Hugur - 01.01.2014, Page 36

Hugur - 01.01.2014, Page 36
36 Jón Bragi Pálsson einstaklingar eru skilgreindir sem neytendur en ekki persónur, er ein birtingar- mynd vandans. Einnig má sjá að lífsmynstur margra einstaklinga fellur í fyr- irfram ákveðið mót sem þjónar hagsmunum fyrirtækja, þar sem peningar eru drifkrafturinn og stjórna hegðun fólks þegar það tekur ákvarðanir og mótar líf sitt. Að loknu skyldunámi, þegar æskuárin eru liðin, sækir fólk í það nám sem fyrirtækin kalla eftir vegna þess að þau bjóða upp á atvinnu sem gefur góðar tekjur. Eftir námið fær fólk sér vinnu hjá fyrirtækjunum og þjónar þeim næstu árin til að sjá fyrir fjölskyldu sinni; þægileg dagvinna og góð laun er það sem fólk sækist eftir. Þegar fólk gengur inn í fyrirtækin er ekki litið á það sem persónur heldur vinnuafl sem þiggur laun. Laununum er svo eytt í neyslu þar sem fólk er skilgreint sem neytendur. Í nútímasamfélagi sjáum við sem sagt hvernig fólk lifir stóran hluta lífs síns og komið er fram við það að miklu leyti sem viðfang, ann- aðhvort sem vinnuafl eða neytanda en ekki persónu. Hið persónulega líf er því á margan hátt undirokað í nútímanum. Ég tel að heimspeki Macmurrays geti hjálpað okkur að skilja ópersónulegt hlutskipti okkar og finna leiðina út úr því. Það er hins vegar verkefni frekari rannsókna að beita heimspeki Macmurrays með markvissum hætti á vandamál nútímans.51 Viðauki - ævi og ferill Johns Macmurray John Macmurrray fæddist 16. febúar 1891 í bænum Maxwelltown í Suðvestur- Skotlandi. Foreldrar hans voru strangtrúaðir presbyteríanar en presbyteríanismi er angi af kalvínisma. Faðir Johns, James Macmurray, hlaut enga formlega háskóla- menntun en átti sér þann draum sem ungur maður að verða trúboði og breiða út boðskap kristninnar í Kína. Ótryggt stjórnmálaástand í Kína olli því hins vegar að hann náði aldrei að uppfylla þann draum sinn og vann hann mestan hluta ævi sinnar sem vörugjaldafulltrúi. Móðir Johns Macmurray var heimavinnandi húsmóðir sem stjórnaði heimilinu með harðri hendi og kenndi öllum börnum sínum, strákum sem stelpum, heimilisstörfin, sem þótti óeðlilegt á þessum tíma í Skotlandi. Heimili Macmurray-fjölskyldunnar var fremur strangt, agi trúarinnar einkenndi heimilislíf hennar og gaf því kaldan blæ. Hún lifði eftir ströngum siða- lögmálum og sunnudagar voru heilagir hvíldardagar þar sem faðir Johns þaggaði niður í allri gleði barna sinna.52 Þegar John var átta ára fluttist fjölskylda hans til Aberdeen þar sem hann gekk í barnaskóla og síðar í Robert’s Gordon College. Macmurray var metnaðarfullur og agaður námsmaður. Menntaskólaár hans voru regluföst og fábreytt, hann gaf 51 Gunnar Ragnarson og Vilhjálmur Árnason veittu mér mikla hjálp við yfirferð og frágang á grein- inni. Ég þakka þeim kærlega fyrir aðstoðina. Siðfræðistofnun er þakkað fyrir að styrkja þetta verkefni. Gunnar vill láta þess getið að það hafi átt þátt í að endurvekja áhuga sinn á heimspeki Macmurrays að Jónas Pálsson, fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, bað hann fyrir nokkr- um árum að líta á nýja þýðingu sína á fyrirlestrunum Reality and Freedom (í bókinni Freedom in the Modern World) sem Macmurray flutti í BBC árið 1930 og Jónas þýddi og flutti í Ríkisútvarpinu eftir að hann kom frá námi við Edinborgarháskóla. Gunnar og Jónas voru þar við nám samtímis og sóttu báðir fyrirlestra í heimspeki hjá Macmurray. 52 Costello 2002: 19–26. Hugur 2014-5.indd 36 19/01/2015 15:09:31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.