Hugur - 01.01.2014, Page 158
158 Ólafur Páll Jónsson
til. Við getum ekki heldur sagt að maður eigi þann dug skilinn sem gerir
honum kleift að leggja rækt við hæfileika sína, því að dugur manns veltur
að mestu á slembiláni um fjölskyldu hans og félagsskap sem hann getur
ekki þakkað sjálfum sér. Hér er hvergi fótfesta fyrir hugmyndina um
verðleika. Af því leiðir að enginn venjulegur hæfileikamaður getur sagt
að hann eigi vegna verðleika sinna rétt á því að menn sameinist um ein-
hverja þá skipan á dreifingu gæða og byrða sem veitir honum hlunnindi
umfram það sem getur talizt vera öðrum til hagsbóta.10
Rawls hafnar verðleikakenningunni með afgerandi hætti að því er virðist. Það
mætti orða það svo, að verðleikakenningin um réttlæti sé í eðli sínu hlut drægnis-
kenning um réttlæti – hún gerir ráð fyrir „að menn sameinist um einhverja þá
skipan á dreifingu gæða og byrða sem veitir honum hlunnindi umfram það sem
getur talizt vera öðrum til hagsbóta“ á meðan réttlætiskenning Rawls sé hlut-
leysis kenning. Þessi greinarmunur virðist bæði vera svo skýr og afgerandi að næsta
hæpið sé að sætta megi sjónarmið verðleikakenningar eins og þeirrar sem Þor-
steinn talar fyrir og sáttmálakenningar um réttlæti eins og þeirrar sem Rawls
setur fram. Það er samt einmitt það sem ég hyggst gera.
3. Verðleikar og verðskuldun
Fullbúin verðleikakenning um réttlæti – kenning um að réttlæti sé það sem manni
ber – hefur a.m.k. tvo hluta eða þætti. Annars vegar er það grunnhugmyndin um
hvað verðleikar séu yfirleitt, eða hvaða verðleikar skipti máli. Hins vegar er það
kenning um verðskuldun, þ.e. kenning um samband verðleika og þess sem manni
ber. Áður en ég tekst á hendur að sætta verðleikakenningar og sáttmálakenningar
er rétt að huga nánar að hugtakinu um verðskuldun. Rawls gerir greinarmun á
þrennskonar hugmyndum um verðskuldun.
Í fyrsta lagi, hugmyndin um siðferðilega verðskuldun í ströngum skiln-
ingi, þ.e. siðferðilegt heildarmat á persónuleika einstak lings (og á dygð-
um einstaklingsins) samkvæmt einhverri sið ferði legri kenningu; einnig
siðferðilegt gildi einstakra athafna; í öðru lagi, hugmyndin um réttmætar
væntingar (og samsvarandi hugmynd um tilkall), sem er hin hliðin á
lögmálinu um sanngirni (Theory, §48); og í þriðja lagi, hugmyndin um að
eiga eitthvað skilið samkvæmt almennum reglum sem miða að því að ná
tilteknu takmarki.11
Rawls hafnar því að fyrsta hugmyndin um verðskuldun, hin siðferðilega hug-
mynd, geti verið hluti af eða grundvöllur undir kenningu um réttlæti. Seinni
10 Rawls 1971: 104, þýðing í Þorsteinn Gylfason 1998: 65–66.
11 Rawls 2001: 73.
Hugur 2014-5.indd 158 19/01/2015 15:09:37