Hugur - 01.01.2014, Page 105
„Nýmenni“ eða mörk mennskunnar 105
verkefni. Efling felur þó ekki alltaf í sér að eitthvað sé aukið eða bætt að gæðum,
brjóstnám sem gert er til að koma í veg fyrir að kona fái brjóstakrabbamein í
framtíðinni er dæmi um slíka eflingu.13 Við getum líka hugsað okkur að eitt-
hvað sé aukið að magni eða gæðum án þess að lífsgæði batni, til dæmis aðgerð
sem bætir verulega heyrn einhvers sem býr í hávaðasömu umhverfi. Við slíkar
aðstæður getur „betri“ heyrn í raun verið verri því hún veldur þeim sem hefur
hana óþægindum og jafnvel kvöl.14 Sterkari og betri heyrn þarf því ekki að bæta
líf einstaklings. Þá má nefna að aukin virkni eins eiginleika getur dregið úr virkni
annars. Lakari sjón getur eflt heyrn svo dæmi sé tekið, til að mynda er fullkomin
heyrn algengari hjá blindum en þeim sem sjá.15 Þegar dýr eru þjálfuð er vel þekkt
að ákveðnir eiginleikar séu efldir á kostnað annarra, enda ekki hægt að þjálfa hest
til að vera bæði veðhlaupahestur og dráttarklár.16 Í slíkum tilfellum er efling eins
eiginleika á kostnað annars og niðurstaðan því ekki sú að heildareflingin verði
meiri. Af þessum dæmum sést einnig að „efling“ þýðir ekki aðeins það að eitthvað
sé aukið eða bætt heldur verður að meta eflingu í ljósi umhverfis eða aðstæðna og
með tilliti til þess hvaða markmiðum eða eiginleika er reynt að ná og til hvers.17
Síðari merking hugtaksins „efling“ lýtur að því að hún gangi lengra en það
sem veitt er með hefðbundinni meðferð eða lækningu. Hér liggur til grundvallar
greinarmunur á læknisfræðilegri íhlutun eða meðferð annars vegar og eflingu sem
er umfram hefðbundna lækningu hins vegar, en þessi greinarmunur hefur verið
mikið ræddur og gagnrýndur í umræðu um heila- og taugaeflingu. Læknisfræði-
leg meðferð miðar að því að bæta fyrir skaða sem verður vegna slysa eða alvarlegra
sjúkdóma, hún beinist að sjúkdómi eða heilkenni. Ekki er mikill ágreiningur um
að við eigum að reyna eftir megni að lækna sjúkdóma eða bæta fyrir skaða og
„færa líkamann í eðlilegt form“ en í mörgum tilfellum getur þó verið vandasamt
að meta hvað sé heilbrigt eða eðlilegt ástand.
Greinarmunurinn milli læknisfræðilegrar meðferðar og eflingar hefur verið
gagnrýndur fyrir margra hluta sakir, m.a. vegna þess að margt af því sem fellur
undir heilbrigðisþjónustu, s.s. heilsuvernd eða umönnun aldraðra, er ekki meðferð
við sjúkdómum. Fyrir umræðuna um heila- og taugaeflingu skiptir þó meira máli
að vandasamt er að greina á milli þess hvað er læknisfræðileg meðferð og efling.
Hér kemur til kasta skilgreiningar á því hvað sé sjúkdómur og hvað heilbrigði,
hvert viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar eigi að vera og hvort við séum í ein-
hverjum tilfellum að gera ónauðsynlegar aðgerðir á fólki og meðhöndla heilbrigt
fólk.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti fram skilgreiningu árið 1946 á heilbrigði á
þann veg að „maður sé ekki aðeins laus við sjúkdóma og önnur vanheilindi heldur
að hann njóti fullkominnar andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar vellíðunar“.18
Eins og gefur að skilja hefur þessi skilgreining verið gagnrýnd, einkum fyrir það
13 Chadwick 2009.
14 Buchanan og Crawford 2014: 283.
15 Sjá til dæmis www.ioe.ac.uk/35873.html.
16 Chadwick 2009: 29.
17 Chadwick 2009: 29.
18 Skilgreining Alþjóðastofnunarinnar WHO. Sjá Vilhjálmur Árnason 2003: 321.
Hugur 2014-5.indd 105 19/01/2015 15:09:35