Hugur - 01.01.2014, Qupperneq 74
74 Sigurjón Árni Eyjólfsson
náttúru, hugur eða sál ofar líkama, eining ofar margbreytileika og hið karllega
ofar hinu kvenlega. Eins og gefur að skilja er karlinn út frá slíkum eðliskenn-
ingum fulltrúi skynsemi, hugar og menningar en konan fulltrúi náttúru, líkama
og tilfinninga. Þessu stigveldi hafa margir femínistar o.fl. hafnað.6
Óhætt er að segja að jafnréttishugsunin – sem mótar jafnt femínismann og
kynjafræðina – sé einn megindrifkrafturinn í umræðu samtímans og í allri sam-
félaglegri mótun og að hann þjóni þannig sem stórsaga. Þegar litið er yfir hug-
myndasögu 20. aldar má raunar segja að femínisminn eða kynjafræðin séu „eina“
stórsagan sem eftir er, þótt hún skiptist í marga ólíka strauma. Þessi stefna hefur
í mismiklum mæli aðlagast hinum ýmsu menningarsamfélögum og -heimum. Sú
margbreytta sýn sem hún miðlar á samfélagið hefur mótandi áhrif, ekki einungis
innan svokallaðrar vestrænnar menningar heldur á heimsvísu.
Femínismi og rétttrúnaður
Ef til vill þarf lítt að koma á óvart að femínisminn eða kynjafræðin skuli eiga,
líkt og aðrar stórsögur, sinn rétttrúnað. Innan hans er að finna aðila sem telja sig,
í krafti sinnar „skýru“ sýnar, verða að ákveða hvað teljist rétt kenning og hvað
ekki. Með þeirri tilhneigingu sinni að loka sig af innan eigin hugmynda- og
hugtakaheims greina ýmsir fulltrúar femínísks rétttrúnaðar sig lítt frá öðrum
rétttrúnaði. Um þennan vanda hafa m.a. íslenskir heimspekingar fjallað. Í þessu
samhengi segja Sigríður Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Árnason að framlag t.d.
kvennasiðfræðinnar felist ekki í að afmarka hana við reynsluheim kvenna, sem
eigi að endurspegla mikilvægi umhyggju, tengsla og tilfinninga sem meintrar
sérgáfu kvenna. Kvennasiðfræðinnar sé mun fremur, með orðum Sigríðar, „að
leiðrétta og skerpa réttlætishugmyndir […] með hliðsjón af mismunandi þörfum
kvenna, karla og barna“.7
Róbert H. Haraldsson fjallar aftur á móti sérstaklega um femíniskan rétt-
trúnað í grein sinni „Andleg velferð mannkyns“ sem nauðsynlegt er að gera hér
grein fyrir.8 Athyglisvert er hvernig höfundur beitir þar trúarlegu tungutaki og
hugtökum úr táknheimi kristninnar til að lýsa áherslum sínum. Róbert vitnar í
bókina Professing Feminism. Education and Indoctrination in Women’s Studies eftir
Daphne Patai og Noretta Koertge um þetta efni. Þar segir að „andrúmslofti[ð] í
mörgum kvennafræðideildum í Bandaríkjunum [sé] fjandsamleg[t], þar sé um-
burðarlyndi gagnvart andstæðum sjónarmiðum ekkert og skoðanir andstæðar
rétttrúnaðinum séu skipulega þaggaðar niður“.9 Drifkraftur þessa rétttrúnaðar
er í grunninn pólitískur eins og slagorðin beri með sér: „Fræðin eru stjórnmál“,
„Vísindi eru stjórnmál sem nota aðrar leiðir“, „Öll menntun er stjórnmál“ og „Hið
persónulega er pólitískt“. Þessi sannfæring er undirbyggð með „kreddum“ (lat.
credo, ég trúi) eins og að „erfðasyndin í þessum heimi“ sé feðraveldið eða að „[b]
6 Sigríður Þorgeirsdóttir 2001: 21, 48, Heinämaa 2005.
7 Sigríður Þorgeirsdóttir 2001: 59. Sjá einnig Vilhjálmur Árnason 2008: 320–328, 412–413.
8 Róbert H. Haraldsson 2012: 60–71.
9 Róbert H. Haraldsson 2012: 61.
Hugur 2014-5.indd 74 19/01/2015 15:09:33