Hugur - 01.01.2014, Page 128
128 Henry Alexander Henrysson
án leiðsögumanna myndu mjög líklega leiða til atvika sem gætu fljótt snúið al-
menningsálitinu við, kæmust þau í hámæli. Niðurstaðan hlýtur því að vera að
skotveiðar á spendýrum krefjist umtalsverðs regluverks og fyrirhafnar til þess að
vera siðferðilega ásættanlegar.46
Mannhverfing
Umræðan um dýraréttindi, í þessu tilviki réttindi veiðidýra, varpar ljósi á atriði
sem nokkrum sinnum hefur verið minnst á í þessari grein. Þetta atriði er spurn-
ingin um hversu mannhverf svörin geta verið við siðferðilegum vandamálum sem
snerta umhverfismál: Veltur réttmæti athafna á því hvernig við leysum saman úr
málum sem geta orðið að siðferðilegum álitamálum? Hér takast á margs konar
sjónarmið og er því erfitt að gefa einhvers konar forskrift að réttri breytni í þessu
sambandi. Sumir siðfræðingar hafa enga trú á siðfræði sem gerir mannhverf-
ingu ekki að nokkurs konar meginforsendu. Aðrir eru á þeirri skoðun að mann-
hverfingin snúist um hagsmuni fremur en raunverulegt siðferði sem sé hlutlægt í
allt öðrum skilningi. Þrjú atriði sem dregin hafa verið fram í þessari grein varpa
nokkru ljósi á þessa togstreitu og virðast heldur renna stoðum undir mannhverf-
inguna. Í fyrsta lagi bendir sú „lágmarkskrafa“ sem hér var nefnd til þess að ekki
séu til ófrávíkjanlegar meginreglur. Í öðru lagi bendir réttmæti tilfinningaraka við
vissar aðstæður til þess að upplifun fólks af atvikum geti virkað sem mælikvarði
á hvort athöfn er siðleg eða ekki. Að lokum virðist síðasti punkturinn, um mikil-
vægi mannúðlegra veiðiaðferða, vera vatn á myllu þeirra sem líta svo á að mann-
kynið sé í nokkurs konar drottnunarhlutverki gagnvart öðrum lífverum og ráði
því hvort komið sé fram við þær af mildi eða hörku.
Fólk sem hafnar því að hagsmunir dýra geti haft nokkuð um það að segja hvað á
að vera leyfilegt í sambandi við skotveiðar á spendýrum er oft einnig þeirrar skoð-
unar að það sé ekki sameiginleg ákvörðun mannkyns hvernig staðið er að þeim.
Í þeirra augum snýst hin siðferðilega hlið þessara mála fyrst og fremst um sjálfs-
ákvörðunarrétt fólks og sameiginlega hagsmuni vissra hópa. Íslendingar vilja ráða
því sjálfir hvort þeir skjóta hrefnur eða ekki, danskir sjómenn vilja sjálfir ráða því
hvort þeir veiði seli í Norðursjó, landeigendur í Ölpunum skjóta þær fjallageitur
sem þeim sýnist, og svona mætti lengi telja. Sú siðferðilega frumforsenda sem þar
er dregin fram er þess vegna oft kennd við lýðræði. Sjálfsákvörðunarrétturinn snýst
þá ekki síst um að hafa rétt til að móta eigin hagsmuni svo lengi sem meirihluti
einnig felldir ef kostur er. Hlutverk leiðsögumanna er að sjá til þess að veiðimaður fari rétt að við
veiðarnar.
46 Í þessu sambandi getur verið ágætt að skoða ágreining um hvalveiðar hjá aðildarríkjum Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Innan ráðsins hafa verið lagðar fram tillögur, svokallað „Revised Management
Scheme“, sem talið var að gætu brúað bilið milli skoðana þeirra þjóða sem aðhylltust verndun
og þeirra sem eru hlynntar veiðum. Sátt hefur ekki náðst, meðal annars vegna þess kostnaðar
sem myndi fylgja þessu skipulagi á veiðum sem gerir ráð fyrir miklu og kostnaðarsömu eftirliti.
Spurningin sem vaknar er hvort veiðar geti talist réttlætanlegar ef ekki er talið borga sig að koma
til móts við kröfu almennings um að veiðarnar séu stundaðar á mannúðlegan hátt og eftirlit haft
með þeim.
Hugur 2014-5.indd 128 19/01/2015 15:09:36