Hugur - 01.01.2014, Page 129
Skotveiðar á spendýrum 129
íbúa hefur ekki gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið. Vandamálið við
þennan mælikvarða er að aðstæðurnar eru ekki alltaf augljósar eða skýrar. Hægt er
að nefna fjölmörg dæmi þar sem þetta fær ekki staðist. Þau skiptast í tvo flokka.
Annars vegar getur það varla talist einkamál ákveðins hóps þegar dýrin, vegna
þess hversu óstaðbundin þau eru, tilheyra ekki neinum ákveðnum hópi fólks sem
saman kemst að lýðræðislegri niðurstöðu. Þau eru þá sameign stærri hóps og falla
undir alþjóðalög og milliríkjasamninga. Vissulega má segja að slík lög og samn-
ingar byggist á lýðræðislegu umboði og lýðræðislegum ákvörðunum en lítið er
vitnað til sjálfsákvörðunarréttar í því sambandi. Seinni flokkinn fylla dýr, þokka-
full spendýr, sem eru staðbundin en sem mannkynið í heild hefur kallað eftir
ákvörðunarrétti yfir. Górillur, fílar og nashyrningar í Afríku eru ágæt dæmi. Fólk
í Mið-Evrópu sem finnst allt í lagi að landeigendur í nánasta umhverfi þess ráði
flestu um skotveiðar á því svæði rís upp og lætur í sér heyra ef Afríkubúi kallar
eftir víðtækari rétti til að skipuleggja fyrirkomulag veiða í sinni heimabyggð.
Þessari grein er ekki ætlað að færa rök fyrir mannhverfri umhverfissiðfræði.
Mannhverfingin á sér þó greinilega margs konar málsbætur og margt bendir til
þess að ómögulegt sé að horfa framhjá henni. Ef hún á hins vegar að vera viður-
kennd sem grundvallarafstaða til siðferðilegra álitamála um samband manns
og náttúru virðist ljóst að vissa lágmarkskröfu verður að gera til hennar. Þessi
lágmarkskrafa er að hún byggist ávallt á því viðhorfi að nauðsynlegt sé að gera
sér grein fyrir öllum hliðum hvers máls. Tvískinnungur er til dæmis oft afleiðing
þess að gera skýlausa kröfu til sjálfsákvörðunarréttar í öllum málum. Er fólk þá
virkilega búið að reyna að setja sig í spor þeirra sem hafa andstætt sjónarhorn eða
hefur það spurt sig hvað það er sem fær það í raun og veru til að vera þessarar
skoðunar? Er það til dæmis hrein hjarðhegðun? Þau rök sem byggja á hagrænum
áhrifum, nýtingu náttúrugæða og mismunandi getu og hagsmunum dýra geta öll
leitt til andstæðra niðurstaðna. Þá er nauðsynlegt að kynna sér andstæð viðhorf
og bera saman hvort viðhorfið er stutt betri gögnum og rökum. Sígilt dæmi sem
áður hefur verið minnst á er að fólki ber ekki saman um hvort skotveiðar eða
náttúruskoðun sé ábatasamari. Hagnýtt siðfræði sker ekki úr um hvort viðhorfið
sé réttmætara (þar koma margar fræðigreinar saman) en hún getur dregið fram
mikilvægi þess að hafa kynnt sér báðar hliðar og nálgast gögn og rök með opnum
huga. Það er, þegar öllu er á botninn hvolft, mikilvægasta siðferðilega afstaðan.
Lokaorð
Enn er nokkrum mikilvægum spurningum ósvarað um siðferðileg álitamál varð-
andi skotveiðar. Augljósustu spurningarnar hafa raunar verið nefndar án þess að
þeim hafi verið fylgt eftir. Þessar spurningar snúast um siðfræðilega greiningu í
ljósi kenninga annars vegar og réttinda dýra hins vegar. Í báðum tilfellum var les-
andinn skilinn eftir með fleiri spurningar en svör, til dæmis þegar fjallað var um
stélfjaðrir páfugla. Ástæða þessa skorts á svörum er að sú siðfræðilega greining
sem hér hefur verið boðið upp á – við getum kennt hana við gagnrýna hugs-
Hugur 2014-5.indd 129 19/01/2015 15:09:36