Hugur - 01.01.2014, Side 141
Að standa ekki á sama 141
ugum og þeim sem eru úti úti“.20 Þannig beitum við oft fyrir okkur almennum
lögmálum til þess að þagga niður í viðmælanda okkar í stað þess að takast á við
vandamálin með honum. Næmni á ójafnræði einstaklinga ætti að vera mikilvægur
þáttur í mati á aðstæðum þegar taka á siðferðislegar ákvarðanir. Krafan er því að
meðhöndla skuli ójöfnuð og mismun ekki sem undantekningartilvik, heldur sem
hið ríkjandi ástand, en samskipti milli frjálsra og jafnra einstaklinga sem undan-
tekingu sem eigi sjaldan við. Umhyggjusiðfræðin gerir þannig ráð fyrir að við
breytum hugmyndum okkar um þá sem þiggja hjálp og að við sjáum reisn þeirra
sem þurfa mikillar umönnunar við.21
Það ætti nú að liggja fyrir að í framsetningu umhyggjusiðfræðinnar á siðfræði
almennt og siðfræðilegum vandamálum er falin beitt gagnrýni á það einstaklings-
hugtak sem liggur hinum klassísku kenningum til grundvallar. Með því að skoða
viðbrögðin sem birst hafa við hugmyndinni um umhyggjusiðfræði má sjá hvernig
orðræða réttlætisins er grundvölluð á þessu einstaklingshugtaki og hvernig sú
orðræða og einstaklingshugtakið saman birta okkur mynd af siðaverunni sem
þarfnast endurskoðunar.
Réttlæti
Þegar rætt er um umhyggju sem siðfræðilegt hugtak og henni stillt upp gegnt
réttlætishugtakinu, liggur, eins og áður hefur verið minnst á, mjög beint við að
setja dæmið upp umhyggjunni í óhag. Umhyggjan telst þá vera sprottin af tilfinn-
ingasemi og vilja okkar til þess að halda í og vernda þá sem eru nákomnir okkur,
jafnvel á kostnað þeirra sem eru ókunnugir okkur, en áherslur réttlætiskenninga
eru á „sanngirni, jafnrétti, rétt einstaklingsins, almennar reglur og samkvæma
beitingu þeirra“.22 Það er því mjög auðvelt að beina umræðu sem nýtir sér tilfinn-
ingar og umhyggju í siðferðislegu gildismati í átt frá slíku og yfir á umræðu um
almenn réttlætislögmál.
Sem dæmi um slíkt getum við skoðað túlkun Vilhjálms Árnasonar á frægu
dæmi úr bók Carol Gilligan In a Different Voice sem gefin var út 1982.23 Í því verki
tekst Gilligan, sem er þroskasálfræðingur, á við kenningar samstarfsmanns síns
Lawrence Kohlberg um siðferðisþroska. Í rannsóknum sínum hafði Kohlberg
sett upp mælikvarða um siðferðisþroska sem tók mið af kenningum Kants. Til
að mynda fólst efsta stig siðferðisþroska á skalanum í því að nálgast siðfræðileg
vandamál með því að fjarlægja sig viðfangsefninu, skoða það röklega og meta út
frá almennum, algildum lögmálum. Gilligan tók eftir því að stúlkur náðu ekki
jafn góðum árangri og drengir samkvæmt þessum mælikvarða. Ástæðunnar leit-
aði hún í því að hluti stúlknanna nálgaðist siðferðisleg vandamál á annan hátt en
20 Walker 1989: 22.
21 Sbr. Kristín Björnsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir 2004.
22 Held 2006: 15.
23 Þó færa megi rök fyrir því að uppruna umhyggjusiðfræði samtímans sé að finna í grein Sara
Ruddick „Maternal Thinking“ sem kom út 1980, þá varð Carol Gilligan tveimur áður síðar óum-
deilanlega áhrifamesti brautryðjandi kenningarinnar með útkomu In a Different Voice.
Hugur 2014-5.indd 141 19/01/2015 15:09:37