Hugur - 01.01.2014, Page 145
Að standa ekki á sama 145
á þarfir borgara sinna og uppfyllir þær ekki sem samfélagi sem skortir umhyggju
eins og við getum lýst því sem samfélagi sem skortir réttlæti.30
Það færir okkur að hinu atriðinu sem við getum hér haft í huga. Forgangur
réttlætisins virðist vera bundinn í þá orðræðuhefð sem hefur skapast í umræðu
um siðferðisleg álitamál. Held orðar þetta á eftirfarandi hátt:
Ef faðir hótar að svipta dóttur sína arfi og slíta öll tengsl við hana ef hún
neitar að giftast manni sem hann hefur valið henni til handa, þá gæti
verið réttlætanlegt að hún kjósi að líta á rétt sinn til þess að giftast þeim
sem henni sýnist sem siðferðislega mikilvægari en samband sitt við föður
sinn. Ef barn verður fyrir alvarlegu ofbeldi heima hjá sér, þá er siðferð-
islega ákjósanlegra að það missi öll tengsl við fjölskyldu sína en að það
glati lífi sínu o.s.frv. En þessi dæmi af því sem virðist snúast um forgang
réttlætis mætti líta á sem misheppnaða umhyggju rétt eins og misheppn-
aða tilraun til þess að virða réttlæti.31
Það er sem sagt ekki eins augljóst og eins sjálfgefið að líta aðeins á vandamál út
frá broti á réttlæti, því yfirleitt getum við litið á slíkt sem misheppnaða umhyggju.
Við getum alltaf horft á það frá hinu sjónarhorninu.
Tengsl réttlætis og umhyggju
Ef sú er raunin, þurfum við að velta því fyrir okkur hver tengsl þessara tveggja
fyrirbæra eru: réttlætis og umhyggju. Ein leið væri að fylgja fordæmi Gilligan. Sú
nálgun felst í því að við gætum kosið að líta á umhyggju og réttlæti sem jafngild
hugtök sem nálgast siðferðislegan vanda á mismunandi hátt. Þannig bendir Held
á að
Gilligan færir rök fyrir því að ef maður lítur á siðferðislegt vandamál sem
eitthvað sem þurfi að leysa með tilliti til umhyggju, þá getum við ekki á
sama tíma litið á það sem vandamál sem við þurfum að leysa með tilliti
til réttlætis, því að þessi tvö sjónarhorn setja vandann upp á mismunandi
hátt.32
Við getum því valið að líta á siðferðisleg álitamál annað hvort út frá kröf-
um réttlætis um sanngirni, jafnrétti, rétt einstaklingsins og samkvæmni, eða við
getum litið á það út frá kröfum umhyggjunar um næmni á þarfir, samkennd og
samhengi. Gilligan skilur okkur samt ekki eftir með tól til þess að velja á milli. Ef
siðfræðin á að vera bæði gagnrýnandi og leiðbeina okkur um hvernig við eigum
30 Hér mætti reyndar velta fyrir sér hvort tvíræðni „care“ sé að trufla okkur aftur, því réttur á um-
önnun er ekki háður sömu annmörkum og er vissulega eitt af grundvallarlögmálum velferðar-
ríkisins.
31 Held 2006: 134.
32 Held 2006: 62.
Hugur 2014-5.indd 145 19/01/2015 15:09:37