Hugur - 01.01.2014, Page 54
54 Vilhjálmur Árnason
Childress þessari túlkun alfarið,41 líkt og ég hef gert í umfjöllun um afstöðu þeirra
hér að framan.
Því er stundum haldið fram að valið á siðalögmálunum fjórum sé gerræðis-
legt og það endurspegli bandaríska menningu fremur en evrópska (m.a. vegna
meintrar ofuráherslu á sjálfræði). Raunar hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að
setja fram önnur meginsiðalögmál sem ætlað er að endurspegla betur evrópska
siðmenningu. Þar má nefna t.d. „sjálfræði, reisn, heilindi og særanleika“42 auk
„varúðar og samstöðu“.43 Mér virðist að gera megi grein fyrir hugmyndum um
reisn, heilindi og særanleika í tengslum við meginsiðalögmálin sjálfræði, velferð
og skaðleysi. Samstaða veitir hins vegar mikilvæga viðbót (a.m.k. til túlkunar á
réttlæti) hvað lífsiðfræði varðar,44 vegna þess að í henni felst annars konar sýn á
samfélagslega ábyrgð en í réttlætishugtaki sem oft er takmarkað við sanngjarna
útdeilingu gæða og byrða í markaðsvæddu heilbrigðiskerfi. „Samstaða gerir rétt-
læti, eða sanngirni, háð þeim gildum sem við viljum varðveita í okkar reynsluheimi
og okkar samfélagi.“45 Samstaða felur í sér að heilbrigðiskerfið tryggi okkur öll
fyrir áföllum og kostnaði fremur en að það þjóni einungis þörfum þeirra sem eru
veikir hverju sinni.46
Áhersla á samstöðu getur einnig haft áhrif á túlkun á sjálfræði sem takmarkast
af skyldum gagnvart heildinni. Túlkun Beauchamp og Childress á sjálfræðishug-
takinu hefur líka verið gagnrýnd fyrir að binda það um of við hæfileika fólks til að
taka upplýstar ákvarðanir, eins og Sigurður Kristinsson vekur athygli á: „Myndin
sem Beauchamp og Childress draga upp er þá í grófum dráttum sú að reglan um
virðingu fyrir sjálfræði krefjist þess að læknar og vísindamenn forðist að stýra
ákvörðunum fólks og reyni auk þess að stuðla að því að fólk taki vel upplýstar og
ígrundaðar ákvarðanir.“47 Sigurður telur þetta í besta falli ófullkomna verknaðar-
skyldu lækna og vísindamanna og höfuðatriðið frá sjónarhóli sjálfræðis sé fremur
hin fullkomna taumhaldsskylda að ráðskast ekki með fólk með þvingunum og
blekkingum, skrumi eða skjalli. Hér teflir Sigurður skilningi á sjálfræði í anda
siðalögmáls Kants um virðingu fyrir persónunni gegn hugmyndum Beauchamp
and Childress sem þeir segjast sækja til almenns siðferðis. Þetta vekur spurn-
ingar bæði um almennt siðferði og um stöðu kenninga gagnvart ígrunduðum
siðadómum.
Vænlegasta leiðin til að skilja hugmyndina um almennt siðferði er að siðferði
hljóti að fela í sér hugtök um sjálfræði, velferð og réttlæti en að þau séu jafn-
framt opin fyrir túlkunum.48 Það væri fráleitt að lesa einhverja ákveðna útfærslu
á grunnsiðalögmálunum af almennu siðferði því það myndi binda þau við til-
41 Beauchamp og Childress 2001: 57.
42 Rendtorff og Kemp 2000. Ensku hugtökin eru „autonomy“, „dignity“, „integrity“ og „vulnera-
bility“.
43 Häyry 2003.
44 Varúðarreglan hefur gegnt allstóru hlutverki í umhverfissiðfræði en erfitt er að sjá gildi hennar á
sviði lífsiðfræði.
45 Häyry 2003: 207.
46 Ég hef skrifað um þetta atriði í Vilhjálmur Árnason 2014b.
47 Sigurður Kristinsson 2011: 199.
48 Herrisone-Kelly 2003.
Hugur 2014-5.indd 54 19/01/2015 15:09:32