Hugur - 01.01.2014, Page 160
160 Ólafur Páll Jónsson
barnsins, ekki aðrir samferðamenn, jafnvel þótt þeir hafi ekki opnað dyrnar og
samt átt þess kost.12
Ef við hugum að þessum ólíku hlutverkum og því hvernig verðskuldun fólks
byggist á þeim, þá verður raunar erfitt að sjá hvernig Rawls getur vikið sér undan
því að taka siðferðilega verðskuldun, þ.e. hvað ég verðskulda sem manneskja, bein-
línis inn í kenningu sína um réttlæti. Þótt stofnanir samfélagsins geti skilgreint
með margvíslegum hætti forsendur þess hvað ég verðskulda sem einstaklingur í
tilteknu hlutverki, getur það hvað ég verðskulda sem manneskja ekki verið slíkri
kenningu óviðkomandi.13
4. Verðskuldun og tækifæri
Rétt eins og verðskuldun er háð stöðu – barn, foreldri, borgari, manneskja o.s.frv.
– er það sem getur komið í veg fyrir að fólki hlotnist það sem því ber einnig háð
stöðu þess og þeim hópum sem það tilheyrir. Ranglæti birtist oft í því að félags-
leg staða einstaklings verður honum hindrun á fullkomlega ómálefnalegan hátt.
Það er ekki síst um ranglæti af þessu tagi sem margvísleg umræða um félagslegt
réttlæti fjallar.14 Fólk mætir hindrunum í lífinu ýmist af einstaklingsbundnum
ástæðum eða af ástæðum sem það rekst á vegna þess að það er í ákveðnu hlutverki
eða tilheyrir tilteknum hópum. Manneskja sem hefur vanrækt að læra að lesa
mætir margvíslegum hindrunum sem verða ekki á vegi þeirra sem eru vel læsir,
blökkumaður í Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að mæta margvíslegum hindr-
unum sem hvít manneskja þar í landi flýgur yfir án þess svo mikið sem að taka
eftir þeim, konur mæta margvíslegum hindrunum sem karlar rekast ekki á (t.d.
glerþakið) einfaldlega af því að þær eru konur, og svo mætti lengi telja.
Réttlætiskenning Rawls kveður m.a. á um hvenær og hvernig ríkisvaldinu beri
að bregðast við og uppræta þær hindranir sem koma í veg fyrir að borgararnir
hafi sanngjörn tækifæri til að lifa góðu lífi. Í þessu sambandi segir Rawls að ekki
sé nóg að ríkisvaldið tryggi borgurunum tiltekin réttindi, heldur verði ríkisvaldið
einnig að sjá til þess að borgararnir geti nýtt sér þau réttindi sem þeir hafa með
viðunandi hætti, þ.e. ekki er nóg að ríkisvaldið tryggi formleg réttindi heldur
verður það einnig að tryggja sanngjarnt gildi þessara réttinda og ákveðið jafnræði
meðal allra borgara samfélagsins:
Kapítalískt velferðarríki hafnar […] sanngjörnu gildi pólitískra frels-
isréttinda, og þótt slíkt ríki leggi nokkra áherslu á jöfn tækifæri, þá er
þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að gera það að veruleika ekki
fylgt eftir. Það leyfir mjög mikinn ójöfnuð í eignarhaldi á raunverulegum
verðmætum (framleiðslutækjum og náttúrulegum auðlindum) þannig
að stjórn efnahagslífsins og verulegs hluta af pólitísku lífi hvílir í fárra
höndum. Og þótt velferðarúrræði kunni að vera býsna rausnarleg og
12 Kristján Kristjánsson, 1996.
13 Kristján Kristjánsson 2006; Ólafur Páll Jónsson 2012.
14 Gestur Guðmundson 2012; Nussbuam 2006; Young 2000, Barry 2006.
Hugur 2014-5.indd 160 19/01/2015 15:09:37