Hugur - 01.01.2014, Page 144
144 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
líta svo á að það sé almennt lögmál að eiga að vera næmur fyrir aðstæðum eða
að sýna öðrum umhyggju? Þessi umræða um umhyggju færist auðveldlega yfir á
svið réttar heimspeki, eins og Sigríður Þorgeirsdóttir bendir á að megi merkja hjá
Carol Gilligan:
[…] um leið og Gilligan talar um rétt á umhyggju er hún komin yfir á
svið réttlætissjónarmiða. Og það er að sama skapi sönnun fyrir takmörk-
unum umhyggjusiðfræði: Réttur á umhyggju, sem er eitt af grund vallar-
lögmálum velferðarríkisins, er algilt siðalögmál byggt á réttlætis sjónar-
miðum. Umhyggjusiðfræði þyrfti af þeim sökum að vera grundvölluð á
réttlætishyggju.27
Hér sést vel hversu rík tilhneiging þessarar orðræðu er til þess að beinast í átt
að umræðu á forsendum réttlætiskenninga. Svo mjög að það hversu auðveldlega
réttarhugtakið skýtur upp kollinum í umræðunni verður sönnun þess hversu
takmörkuð umhyggjusiðfræðin er. Til þess að öðlast siðferðislegt vægi er talið að
umhyggjan verði að sækja gildi sitt til almennra lögmála sem gilda jafnt um alla.
Að öðrum kosti er hún ekki siðfræðileg, aðeins eitthvað náttúrulegt, eitthvað háð
eðlisávísun.
Hér er vert að hafa tvennt í huga. Annars vegar það hvort það eitt að umhyggju-
siðfræðin krefjist þess að eitthvað teljist algilt geri það að verkum að hún verði að
vera „grundvölluð á réttlætishyggju“.28 Þannig bendir Held á að ef eitthvað leggi
á okkur algildar skyldur, þá sé það krafan um að við mætum þörfum barna okkar
fyrir umhyggju, hvort sem er í formi umönnunar eða tilfinningalegrar umhyggju.29
Krafan um rétt sprettur upp af sérhagsmunum og birtist í hagsmunaárekstrum
tveggja eða fleiri einstaklinga. Krafan um umhyggju rís af því sambandi sem
einstaklingarnir eiga í og er nauðsynlegur þáttur þess að það samband sé upp-
byggilegt. Um leið og við orðum kröfuna um rétt til umhyggju hljótum við að
gera okkur mynd af henni sem er að einhverju leyti afmyndun á því sem við vilj-
um að hún sé því að þessi mynd tekur of mikið mið af því umhverfi sem réttlæt-
issiðfræðikenningarnar spretta upp úr, sem er einhvers konar lagahugmynd um
siðferði. Að tala um að einhver eigi rétt á umhyggju endurspeglar ekki það sam-
hengi sem umhyggjan sprettur upp úr. Umhyggjan er ekki samkomulag tveggja
einstaklinga, þar sem verið er að uppfylla kröfu um réttindi, heldur tengsl tveggja
aðila sem bera hag hvors annars fyrir brjósti. Sigríður er vissulega að tala hér um
umhyggju í víðari samfélagslegum skilningi, en þarf algild krafa þeirra þurfandi í
samfélaginu um umhyggju endilega að smætta umhyggjusiðfræði niður í réttlæt-
iskenningu? Ég held ekki. Við getum allt eins lýst samfélagi sem skortir næmni
27 Sigríður Þorgeirsdóttir 2001: 56.
28 Sigríður tjáði mér í einkasamtali að hún hafi nú skipt um skoðun. Hún myndi nú tala um réttlæti
út frá sjálfsveru umhyggjusiðfræðinnar, þ.e. um réttlæti sem hvílir á umhyggju og með áherslu á
tengsl.
29 Held 2006: 71.
Hugur 2014-5.indd 144 19/01/2015 15:09:37