38, Costello 2002: 330–333. 50 Costello 2002: 330–333. Hugur 2014-5.indd 35 19/01/2015 15:09:31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.