Hugur - 01.01.2014, Page 83
Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 83
ekki í veruleikanum, hefðum eða umhverfi, heldur í þeirri framtíð sem hún reynir
að móta.43 En þessi gjörð er ætíð áhættusöm og óviss.
Einmitt í þessu samhengi skiptir samband mannsins við aðra meginmáli. Í
persónulegu sambandi, þar á meðal milli kynjanna, yfirstígur einstaklingurinn
mörk eigin tilveru og öðlast hlutdeild í veruleika annars einstaklings.44 Það sem
Beauvoir lýsir hér er jafnan fjallað um innan evangelísk-lútherskrar guðfræði í
tengslum við manninn sem sambandsveru, sem var áberandi innan tilvistarheim-
spekinnar og er mótandi fyrir evangelsík-lútherska guðfræði.45 Samtalið og
samskipti eintaklinga skipta miklu máli og þar á meðal kynlífið sem samtal og
samruni.46 Frelsi og ábyrgð haldast hér í hendur. Í samskiptunum eða samtalinu
er orði mannsins svarað og það krefst ábyrgðar sem gerir áframhaldandi samtal
mögulegt. Þessi þáttur hefur hjá Beauvoir skýra félagslega vídd, sem kemur vel
fram í samfélagslegum og stjórnmálalegum greiningum hennar.
1.5. Viðbrögð og spurningar
Í bókinni Hitt kynið er að finna mörg þeirra málefna sem femínistar áttu síðar eftir
að útfæra nánar. Þetta á ekki bara við um nálgun Beauvoir á hugmyndasöguna,
tungumálið, kynlífshegðun (jafnt gagnkynhneigð sem samkynhneigð), sambúðar-
form o.fl. heldur vægi staðleysunnar eða útópíunnar en innan femínismans og
kynjafræðinnar skipar staðleysan virðulegan sess. Í Hinu kyninu dregur Beauvoir
upp mynd af samfélagi þar sem gagnkvæm viðurkenning og virðing mótar sam-
skipti kynjanna. Hún gefur sér að í slíku samfélagi séu „barneignir og börn“ ekki
lengur bara bundnar við konur.47 Þetta eru hugmyndir sem m.a. nútímavísindi
hafa gert mögulegar, m.a. með getnaðarvörnum og gervifrjóvgunum.
Þegar bókin kom út voru það þessi sjónarmið Beauvoir sem einkum vöktu
hneykslun. Menn andmæltu jafnt hugmyndum hennar og greiningum. Þeim
fannst vegið að (kristnum) grunngildum samfélagsins og þar að auki töldu merk
skáld ritið klámfengið. Albert Camus (1913–1960) fannst Beauvoir með skrifum
sínum jafnvel vega að sjálfri karlmennskunni.48 Það kom því lítt á óvart að róm-
versk-kaþólska kirkjan setti bókina á lista yfir bönnuð rit. Nú á tímum eiga menn
erfitt með að skilja þessi ofsafengnu viðbrögð. Og það eitt er til marks um þær
breytingar sem orðið hafa innan vestrænna samfélaga frá því bókin kom út fyrir
rúmum 60 árum.
Erfitt er að gera ítarlega grein fyrir hugmyndum Simone de Beauvoir í þessu
verki, en óhætt er að segja að útgangspunktur hennar sé sá að konur eigi að njóta
sama réttar og karlar. Sú afstaða kemur hvað skýrast fram hjá henni í kröfunni
um efnahagslegt sjálfstæði kvenna en það tryggir fyrst möguleika þeirra til að
raungera frelsi sitt og axla þá ábyrgð sem þær eru kallaðar til eða tilvistarleg staða
43 Beauvoir 2012a: 880.
44 Beauvoir 2012a: 490.
45 Það kemur því ekki á óvart að hún fjallar ítarlega um siðbótina og vægi samviskunnar í hug-
myndaheimi hennar. Sjá Beauvoir 1983b: 153–168.
46 Beauvoir 1983b: 72.
47 Beauvoir 2012a: 891.
48 Irma Erlingsdóttir 1999: 47–48.
Hugur 2014-5.indd 83 19/01/2015 15:09:34