Hugur - 01.01.2014, Síða 155
Réttlæti: Stofnanir og verðskuldun 155
hefur unnið til; það orðspor réttlátt sem það á skilið; réttlát refsing er
makleg málagjöld.2
Í greininni „Skiptir réttlæti máli?“ frá 1992 tekur Þorsteinn upp þráðinn og lýsir
hugmyndinni með eftirfarandi orðum: „Réttlæti er það sem manni ber, það sem
hann á skilið, það sem hann hefur unnið til“. Heimspekingar kalla þessa hug-
mynd um réttlæti verðleikakenningu þótt verðskuldunarkenning væri nákvæmara.
Þótt verðleikakenningin sé bæði hversdagsleg, eins og Tea Logar segir, og
kannski líka barnslega einföld, eins og Þorsteinn segir, þá hefur hún ekki notið
mikilla vinsælda meðal heimspekinga. Flestar nútímakenningar um félagslegt
eða pólitískt réttlæti (um réttlæti refsinga gegnir sumpart öðru máli) fjalla um
skipulag á stofnunum samfélagsins, bæði stofnunum sem eiga sér samsvörun í
efnislegum hlutum eins og skólum og dómstólum, og í óefnislegum stofnunum
eins og lögum og mannréttindasáttmálum. Hér ber hæst kenningu Johns Rawls
um réttlæti sem hann setti fram í bókinni A Theory of Justice árið 1971, en einnig
mætti t.d. nefna kenningu Roberts Nozick sem birtist í bókinni Anarchy, State
and Utopia. Kenningar þessara manna eru stofnanakenningar um réttlæti þótt
þær séu annars innbyrðis mjög ólíkar. Rawls orðar áhersluna á stofnanir með
einkar skýrum hætti framarlega í A Theory of Justice:
Meginviðfangsefni réttlætis er grunngerð samfélagsins, eða nánar tiltek-
ið, með hvaða hætti helstu stofnanir þess kveða á um grundvallarréttindi
og skyldur […].3
Kenning Rawls tilheyrir langri hefð sáttmálakenninga sem innifelur m.a. verk
eins og Leviathan eftir Thomas Hobbes (1651), Ritgerð um ríkisvald eftir John
Locke (skrifuð í kringum 1680) og stjórnspeki Immanuels Kant (t.d. Die Meta-
physik der Sitten, 1797) og Samfélagssáttmálann eftir Rousseau (1762).
Réttlætiskenningar eins og þær sem Rawls og Nozick hafa sett fram byggj-
ast á því að lýsa einhverskonar fullkomnu réttlæti. Hagnýtt gildi slíkra kenninga
byggist samt ekki á því að þær lýsi raunhæfum endapunkti sem samfélög ættu að
stefna að heldur þjóna þær frekar sem viðmið til að meta stofnanir og skipulag
tiltekinna samfélaga. Kenningarnar má nota til að varpa ljósi á ýmsar hliðar til-
tekinna samfélaga og benda á atriði sem horfa til réttlætis og önnur atriði sem
benda til þess að skortur sé á réttlæti. Ef kenning Rawls er notuð til að skoða
íslenskt samfélag má greina ýmis merki réttlætis, svo sem það að valdastofnanir
samfélagsins gera ráð fyrir tilteknum grundvallarréttindum borgaranna. En svo
koma líka í ljós merki ranglætis, t.d. það að á Íslandi er efnahagslegur auður gjarn-
an ávísun á áhrif og völd sem ná langt út fyrir mörk efnahagslífsins, m.a. inn á
vettvang stjórnmálanna.4
Á seinni tímum hafa komið fram kenningar um réttlæti sem hvorki eru verð-
2 Þorsteinn Gylfason 1998: 25.
3 Rawls 1999 : 7.
4 Sbr. Ólafur Páll Jónsson 2009: 41–49.
Hugur 2014-5.indd 155 19/01/2015 15:09:37