Hugur - 01.01.2014, Page 85
Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 85
auk þess ekki bara mið af ólíku kyni eða líkamsgerð, heldur snerti einnig hugs-
unina, tungumálið og gildismatið.
Femínistar hafa sýnt að hvað varðar kyn og kynhlutverk sé hugtakaheimur
heimspekinnar og annarra fræðigreina karllægur. Hugsun, tungumál, gildismat,
markmið og langanir manna eru þannig mótuð af karllægri hugsun. Belgíski sál-
greinirinn og heimspekingurinn Luce Irigaray hefur leitað leiða til að greina hvað
valdi þessu og hvernig unnt sé að skapa jafnvægi í stað stigveldis milli kven- og
karllægra þátta. Hún vill gera það með því að finna „raunverulega kvenlegar leiðir
til þess að tala, dreyma og þrá, sem séu lausar undan karlaslagsíðu“.51
Að mati Irigaray ber að virða líffræðilegan mun kynjanna því að hann skipti
sköpum fyrir sjálfsmynd manna og hugsanir allt frá skrifum þeirra og bókmennta-
legri tjáningu til stjórnmála. Á árunum 1960–1961 stundaði Irigaray m.a. nám hjá
Jacques Lacan (1901–1981), stofnanda „skóla freudsinna í París“ (École freudienne
de Paris, EFP), og útskrifaðist sem sálgreinir 1961.52 Síðar tók hún doktorspróf í
málvísindum við Parísarháskóla, eða árið 1968.
2.1. Arfleifð Sigmunds Freud
Árið 1974 kom út ritið Speculum. Af hinni konunni eftir Luce Irigaray þar sem
hún rekur sig í gegnum meginkenningar sálgreiningarinnar, þ. á m. umfjöllun
Sigmunds Freud (1856–1939) og Jacques Lacan um konur og kynhlutverk þeirra.53
Irigaray sýnir fram á að í kenningum Freuds hafi konan hvorki sjálfstæða stöðu
né kyn hennar sjálfstætt gildi. Í kenningum hans er konan skilgreind út frá karl-
inum og sambandi hans við hana. Þetta kemur þegar fram í umfjöllun hans um
kyneinkenni kvenna, en samkvæmt Freud markast þau af því sem karlar hafa en
konur skortir.54 Konan sé sem sagt ófullkomin vera. Framsetning Freuds gerir
að mati Irigaray lítið annað en að enduróma aldagamla karllæga orðræðu um
konuna. Samkvæmt þessu endurspeglar hún heimspekiarfleifð Vesturlanda, sem
einkennist af fjarveru líkamans og þarfa hans. Hún sé mótuð af tvíhyggju og
51 Heimspekibókin 2013: 320.
52 Áhrifa Lacans gætir í kenningum Irigaray. Hann fallar m.a. um sjálfsmynd mannsins í spennu
milli ímyndar og spegilmyndar. Ef spegli er haldið fyrir andliti barns á milli sjötta og átjánda
mánaðar kannast barnið við sig. Það samsamar sig spegilmyndinni og bregst af gleði við henni
eða með „aha“-upplifun. Upp frá þessu breytist sýn barnsins á eigið sjálf, það mætti orða það
svo að þá fyrst verður sjálft barnið meðvitað eða til staðar í spegilmynd sinni. Það lærir að skoða
og greina sig frá utanaðkomandi sjónarhorni sem sjálf í heild líkama síns. Sjálfsmyndin tengist
á þennan hátt „narsissisma“ og þeirri tilhneigingu mannsins að mikla hana í huga sér. Þannig
styrkir sjálfið sjálfsvitund og persónu einstaklingsins. Samtímis upplifir einstaklingurinn firringu
sína en því veldur að spegilmyndin birtir hann sem einingu eða heild sem sjálfið upplifir ekki í sér.
Með þessum hætti samsamar maðurinn sjálf sitt við einingu sem hann er ekki í raun. Einingin
eða mynd hennar er til staðar en fyrir utan einstaklinginn og mætir honum í spegilmyndinni. Sú
þekking sem maðurinn öðlast þannig á sjálfum sér (eða myndin sem spegilmyndin miðlar) er
aftur á móti afmyndun þess sem hún stendur fyrir og miðlar ímyndaðri mynd af einstaklingnum
eða sjálfsmynd hans. Þessi staðreynd leiðir til klofnings í sjálfi einstaklingsins, milli ímyndaðs
sjálfs og samfélagslegs eða upplifaðs sjálfs. Af þessari stöðu einstaklingsins leiðir Lacan setningu
sína: Sjálfið er ekki sjálfið, þ.e. hið ímyndaða sjálf er ekki hið félagslega sjálf. Sjá nánar Ehrenberg
2011: 214–215, 225–232, Pritsch 2008: 82–89.
53 Í ritgerðasafni Luce Irigaray, Ce sexe qui n’en est pas un, rekur hún helstu áherslur í Speculum. Því
verður jafnhliða vitnað í það.
54 Irigaray 1980: 17–19, Irigaray 1979: 33–42.
Hugur 2014-5.indd 85 19/01/2015 15:09:34