Hugur - 01.01.2014, Side 91
Femínísk heimspeki frá sjónarhóli guðfræðings 91
heimili hennar.87 Sem mótstaður gerir samtalið okkur kleift að hlusta. Þetta er
það sem Irigaray nefnir þriðju víddina eða heiminn.88
Það kemur því lítt á óvart að Irigaray skuli lýsa veruleika verunnar með guð-
fræðilegu tungutaki þegar hún tekur að greina tilvistarstöðu mannsins sem guð-
fræðinni er svo tamt að gera. Innan þessarar víddar er það trúin sem kallar fram
samstöðu og sýn á sameiginlega framtíð.89 Samtalið, traustið og trúin gera mann-
inum kleift að gangast við tilvist sinni. Irigaray heldur því fram að samtalið stuðli
hér ekki aðeins að samruna viðmælendanna heldur einnig samruna þeirra við
náttúruna. Til að lýsa eðli þessarar nálgunar og einingar grípur hún til gríska
hugtaksins homoousios (sem merkir „sama eðlis“) en það er sótt í kristsfræðina og
lýsir sambandi hins mannlega og guðlega í eðli Krists.90
Þegar Irigaray fjallar um tengsl manna á milli og við Guð er skrefið stutt í hug-
tök sem tengjast ástinni. Ást virðir sérleika hvers einstaklings og því þrífst hún
þar sem finna má mun og fjölbreytileika. Hún snýst um það að mynda einingu
án þess að vera eins.91 Þegar fjölbreytileikinn er virtur og ekki er reynt að yfirtaka
það sem er öðruvísi þá getur sambandið dýpkað og öðlast aukið rými.92 En til
þess þarf maðurinn að setja sig í spor náunga síns og leyfa honum að njóta sín.93
Fyrir guðfræðing er skyldleiki kenninga Irigaray augljós við „ég-þú“-guðfræði
Friedrichs Gogarten (1887–1967) og Emils Brunner (1889–1966) og heimspeki
Martins Buber.
Irigaray grípur til maríufræðinnar til að útfæra þetta nánar. Hjá Irigaray er
María ekki fulltrúi einhverrar guðlegrar handanveru, heldur þess veruleika sem
þriðja víddin stendur fyrir. María sameinar himin og jörð. Það er í henni sem
samtalið og þögnin holdgerast. Hún er játningin við hinu skapaða og mögu-
leikum þess.
Þegar Irigaray lýsir Maríu sem fulltrúa „tíma andans“ nýtir hún sér þrískipt-
ingu Jóakims frá Fiore (1130–1202) sem skipti heimssögunni í tímabil Guðs föður,
sköpunar og lögmáls; tímabil Guðs sonar, endurlausnar og fagnaðarerindis; og
tímabil Guðs heilags anda, helgunar og kærleika. Sem fulltrúi þess síðastnefnda
stendur María fyrir jákvæðni og margbreytileika, virðingu og hógværð.94 Í henni
er að finna sátt, einingu og dulúð. Hún er holdgervingur mennskunnar95 og hand-
an einhyggju og feðraveldis. Irigaray segir að inntak maríudýrkunarinnar felist í
„að virða annan sem annan og auðsýna honum gestrisni, ekki einungis í eigin
87 Irigaray 2010: 138–147.
88 Irigaray 2010: 43, 124.
89 Irigaray 2010: 46.
90 Irigaray 2010: 57, 62.
91 Irigaray 2010: 72–80, 88, 96.
92 Irigaray 2010: 97.
93 Irigaray 2010: 109. „Virðing mín fyrir hinum/hinni sem öðrum/annarri leysir tök veraldar minnar
á mér og neyðir mig til að opna mig fyrir annarri handanveru [transcendence]. Þegar ég mæti
hinum/hinni verður það sem mér var kunnugt ókunnugt, eða það sem ég áleit nærri mér, það hef
ég í mínum heimi fjarlægst til að opna mig fyrir veruleika hins.“ Irigaray 2010: 107.
94 Irigaray 2011: 14.
95 Irigaray 2011: 36–38.
Hugur 2014-5.indd 91 19/01/2015 15:09:34