Hugur - 01.01.2014, Page 84
84 Sigurjón Árni Eyjólfsson
þeirra setur. Þessa áherslu hafa ýmsir femínistar þó gagnrýnt á þeirri forsendu að
með henni sé lítið gert úr sérleika kvenna og þeim hreinlega umbreytt í karlmenn.
Í þessari gagnrýni er t.d. vísað til umfjöllunar Beauvoir um skrif kvenna sem hún
setji skör lægra en karla. Gagnrýnendur hafa því spurt: Þýðir jafnrétti það að
konur eigi að vera eins og karlar?49
Áhersla Beauvoir á vægi einstaklingsins og tilvistarleg greining hennar á stöðu
hans í heiminum á sér beina hliðstæðu í guðfræðihugsun samtímamanna hennar
eins og Rudolfs Bultmann (1884–1976) og Pauls Tillich (1886–1965) sem báðir
voru hallir undir tilvistarheimspeki og tilvistarguðfræði. Beauvoir tekur á nokkr-
um meginviðfangsefnum guðfræðinnar og sérstaklega mótandi hefðum sem voru
þá miðlægar í umræðunni innan lútherskrar guðfræði. Þannig greinir hún vel til-
vist mannsins sem er ekki einungis mótaður af þverstæðum og firringu – en þetta
eru hugtök sem áðurnefndir guðfræðingar nota til að túlka veruleika syndarinnar
sem tilvist eða stöðu mannsins í veruleika erfðasyndarinnar. Áhersla Beauvoir
á þá ákvörðun að yfirstíga það sem er gefið eða íveruna yfir í handanveru þess
mögulega er af sama meiði og eskatólógísk áhersla í guðfræði þeirra Bultmanns
og Tillichs. Þar er það orð boðunarinnar sem kallar manninn frá íverunni til hins
mögulega eða að handanverunni. Í krafti þess yfirstígur maðurinn íveruna. Inn-
takið er því hið sama, að slíta hlekki þess sem var eða er og stíga inn í veruleika
þess sem getur orðið.50 Umfjöllun Beauvoir nýtist guðfræðingum því ekki ein-
ungis vel sem greining á birtingarmynd fallins veruleika manns og heims, held-
ur vísar hún einnig á hvernig tengja megi eskatólógíska vídd boðunarinnar við
möguleika tilvistarinnar og nýta hana til að yfirstíga það sem er. Það er einmitt
meginverkefni guðfræðinga.
2. Tveir reynsluheimar – Luce Irigaray
Ef gripið er til skilgreiningar sem getið var um hér að ofan markar þessi gagn-
rýni á Hitt kynið upphafið að öðru tímabilinu í þróun femínismans á síðari hluta
20. aldar. Á þessu tímaskeiði er ekki lengur fjallað um jafnrétti eins og það kemur
fram í skrifum Simone de Beauvoir, heldur er því haldið fram að grund vallar-
munur sé á reynsluheimi karla og kvenna eða jafnvel eðlislægur munur milli
kynjanna. Nú er spurt: Ef við viljum jafnrétti, viljum við þá jafnrétti milli þess
sem er eins eða þess sem greinir að? Getur t.d. verið að konur séu öðruvísi en
karlar og að sá munur sé ekki bara félagslegs eðlis, heldur liggi hann dýpra, sé
gefinn með kynjunum og óháður félagslegum þáttum? Stafar kynjamunurinn þá
ekki einungis af kúgun feðraveldisins sem jafnréttisbaráttan hafði beinst gegn,
eða er hann eðlislægur? Gæti verið að í samfélagi þar sem búið væri að leiðrétta
slagsíðu feðraveldisins væru konur fulltrúar fyrir annan grunnþátt mennskunnar
en karlar? Mennskan væri þar með veruleiki samsettur bæði úr þeim eiginleikum
sem eru sameiginlegir kynjunum og þeim sem aðgreina þau. Þessi munur tæki
49 Irma Erlingsdóttir 1999: 54–56, 59.
50 Sigurjón Árni Eyjólfsson 2000: 91–103 og 2004: 45–47, 103–109. Bultmann 1980: 26–37 og 1988.
Hugur 2014-5.indd 84 19/01/2015 15:09:34