Hugur - 01.01.2014, Page 89
Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 89
eigin tjáningarmáta sem endurspeglar margræðnina, hið margsamsetta og þver-
stæðufulla. Það þurfi að ljúka upp djúpi verunnar sem er öllu undirliggjandi.
2.4. Sérleiki og samskipti
Í greininni „Kynjamunur“ frá 1987 fjallar Luce Irigaray um samskipti kynjanna. Þá
þegar hafði hún í skrifum sínum sýnt hvernig einstaklingssjálfræðið standi í vegi
fyrir því að samskipti kynjanna séu áfram skilgreind að hætti feðraveldisins út frá
eignarhaldi. Að mati hennar verði ekki einungis að virða sjálfræði einstaklinga í
öllum samskiptum og samböndum heldur einnig að virða mun kynjanna og við-
halda vissri fjarlægð milli þeirra. Þetta sé forsenda þess að samskipti þeirra geti
farið fram á jafnréttisgrundvelli. Engu máli skipti þótt um t.d. lesbísk sambönd sé
að ræða því að aðalatriðið sé að jafnréttið nái til allra óháð kyni.
Irigaray telur að samskipti kynjanna séu eitthvert umdeildasta málefni samtím-
ans og snerti alla hugsun, menningu, listir og tjáningu, að tungumálinu meðtöldu.
Sýn manna á veruleikann þarfnist því endurmats og nýrrar túlkunar sem nái til
sjálfsskilnings þeirra og umhverfisins í jafnt „míkrókosmísku“ samhengi sem
„makrókosmísku“, þ.e. allt frá einstaklingssjálfinu til alheimsins. Ef kynjamun-
urinn er tekinn alvarlega valdi það umbyltingu á öllum sviðum mannlífsins og
endalokum hugmyndaheims feðraveldisins. Irigaray leggur þetta endurmat þó
hvorki að jöfnu við hjálpræði né sér í því leið út úr félagslegum og tilvistarlegum
vanda samtímans. Hún lítur mun fremur á þetta sem verkefni sem menn, jafnt
karlar sem konur, verði að takast á við.
Hjá Irigaray er ljóst að einstaklingurinn er ekki ákveðin föst og gefin stærð.
Hann er mun fremur breytilegur, dýnamískur og fljótandi veruleiki. Maðurinn
er samskiptavera og í stað þess að dvelja í veruleikanum er hann hluti af honum.
Persónan er verðandi og með tungutaki guðfræðinnar raungerist hún í þeim sam-
skiptum sem hún á í við sjálfa sig, náungann og Guð.76 Um þetta fjallar Irigaray
m.a. í ritum sínum Skipting heimsins (2008) og Leyndardómur Maríu (2010).77
Umfjöllun hennar á þar margt sameiginlegt með kristnum mannskilningi þar
sem maðurinn er skilgreindur sem tengslavera. Þetta er m.a. áberandi innan
evang elísk-lútherskrar guðfræði og trúarlegrar tilvistarheimspeki hjá t.d. Martin
Buber (1878–1965): Heimspekin hverfist um samböndin ég-þú og ég-það.78
Allt þetta er áberandi í skrifum Irigaray og setur hún mál sitt fram með trúar-
legu tungutaki og nýtir sér minni og myndir úr táknheimi kristninnar. Vel kann
að vera að hún grípi til þessa táknheims til þess að endurmóta hann í þágu kvenna
og skapa orðfæri sem standist einhyggju vestrænnar menningar snúning. Í þeim
anda fjallar Irigaray um Maríu guðsmóður, engla og Guð. Englar eru sem slíkir
ekki raunverulegar verur í hversdagsleikanum heldur táknmyndir fyrir mögulega
tilvist. Þeir eru í senn fyrirheit um hugsanlegan möguleika og sýna hann.79 Irig-
aray snertir hér við hlutverki engla innan Ritningarinnar en þar er meginhlutverk
þeirra að túlka hið mögulega. Þeir hafa það starf að uppljúka eða afbyggja, til að
76 Irigaray 1987.
77 Irigaray 2010 og 2011/2010.
78 Sigurjón Árni Eyjólfsson 2008.
79 Irigaray 1987: 6. kafli. 9.
Hugur 2014-5.indd 89 19/01/2015 15:09:34