Hugur - 01.01.2014, Page 57
Hvernig er hagnýtt siðfræði? 57
í átökum við viðfangsefni um langan aldur. Ég hef þegar fært rök fyrir því að þau
höfuðsiðalögmál sem eru í forgrunni þeirrar aðferðar sem kennd er við ígrundun
siðadóma veiti mikilvæga en takmarkaða leiðsögn þegar setja þarf viðfangsefni
í stærra samhengi. Aðferðin getur samt sem áður gegnt mikilvægu hlutverki og
hún er í eðli sínu móttækileg fyrir nýjum greiningarþáttum. Hún er til dæmis
þýðingarmikil í umfjöllun um stefnumótun á sviði lífsiðfræði í lýðræðisríki þar
sem taka þarf mið af fjölhyggju um lífsviðhorf.58
Mér virðist þó að þessar nýju áskoranir kalli helst á nauðsyn þess að leita í
auknum mæli til kenninga, þótt ekki mæli ég með því að háfleygum kennisetn-
ingum verði beitt á þessi viðfangsefni. Ég hef frekar í huga að nýta þurfi til að
mynda kenningar gagnrýninna félagsvísinda (á borð við Habermas og Foucault59)
sem gera hagnýttri siðfræði kleift að setja greiningu á viðfangsefnum sínum í
samhengi við þætti sem viðtekin lífsiðfræðileg greining missir sjónar á. Sem
dæmi mætti nefna þá margvíslegu hagsmuni sem eru í bakgrunni lífvísindalegra
rannsókna í nútímasamfélagi, þá orðræðu sem mótar almenningsálitið um þessi
mál og þau yfirráð sem hindra að lífpólitík sé stunduð með lýðræðislegum hætti.
Hér kemur semsé til skjalanna „tortryggin túlkunarfræði“ er hvetur okkur ekki
einungis til að skilja þá starfsemi sem til skoðunar er heldur jafnframt þá þætti
í menningu okkar og samfélagi sem koma í veg fyrir að við öðlumst upplýstan
skilning á þeim.60
Ég þakka Páli Skúlasyni og ritrýni Hugar gagnlegar athugasemdir við drög að þessari
grein.
Heimildir
Aristóteles. 1995. Siðfræði Níkomakkosar. Þýð. Svavar Hrafn Svavarsson. Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag.
Beauchamp, Tom L. og James F. Childress. 2001. Principles of Biomedical Ethics, 5. útg.
Oxford: Oxford University Press.
Bradley, F. H. 1988/1876. Ethical Studies. Oxford: Clarendon Press.
Chadwick, Ruth og Mairi Levitt. 1997. Complementarity: Multidisciplinary research
in bioethics. Bioethics Research: Policy, Methods and Strategies. Proceedings of a Euro-
pean Conference (bls. 73–82). Ritstj. S. Gindro, R. Bracalenti og E. Mordini. Brussel:
European Commission.
Eckenwiler, Lisa A. og Felicia G. Cohn (ritstj.). 2007. The Ethics of Bioethics. Baltimore:
Johns Hopkins University Press.
Edel, Abraham. 1986. Ethical theory and moral practice: On the terms of their rela-
tion. New Directions in Ethics (bls. 317–335). Ritstj. Joseph DeMarco og Richard M.
Fox. New York: Routledge.
Häyry, Matti. 2003. European Values in Bioethics: Why, What, and How to Be Used?
Theoretical Medicine 24, 199–214.
58 Sbr. grein Svavars H. Svavarssonar í þessum árgangi Hugar.
59 Þessar tvær ólíku kenningar bæta hvor aðra upp með því að draga fram mjög ólíka þætti, sbr.
Vilhjálm Árnason 2013.
60 Sbr. Ricoeur 1970: 32–36.
Hugur 2014-5.indd 57 19/01/2015 15:09:32