Hugur - 01.01.2014, Page 37

Hugur - 01.01.2014, Page 37
 Persónan og félagsskapurinn 37 sér lítinn tíma til að skemmta sér og njóta lífsins og helgaði dagana náminu og Guði. Eftir menntaskólann gekk hann í Glasgow-háskóla þar sem hann stundaði nám í klassíkum fræðum. Seinasti veturinn í háskólanum hafði mikil áhrif á hann en sumarið áður hafði hann orðið ástfanginn af Elizabeth Hyde Campbell, sem kölluð var Betty, yngri systur æskuvinar síns.53 Hún var listmálari.54 Ástin og þær líkamlegu tilfinningar sem henni fylgdu ollu hinum hrein- trúaða Macmurray miklu hugarangri og hann fór að efast um trú sína og kredd- ur presbyteríanismans. Hins vegar átti hann erfitt með að snúa baki við trúnni. Hann ætlaði sér að helga henni líf sitt og halda sem trúboði til Kína og uppfylla draum föður síns en þá veiktist hann illa og gat ekki farið. Að lokum hafði ástin vinninginn og Macmurray sagði sig úr trúfélagi sínu en var þó áfram kristinn allt til æviloka á sínum eigin forsendum en ekki hinnar ströngu trúar foreldra sinna. Hann útskrifaðist úr Glasgow-háskóla árið 1913 með toppeinkunn og tryggði sér Snell-námsstyrkinn sem greiddi honum leið inn í Balliol College í Oxford. Í Balliol nam hann heimspeki af miklum móð undir leiðsögn A. D. Lindsay. Áherslur námsins í Balliol höfðu mikil áhrif á Macmurray og rímuðu vel við lífs- speki hans. Þar var lagt upp með frjálslynda kristni sem miðaði að því að breyta heiminum til betri vegar. Einnig var sósíalísk hugsun einkennandi og lögð áhersla á að fá nemendur til að leiða hugann að því hvernig hægt væri að gera lífið jafnara og réttlátara. Þetta voru atriði sem Macmurray átti seinna eftir að innleiða í sína eigin heimspeki.55 Þegar fyrri heimstyrjöldin braust út árið 1914 var hann sendur í herþjálfun. Árið 1915 var hann svo sendur í skotgrafirnar í Frakklandi þar sem hann átti þrjú erfið ár. Meðan á stríðinu stóð giftist hann Betty sem var eiginkona hans allt til ævi- loka. Þau eignuðust engin börn og var barnleysið þeim mikið sorgarefni.56 Stríðið hafði mikil áhrif á Macmurray og áleit hann það vera afleiðingu sjúkrar skynsemishyggju evrópskrar heimspeki. Þessi hugmynd hans varð grunnurinn að róttækri gagnrýni hans á evrópska heimspekihefð og var honum hvatning til að leita að nýjum grundvelli fyrir betri heimspeki.57 Jafnvel má segja að undirliggj- andi áform með allri heimspeki Macmurrays sé að útrýma stríði.58 Þegar stríðinu lauk sneri Macmurray aftur til Oxford og lauk meistaraprófi í klassískum fræðum árið 1919. Þar með hafði hann lokið formlegri menntun sinni og upp úr því hóf hann feril sinn sem atvinnufræðimaður.59 Akademískur ferill Macmurrays var fjölbreyttur og merkilegur. Fyrst starfaði hann sem lektor í stjórnmálaheimspeki við Manchester-háskóla í eitt ár. Eftir það bauðst honum prófessorsstaða við Witwatersrand-háskóla í Suður-Afríku. Hann fluttist þangað ásamt eiginkonu sinni og starfaði þar sem prófessor í heimspeki í tvö ár. Eftir dvölina í Suður-Afríku sneri Macmurray aftur til Oxford þar sem hann tók við 53 Costello 2002: 31–39. 54 Hancock (ártal vantar). 55 Costello 2002: 23–59. 56 Costello 2002: 335. 57 Costello 2002: 10, 90–91. 58 Crewdson 2002. 59 Costello 2002: 91. Hugur 2014-5.indd 37 19/01/2015 15:09:31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.