Hugur - 01.01.2014, Síða 137
Að standa ekki á sama 137
er æskilegast að við breytum bæði af hneigð og skyldu. Það breytir því þó ekki að
tilfinning okkar og næmni gagnvart samborgurum okkar eru ekki fyrirbæri sem
eiga við í greiningu á því hvað skyldi kallast siðferðisleg hegðun og hvað ekki.8
Það sem er heillandi við þessa nálgun er áherslan á rökvísi. Við viljum jú öll
breyta skynsamlega. En það að skipa tilfinningum og umhyggju alfarið á hliðar-
línuna er hugsanlega ekki það skynsamlegasta í stöðunni. Held bendir á hvernig
tilfinningar eins og samúð, samkennd og næmni eru gagnleg siðferðisleg hugtök.
Hún bendir líka á að tilfinningar eins og reiði gegn óréttlæti trufli ekki túlkun
okkar á óréttlæti heldur geti gert hana skiljanlegri. Þó er ekki þar með sagt að
við tökum tilfinningum okkar fyrirvaralaust. Það er augljóst að jafnvel tilfinn-
ingar sem í flestum tilfellum eru jákvæðar, eins og samkennd og samúð, geta leitt
okkur afvega. Þess vegna þurfum við að yfirvega tilfinningarnar og meta hvort við
séum að bregðast við á skynsaman hátt. Til þess þurfum við ekki bara umhyggju
heldur umhyggjusiðfræði.9 Held bendir líka á að hrein hneigð er ekki ákjósan-
legur útgangspunktur fyrir siðfræðikenningu. Í umræðu um það hvaða eiginleika
umhyggjusöm manneskja hefur til að bera segir hún:
Manneskja sem leikur aðeins eftir, ómeðvitað og ógagnrýnið, þá um-
hyggju og umönnun sem hún hefur verið alin upp við getur komið fyrir
sjónir sem umhyggjusöm manneskja. En hana mun skorta viðeigandi
hvata til að meta gildi umhyggjunnar meðvitað og af íhygli. […] Aðgerð-
ir hennar ætti að láta gangast undir gagnrýnt mat og bæta þær.10
Það að við skulum gangast við umhyggju og hneigðum okkar er þar með aðeins
áfellisdómur um okkur sem siðferðisverur ef við gerum það ekki af yfirvegun og
vitandi vits um það gildismat sem umhyggjusiðfræðin getur fært okkur.
En umhyggjuhugtakið er mjög margrætt. Hluti vandans sem því tengist liggur
í tvíræðni orðsins „care“, en stór hluti akademískar umræðu um umhyggju siðfræði
fer fram á ensku. Sem nafnorð getur „care“ bæði átt við umhyggju, sem við tengj-
um við ákveðið sálarástand, og umönnun, sem við tengjum við ákveðna tegund
athafna. Á íslensku er það lykilatriði að hugað er að náunganum á meðan „care“
þarf ekki að fela það í sér, líkt og umönnun, þar sem við getum annast einhvern
án þess að vera umhugað um hann.
Á íslensku er okkur nokkuð tamt að líta á umhyggju fyrst og fremst sem hneigð,
afstöðu eða tilfinningu, jafnvel sem dyggð. Við tölum um að okkur sé umhugað
um börnin okkar, fjölskyldu og vini, jafnvel þó að við séum ekki að aðhafast neitt.
Umhyggjan er því eitthvað sem á sér stað innra með okkur og birtingarmyndir
þessarar umhyggju eru svo þær athafnir sem við framkvæmum í krafti hennar.
Við getum talað um að okkur sé umhugað um vini okkar, um hag þeirra og mark-
mið, þó svo að við hittum þá aðeins örsjaldan. Í umfjöllun sinni um umhyggju
sem dyggð vill Michael Slote skilgreina hana þannig að við getum kallað góðvild
8 Dæmið er fengið úr umfjöllun Vilhjálms Árnasonar (2008: 87–88).
9 Sbr. Held 2006: 11.
10 Held 2006: 49.
Hugur 2014-5.indd 137 19/01/2015 15:09:36