Hugur - 01.01.2014, Page 46
46 Vilhjálmur Árnason
þessa bók sem tilraun til að sýna hvernig samkvæm nytjastefna myndi takast á við
fjölmörg umdeild úrlausnarefni.“4 Í samræmi við þetta ræðir Singer margvísleg
siðferðileg úrlausnarefni samtímans – spurningar sem varða umgengni við dýr og
umhverfi, upphaf og lok mannlífsins og fátækt á heimsvísu – í ljósi þess hvernig
viðbrögð við þeim koma heim og saman við meginlögmál nytjastefnunnar.
Það er athyglisvert að Singer byrjar á að skilgreina sig með þeim orðum að
hann „hneigist til nytjastefnu“; þannig fá lesendur að vita eftir hvaða brautum
hann hugsar og sterk kenningatryggð einkennist gjarnan af því að viðkomandi
fræðimenn lúta frumreglum hennar í einu og öllu. „Sem nytjastefnumenn“ hljóti
þeir að taka þessa ákvörðun eða hina og deila þá ekki við dómarann eða kenni-
valdið jafnvel þótt þeim líki ekki allskostar niðurstaðan. Singer notar orðalagið
„samkvæm nytjastefna“ enda má telja þessari aðferð það einna helst til tekna að
hún tryggir samkvæmni í málsmeðferð og niðurstöðum. Lesendur vita hvar þeir
hafa slíka fræðimenn því þeir fylgja línunni sem lögð er niður í kenningunni sem
þeir hneigjast til.
En þessi kenningatryggð og samkvæmni hefur afdrifaríka ókosti í siðfræðilegu
samhengi. Sláandi dæmi um það má sækja til Mary Anne Warren sem skrifaði
þekkta grein um réttmæti og lögmæti fóstureyðinga þegar sú umræða stóð sem
hæst.5 Í greininni byggir Warren á þeirri meginhugmynd að einungis persónur
hafi rétt til lífs og færir rök fyrir því að fóstur séu ekki persónur enda skorti þau
til að mynda ályktunarhæfni, tjáskiptahæfni og sjálfsvitund. Mikil viðbrögð voru
við þessari grein, meðal annars þau að sé fyllstu samkvæmni gætt leiði röksemd-
irnar til þess að hvítvoðungar hafi ekki heldur rétt til lífs. Þar sem hvítvoðungar
eru almennt séðir sem varnarlausar mannverur sem við eigum óvenjuríkar skyldur
við, meðal annars vegna skorts á þeim hæfileikum sem Warren telur einkenna
persónur, þótti þessi niðurstaða stríða gegn almennri siðgæðisvitund (e. counter-
intuitive). Slík mótbára við röksemdir er oftast talin nægileg ástæða til þess að
endurskoða þær, en sá sem bindur trúss sitt öðru fremur við kennisetninguna sem
gengið var út frá (í þessu tilviki „einungis persónur hafa rétt til lífs“ að viðbættu
„það er einungis rangt að deyða þá sem hafa rétt til lífs“6) leggur mest upp úr
samkvæmninni. Í samræmi við það skrifaði Warren eftirmála við grein sína þar
sem hún færði rök fyrir því að hvítvoðungar væru sviptir lífi í vissum tilvikum:
„[…] það leiðir af röksemdum mínum að þegar óvelkomið eða vanskapað barn
fæðist inn í samfélag sem hefur ekki efni á og/eða þar sem ekki er vilji til þess að
sjá um það, þá er eyðing þess leyfileg“.7 Skyldurnar eru við þær persónur sem láta
sig barnið varða, ekki barnið sjálft.
Orðalagið „það leiðir af röksemdum mínum“ er athyglisvert í þessu samhengi.
Ef til vill væri nákvæmara að segja „það leiðir af forsendum mínum“, því að að-
ferðin er fólgin í því að leiða niðurstöður röklega af kenningalegum forsendum.8
Meginvandi hagnýttrar siðfræði er þá samkvæmt þessu að velja þær kennisetn-
4 Singer 1993: 14–15.
5 Warren 1973.
6 Sbr. umfjöllun hjá Vilhjálmi Árnasyni 2003: 227–230.
7 Warren 1984: 136.
8 Beauchamp og Childress 2001: 386.
Hugur 2014-5.indd 46 19/01/2015 15:09:32