Hugur - 01.01.2014, Page 87
Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 87
Irigaray eru kyn og kynvitund kvenna þar einhliða skilgreind út frá kyni karla.
Þar sé markvisst litið fram hjá sérstöðu kvenkynsins og hún frekar skoðuð út frá
skorti, öfund og afbrýðisemi.
2.2. Einhyggjan í menningu Vesturlanda
Sigmund Freud er því trúr vestrænni heimspekihefð en innan hennar er gengið
út frá því að öllu verði að koma fyrir innan eins fræðikerfis sem lúti einni megin-
afstöðu til veruleikans. Konunni og kvenlegum eiginleikum er þar teflt fram sem
andstæðu við karllega heild eða einingarhugsun. Í þessu samhengi tekur Irig-
aray fyrir áðurnefnda tvíhyggju sem sú hugsun getur af sér. Konan, vinna hennar
og móðurhlutverkið eru innan þessa kerfis metin sem eign karlsins.62 Þetta er
grundvallað með skiptingunni milli forms sem fulltrúa hins karllæga og efnis sem
fulltrúa hins kvenlega. Efnið hefur ekki sjálfstætt vægi nema fyrir það sem formið
gefur því þegar það mótar efnið og gefur því þannig ákveðið markmið. Hið sama
á við um konuna, hún hefur ekki tilgang í sjálfri sér, heldur öðlast hann í tengslum
við karlinn.63
Eftir að hafa dregið fram þessa grundvallarsýn á konuna innan vestrænnar
heimspeki telur Irigaray nauðsynlegt að skapa gagnrýnið sjónarhorn á einhyggju
karlaveldisins.64 Að mati hennar þarf að finna texta innan hefðarinnar þar sem hið
kvenlega er orðað eða það kemur fram. Losa þurfi orðræðuna undan fargi hins
röklega til að gera mynd hins (þ.e. hins kynsins) sýnilegt. Ok einingarhugsunar,
sem til þessa hefur skilgreint hvað sé rétt og rangt eða sannleikur og lygi, nefnir
Irigaray „fallókratíu“ eða einhyggju feðraveldisins.65 Þar er gengið út frá því að hið
karllæga standi fyrir hið sanna á meðan hitt (þ.e. kvenkynið) standi við hlið þess
sem hið ófullkomna og jafnvel falska og ranga. Einingarhugsun feðraveldisins
þarfnist að vísu andhverfu sinnar (þ.e. hins kynsins) sem það þó hylur til að draga
fram eigin einingu. Sú eining sem karlkynið eigi að standa fyrir geti því aldrei
verið hið ósanna. Karlinn noti svo að segja hitt kynið til að spegla sjálfskilning
sinn í því, það er honum sem spegill án eigin spegilmyndar.
2.3. Sérleiki kvenna
Luce Irigaray tekur þessar alhæfingar fyrir í gagnrýni sinni og snýr einhyggju
feðraveldisins gegn sjálfri sér. Nú þurfi að draga fram mynd konunnar, sem hulin
sé í speglinum, og finna útlínur hennar sem aldrei hefur verið lýst.66 Afbyggja
verði myndina sem konan á að endurvarpa til að gera hana sýnilega. Menn verða
að beina sjónum sínum að speglinum sjálfum, að því sem er á milli mannsins og
þeirrar myndar sem hann sér í honum. Irigaray hafnar því að konuna sé þar að
finna sem fasta stærð og að sjálf hennar þurfi einungis að draga fram. Hér sé mun
62 Irigaray 1979: 50, 65, 177–184, Irigaray 1980: 143–153, Sigríður Þorgeirsdóttir 2001: 21, 48.
63 Irigaray 1979: 160–162, Irigaray 1980: 212–225.
64 Irigaray talar hér einnig um fallógósentrisma sem þýða mætti sem reðursjálfhverfu en hér er notað
„einhyggja karlaveldsins“.
65 Irigaray 1979: 82.
66 Irigaray 1979: 77–80.
Hugur 2014-5.indd 87 19/01/2015 15:09:34