Hugur - 01.01.2014, Page 61
Hugur | 26. ár, 2014 | s. 61–71
Svavar Hrafn Svavarsson
Heimspekin og lífið
Hagnýtt siðfræði og fornöldin
Það kemur engum á óvart að heimspeki samtímans sé frábrugðin heimspeki forn-
aldar. Heimspeki markast meðal annars af samhengi sínu, og samhengið hefur
breyst frá dögum Platons og Aristótelesar, Epikúrosar, Krýsipposar og Sextosar.
Ef við ígrundum samhengi hagnýttrar siðfræði, uppruna hennar og ástundun um
þessar mundir, kemur í ljós tiltekinn greinarmunur – samhengismunur – á heim-
speki samtímans og fornaldar. Sá greinarmunur sem ég hef í huga er tvískiptur.
Annars vegar gerðu heimspekingar fornaldar almennt ekki ráð fyrir því að fræði
þeirra væru aðskilin lífinu. Þeir lifðu (eða þóttust lifa) heimspeki sína og gerðu
grein fyrir því hvernig annað fólk gæti lifað heimspeki þeirra. Þetta var hluti hug-
myndarinnar um heimspeki: Heimspeki var tiltekinn lífsmáti. Þessi skilningur
á heimspeki var hornsteinn sem sameinaði heimspekinga fornaldar a.m.k. frá
dögum Sókratesar.1 Einhvern tíma breyttist skilningurinn á heimspeki og þessi
nánu tengsl lífs og heimspeki rofnuðu; lífsmátinn var ekki lengur skilinn sem
eðlisþáttur heimspekinnar og fyrir vikið breyttist heimspekin. Um þessar mundir
er hagnýtt siðfræði þáttur í því að tengja lífið – öllu heldur flóknustu og breyti-
legustu þætti þess – við heimspeki á nýjan leik, bæði að svo miklu leyti sem hún
hjálpar einstaklingum að skýra möguleika sína, fólki innan ólíkra fagstétta að tak-
ast á við vanda innan starfsgreina sinna og aðstoðar stjórnvöld við stefnumótun.
En nú bætist við annar grundvallarmunur á heimspeki fornaldar og nútímans, því
forsendur eru núna aðrar en hjá fornmönnum, enda samhengið breytt. Heim-
spekingar fornaldar litu ekki einungis á heimspeki sem lífsmáta, heldur voru þeir
sammála um grundvallarforsendur siðfræði sinnar, um hvað hún snerist. Samtím-
inn er því ólíkur fornöldinni að tvennu leyti. Annars vegar er staðfest gjá á milli
1 Þetta er glæfraleg alhæfing og væntanlega mætti færa rök fyrir því að heimspekingar fornaldar
hafi verið misjafnlega uppteknir af þessari hugmynd. Eigi að síður held ég að flestir fræðimenn á
sviði fornaldarheimspeki um þessar mundir séu þokkalega sáttir við hana. Hitt er annað mál að
deilt er um hvað felist í heimspeki sem lífsmáta; að þeirri deilu er vikið að neðan.
Hugur 2014-5.indd 61 19/01/2015 15:09:32