Hugur - 01.01.2014, Page 98
98 Sigurjón Árni Eyjólfsson
inguna. Ef einungis er hugað að Ritningunni og sjónarhornið þrengt enn frekar
þannig að aðeins sé hugað að þeirri sjálfsmynd sem er að finna í Nýja testament-
inu, kemur í ljós að þar er um að ræða ritsafn jaðarhóps innan Rómaveldis: Á
ritunartíma þess á 1. og 2. öld e.Kr. náði hann alls ekki einu prósenti íbúanna. Ekki
er heldur að finna neina ákveðna sjálfsmynd í ritsafninu, hvað þá eina heildstæða
kenningu um eðli mannsins þrátt fyrir ríka áherslu á hann sem tengslaveru. Þvert
á móti hafa guðspjöllin og raunar Nýja testamentið allt að geyma harla ólíkar
hugmyndir um hvað felist í því að fylgja Kristi og hvaða mælikvarða meðlimir
hinna ýmsu safnaða þurfi að taka tillit til.
Í Matteusarguðspjalli skiptir gyðinglegur bakgrunnur miklu máli en í svoköll-
uðum hirðisbréfum skiptir hann engu máli. Matteus talar um mikilvægi þess að
elska óvini sína en í Jóhannesarguðspjalli er kærleikurinn bundinn við safnaðar-
meðlimi. Í hirðisbréfunum er vægi hjónabandsins og fjölskyldunnar mikið en hjá
Matteusi er frekar ætlast til þess að menn séu ógiftir og yfirgefi fjölskyldu sína.
Í Jóhannesarritunum er töluvert rætt um hatur heimsins á meðan hirðisbréfin
tala um nauðsyn þess að safnaðarmeðlimir aðlagist hellenískum heimi.123 Sömu
sögu er að segja af þeim fjölbreytilegu myndum sem dregnar eru upp af körlum
og hlutverkum þeirra víðs vegar í ritsafni Ritningarinnar. Þar er ekki einungis
ýmislegt sem erfitt er að heimfæra upp á feðraveldi heldur er nær ómögulegt að
greina þar nokkra heildstæða mynd af því sem geti talist karllægt.124
Fjölbreytileiki ritanna og fjölmenningarlegur bakgrunnur þeirra gerir öllum
siðferðilegum „einhyggjusinnum“ erfitt fyrir, hvort sem um grundvallar hyggju-
sinna (eða fúndamentalista) er að ræða eða félagslega róttækar hreyfingar og jafn-
vel fylgjendur pólitískrar rétthugsunar.125 Áhersla femínismans á fjölbreytileikann
og margræðnina í mannlífinu ætti að nýtast guðfræðingum í greiningu þeirra á
hugmyndaheimi kristindómsins, arfleifð hans og Ritningarinnar. Þýðingarlaust er
því að vísa einungis til Biblíunnar máli sínu til stuðning um félagslegan veruleika.
Það verður að virða margbreytileikann innan Ritningarinnar og rökstyðja hlutina
í samhengi við þau grundvallarstef sem í henni er að finna og koma m.a. skýrt
fram hjá umræddum höfundum.126
Heimildir
Bayer, Oswald. 1999. Gott als Autor: Zu einer poietologischen Theologie. Tübingen: Mohr
Siebeck.
Beauvoir, Simone de. 2012a. Das andere Geschlecht – Sitte und Sexus der Frau. Þýð. Uli
Aumüller og Greta Osterwald. Ritstj. Irene Selle. Berlín: Rowohlt.
Beauvoir, Simone de. 2012b. Vændiskonur og lagskonur í efri stéttum. Þýð. Guðrún C.
Emilsdóttir. Hugur 24, 157–174.
Beauvoir, Simone de. 1999. Hitt kynið – Inngangur. Þýð. Torfi H. Tulinius. Simone
123 Scholz 2007: 91–93.
124 Männerspezifische Bibelauslegung 2012.
125 Berger 1999: 111.
126 Vigfús Ingvarsson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Jóhannes Dagsson, ritrýnir og Egill Arnarson
lásu yfir handritið. Þeim þakka ég og sérstaklega Agli fyrir góðar og gagnlegar ábendingar sem ég
tók tillit til við lokafrágang ritgerðarinnar.
Hugur 2014-5.indd 98 19/01/2015 15:09:34