Hugur - 01.01.2014, Page 45
Hugur | 26. ár, 2014 | s. 45–60
Vilhjálmur Árnason
Hvernig er hagnýtt siðfræði?
Aðferðir, annmarkar og áskoranir
Í þessari grein er rætt um aðferðafræði hagnýttrar siðfræði,1 einkum með hlið-
sjón af lífsiðfræði2 sem er sú undirgrein hagnýttrar siðfræði sem ég þekki best.
Greint er á milli þriggja helstu aðferða sem beitt er við siðfræðilega greiningu
úrlausnarefna, þeim lýst í megindráttum og mat lagt á kosti þeirra og takmark-
anir. Heiti undirkafla greinarinnar, beiting kennisetninga, aðstæðugreining og
ígrundaðir siðadómar, vísa til megineinkenna þessara þriggja aðferða. Í síðasta
undirkaflanum, gagnrýnar hugleiðingar, velti ég því fyrir mér hvort þessar þrjár
meginaðferðir hagnýttrar siðfræði líði allar fyrir takmarkaða sýn á viðfangsefnin
sem bæta þurfi upp með gagnrýnum fræðilegum sjónarhornum.
Beiting kennisetninga
Fyrsta aðferðin einkennist af því að einni af meginkenningum siðfræðinnar eða
tilteknum kennisetningum er beitt á viðfangsefnið með þeim hætti að einstakar
aðstæður eru felldar undir almennan siðadóm eða siðareglu. Þetta er raunar upp-
haflega hugmyndin að baki „hagnýttri siðfræði“, þ.e. að siðfræðilegar meginreglur
eru hagnýttar með því að beita þeim af samkvæmni á einstök úrlausnarefni. Skýrt
dæmi um þetta er þegar „háfleygri“ kenningu3 á borð við nytjastefnu er beitt á sið-
ferðileg viðfangsefni, líkt og Peter Singer hefur gert af mikilli elju. Um bók sína
Practical Ethics segir hann: „Ég hneigist til nytjastefnu og að sumu leyti má líta á
1 Greinin er byggð á erindi sem var flutt á málstofu um hagnýtta siðfræði, Hugvísindaþingi Há-
skóla Íslands, 15. mars 2014.
2 Lífsiðfræði (e. bioethics) er nú orðið viðtekið heiti yfir siðfræðilega greiningu á viðfangsefnum
heilbrigðisþjónustu, lífvísinda og rannsókna á mönnum.
3 Sbr. Mikael M. Karlsson 1987: 2. Þetta orð hæfir vel í þessu samhengi því oft er talað um beitingu
kenningar sem „top-down“-aðferð, þ.e. farið er ofan frá háfleygri kenningu niður til einstakra
úrlausnarefna.
Hugur 2014-5.indd 45 19/01/2015 15:09:32