Hugur - 01.01.2014, Side 49
Hvernig er hagnýtt siðfræði? 49
stæðugreiningin sæki mjög margt til tiltekinnar kenningar, þ.e. siðfræði Arist-
ótel es ar, enda komi það nánast af sjálfu sér þegar rétt sé að málum staðið: „Þegar
á rúmstokkinn er komið, ef svo má að orði komast, þá notar hagnýtt siðfræði og
læknislist sams konar „verklega ráðagerð“ að hætti Aristótelesar, og rétt ákvörðun
um læknismeðferð er rétt læknisráð, ekki bara frá sjónarhorni læknislistarinnar
heldur líka af siðferðilegum ástæðum.“16 Áherslan hvílir hér á dómgreindinni eða
hyggindunum sem Aristóteles lýsir sem hæfilegu samspili hins altæka og hins
einstaka „sem lærist með reynslu“.17 Reyndur maður á hverju starfssviði kann skil
á altækum viðmiðum, svo sem læknisfræðilegri þekkingu, en hefur jafnframt náð
tökum á þeirri list að beita henni réttilega í einstökum aðstæðum. Hann hefur
auga fyrir því hvað er rétt að gera í aðstæðunum.
Þessi beiting þekkingar verður í senn að vera kunnáttusamleg frá tæknilegu
sjónarmiði og siðferðilega rétt eða viðeigandi.18 Hyggindi eru siðferðileg dóm-
greind og hvíla á siðrænum dygðum sem lærast í uppeldi og félagsmótun. Í
samræmi við þetta þyrfti það að vera óaðskiljanlegur hluti af allri menntun og
starfsþjálfun lækna (en einnig annarra starfsstétta) að greina læknisfræðileg tilvik
sem siðferðileg viðfangsefni. Siðfræðin er þá ekki tilfallandi hliðargrein þar sem
fjallað er um kenningar og siðalögmál sem grípa megi til þegar læknar lenda í
siðferðilegum „klípum“, heldur þarf siðferðileg hugsun um viðfangsefnin að verða
samofin læknisfræðilegu mati í hverju tilviki fyrir sig.19 Frá þessum sjónarhóli
séð er hagnýtt siðfræði sem tekst á við afmarkaðar klípusögur út frá háfleyg-
um kennisetningum í besta falli skemmtileg hugarleikfimi, en hefur ekkert með
siðferði starfsstétta að gera.20 Það bendir til þess að siðfræðin komi þá einungis til
skjalanna þegar óvenjuleg tilvik koma upp fremur en að hún sé órjúfanlegur hluti
fagmennsku. Það breytir því ekki að réttnefnd siðfræðileg greining hefst þegar
fást þarf við erfið tilvik, en þá er mikilvægast að grannskoða tilvikið sjálft og meta
það í ljósi þeirrar reynslu og þekkingar sem starfsfólk á viðkomandi sviði býr yfir,
ekki út frá annarlegum kennisetningum siðfræðinnar.
Nærtækt er að nefna hér einn helsta aðferðafræðilega þátt aðstæðugreiningar
sem er fólginn í því að leita fordæma um farsæla lausn sambærilegra tilvika. Þá
er leitast við að bera siðferðilega flókið tilvik saman við annað tilvik, eða for-
dæmi, sem sátt er um að leitt hafi verið farsællega til lykta. Huga þarf að því að
hvaða leyti tilvikið er ólíkt fordæminu og meta hvort sá munur hafi einhverja
siðferðilega þýðingu eða ekki. Því líkara sem tilvikið er fordæminu, því sterkari
rök eru fyrir því að leiða það til lykta með sambærilegum hætti. Með þessu móti
er byrjað á að finna þá fleti sem menn geta sammælst um og meta síðan þau atriði
sem út af standa sérstaklega í ljósi sérstöðu þeirra.21
Í þessu samhengi er einnig rétt að nefna kenningu breska heimspekingsins
16 Toulmin 1986: 273.
17 Aristóteles 1995: II.81 (1142a).
18 Páll Skúlason notar þessa röksemd í greininni „Siðvísindi og læknisfræði“ (Páll Skúlason 1987).
19 Sjá umfjöllun í þessum anda hjá Stefáni Hjörleifssyni og Linn Getz 2011.
20 Um klípusögur sjá t.d. Kristján Kristjánsson 1997.
21 Slík tilfellagreining á sér langa sögu og á sér ýmis afbrigði. Sjá t.d. Kuczewski 2012.
Hugur 2014-5.indd 49 19/01/2015 15:09:32