Hugur - 01.01.2014, Síða 76
76 Sigurjón Árni Eyjólfsson
Í ritinu leitast höfundur við að varpa ljósi á kynhlutverk samfélagsins og sýnir í
yfir gripsmikilli hugmyndasögulegri úttekt á yfir 900 síðum hvernig kúgun kvenna
er mótandi þáttur feðraveldisins.
Annað tímabilið tengist höfundum eins og Juliu Kristevu (f. 1941), Hélène
Cixous (f. 1937), Carol Gilligan (f. 1936) og Luce Irigaray (f. 1930). Þessir höfund-
ar varpa ljósi á hið kvenlega eðli, sjálfsmynd eða „ídentítet“ kvenna og sérstöðu
hennar gagnvart hinni karllægu. Í greiningum sínum á reynsluheimi kvenna grípa
þær m.a. til aðferða sálgreiningarinnar og hvetja til þess að gert verði upp við
viðteknar skoðanir um hlutverk kynjanna. Þær vilja ljá konum sérstakt tungumál
og tjáningu sem mótvægi við þann karllæga hugmyndaheim sem mótar orðræðu
vestrænnar menningar. Luce Irigaray sýnir fram á í ritum sínum Speculum. De
l ’autre femme (1974) og Ce sexe qui n’en est pas un (1977)17 að feðraveldið móti ekki
einungis samfélagsgerðina, heldur alla menninguna, tungumálið og hugtakaheim
þess. Irigaray vill draga fram og sýna vægi hins kvenlega til að skapa „jákvæða“
eða sjálfstæða sjálfsmynd kvenna. Þannig hafnar hún röksemdum sem byggja á
einhyggju, einingar- og samræmingarhugmyndum eða fallógósentrisma sem hér
verður þýtt með hugtakinu einhyggja eða nánar tiltekið einhyggja feðraveldis.
Innan hennar er veruleikinn njörvaður niður við karlinn sem hina einu gildu
afstöðu og mælikvarða. Irigaray leitast við að brjóta einhyggjuna upp með marg-
hliða sýn á veruleikann þar eð reynsluheimur kvenna mótast af margræðni sem er
sérstaða hans gagnvart heimi karla. Samkvæmt Irigaray og Carol Gilligan er hér
um að ræða tvö ólík sjónarhorn eða póla sama veruleika.
Þriðja tímabilið er oft bundið við útkomu rits Judith Butler (f. 1956) Gender
Trouble (1990).18 Öndvert við aðra kynslóð femínista heldur Butler því fram að
skiptingin milli kvenlegs og karllegs sé hugmynd um hlutverk sem hafi lítið að
gera með líffræðilegt kyn. Kynskiptingin sé hluti af orðræðu og eigi sér ekki sér-
staka tilvist utan hennar. Um sé að ræða kerfi, orðræðu og hlutverk sem bundin
eru við félagslegt kyn eða kyngervi (e. gender), sem er annað en líffræðilegt kyn (e.
sex). Kyngervi er því félaglega og sögulega skilyrt stærð sem ekki verður lagt að
jöfnu við einhvern fastmótaðan náttúrulegan og eðlisbundinn veruleika.
Sameiginleg þessum höfundum er gagnrýni á þá eðlishyggju sem tilvist feðra-
veldisins er iðulega réttlætt með. Þær túlka veruna ekki sem kyrrstæðan veruleika,
heldur sem verðandi. Veruleikinn er ekki föst stærð, heldur dýnamískt ferli. Af
sjónarhóli guðfræðings á þessi sýn sér samsvörun í eskatólógískri hugsun sem er
m.a. mótandi í kristinni mannfræði. Hjá áðurnefndum höfundum er að finna
beina og óbeina notkun eða skírskotanir til guðfræðilegra minna, hugtaka og
stefna. Því er forvitnilegt fyrir lútherskan guðfræðing að skoða efnistök þeirra
og beita til þess hefðbundinni greiningu eða ritskýringu lútherskrar guðfræði. Sú
greining gæti nýst sem áhugaverð útfærsla á t.d. skiptingunni í lögmál og fagn-
aðarerindi. Þannig má lesa rit femínista af þessum þremur ólíku kynslóðum sem
þýddur sem Hitt kynið, sjá m.a. Sigríður Þorgeirsdóttir 2001: 127, og sem Síðara kynið, sjá m.a.
þýðingu á kafla úr ritinu eftir Guðrúnu C. Emilsdóttur (Beauvoir 2012b).
17 Hér er stuðst við þýskar þýðingar (Irigaray 1980 og Irigaray 1977).
18 Hér er stuðst við þýska þýðingu (Butler 2012).
Hugur 2014-5.indd 76 19/01/2015 15:09:33