Hugur - 01.01.2014, Síða 130
130 Henry Alexander Henrysson
un – getur ekki ein og sér tekist á við slíkar spurningar. Að lokum mun alltaf
koma fram þörfin fyrir siðfræði sem beitir kenningum til þess að svara því hvað
sé leyfilegt, hvað ætti að vera bannað og hvers sé hægt að krefjast af okkur. Fólk
kann að svara því þannig að rökræðu þar sem kenningum er beitt veiti engu
síður af gagnrýninni hugsun en annarri rökræðutegund. Vissulega er það rétt, en
það breytir því ekki að sú rýni getur aðeins verið hluti fágaðrar heimspekilegrar
rökræðu og að spurningarnar sem koma fram eru annars eðlis en þær sem varpað
er á viðhorf sem birtast í opinberri umræðu.
Síðasta spurningin sem gæti verið áhugavert að svara er því sú hvort undan-
gengin rannsókn hafi varpað einhverju ljósi á eðli og hlutverk – og kannski
takmarkanir – hagnýttrar siðfræði. Henni má svara með því að endurtaka það
sem hefur áður komið fram í þessari grein. Hagnýtt siðfræði verður að hafa þver-
faglega skírskotun. Hún má ekki vera um of föst í ákveðinni orðræðu eða festast í
hugtakanotkun sem aðrir en sérfræðingar ráða illa við að beita. Hagnýtt siðfræði
nýtir sér auðvitað oft hefðbundnar normatívar siðfræðikenningar, hvort sem þar
eru kenningar í heild sinni eða stef og rök úr þeim. En hagnýtt siðfræði getur
ekki leyft sér að staldra við flóknari atriði í þessum kenningum. Hefur þá eitt-
hvað unnist með þessari umfjöllun? Ekki má skilja framangreinda fyrirvara sem
svo að hagnýtt siðfræði svari ekki mikilvægum spurningum eða skerpi sýn fólks
á siðferðileg álitamál. Þvert á móti raunar, hún gerir það býsna vel og vonandi
eru lesendur einhverju nær um eigin viðhorf til siðferðilegra álitamála varðandi
skotveiðar á spendýrum. En til þess að það takist verður alltaf að gefa sér nokkrar
forsendur og láta umræðu um þær bíða betri tíma. Hér að framan var umræða
um tvær slíkar forsendur „sett í salt“. Enn hefur engu verið svarað um það hvort
spendýr hafi í raun sérstaka siðferðilega stöðu. Og enn hefur engu verið svarað
um það hvort efnahagslegt jafnræði við veiðar sé ekki í raun siðferðilegt álitamál.
Rannsókn á þessum forsendum þarf að bíða annarra greina.
Heimildir
Beauchamp, Tom L. 2008. The Nature of Applied Ethics. A Companion to Applied
Ethics. Ritstj. R. G. Frey og C. H. Wellman. Blackwell.
Cunningham, P. A., E. H. Huijbens og S. L. Wearing. 2012. From Whaling to Whale
Watching: Examining Sustainability and Cultural Rhetoric. Journal of Sustainable
Tourism 20, 143–161.
Davison, Scott A. 2009. A Natural Law Based Environmental Ethic. Ethics and
Environment 14:1, 1–13.
Foot, Philippa. 2003. Natural Goodness. Oxford: Clarendon Press.
Gaard, Greta. 2001. Tools for a Cross-Cultural Feminist Ethics: Exploring Ethical
Context and Content in the Makah Whale Hunt. Hypatia 16:1, 1–26.
Griffin, Susan. 1978. Women and Nature: The Roaring Inside Her. New York: Harper
and Row.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2013. The Case For Sustainable Whaling. The
Reykjavik Grapevine 8, 10.
Hargrove, E. 1992. The Animal Rigths/Environmental Ethics Debate. Albany: SUNY
Press.
Hugur 2014-5.indd 130 19/01/2015 15:09:36