Hugur - 01.01.2014, Page 165
Réttlæti: Stofnanir og verðskuldun 165
7. Afrakstur og verðskuldun í skóla
Hugmynd Rawls um réttlæti gerir ráð fyrir að mikilvægi grunnstofnana sam-
félagsins fyrir réttlæti sé einkum í því fólgið að gera fólki kleift að hafa réttmætar
væntingar og tryggja því sanngjörn tækifæri. Réttlætið – eða ranglætið – birtist
þá í því hvernig grunnstofnanir samfélagsins þjóna þessu hlutverki sínu. Í því
sambandi skiptir máli bæði hvernig virkni þeirra er og hverjir hafa aðgang að
þeim. Sen myndi bæta við að til viðbótar við virkni grunnstofnana samfélagsins
verði einnig að huga að möguleikum fólks og hindrunum sem verða á vegi þess og
sem ekki eru bundnar stofnunum með neinum augljósum hætti.
Sen hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að fólk fái tækifæri til að taka þátt í
lífi samfélagsins – að það sé höfuðatriði réttláts samfélags. Hér skiptir máli að
stofnanir lýðræðislegs samfélags – til dæmis skólar – þjóni því hlutverki að skapa
fólki tækifæri til að umbreyta þeim gæðum sem það ræður yfir (t.d. peningum og
þekkingu) í raunveruleg lífsgæði. Að sumu leyti myndi Rawls taka undir þetta,
þótt umdeilanlegt sé hvort hann geti gengið jafn langt og t.d. Sen í þessu efni.
Í samræmi við þetta ætti skóli að horfa til framtíðar frekar en fortíðar þegar
verðskuldun er metin. Það sem barn verðskuldar, það sem því ber, hvort heldur
sem nemanda eða einfaldlega sem einstaklingi, byggist ekki fyrst og fremst á því
hverju það hefur áorkað heldur fremur á því hvað það getur orðið, hvaða lífi það
getur lifað. Mat á verðskuldun byggist á því að litið sé á það sem þroskaveru, þar
sem verðleikar þess liggja í nútíð og framtíð, í tækifærum þess og möguleikum
á þroskabraut, en ekki í liðinni tíð og unnum verkum. Það varðar ekki mestu að
leggja því til hefðbundin gæði, hvort heldur þekkingu eða fé, heldur skiptir mestu
að tryggja því getu til að umbreyta slíkum gæðum í raunveruleg lífsgæði.
8. Lokaorð
Réttlæti og ranglæti varða ekki fyrst og fremst það sem maður hefur áorkað,
heldur miklu fremur hvað bíður manns. Félagslegt réttlæti og ranglæti snúast
um framtíðina frekar en fortíðina. Að ofan hef ég rökstutt þá afstöðu að bæði
verðleikakenning um réttlæti, eins og Þorsteinn Gylfason talaði fyrir, og stofn-
anakenning um réttlæti, eins og kenning Rawls er, geri ráð fyrir þessu. En ekki
er nóg með að kenningar af þessum tvennskonar toga horfi til framtíðar til að
grundvalla verðskuldun, verðleikakenningar hljóta að leggja ríka áherslu á grunn-
stofnanir samfélagsins sem farvegs þroska og væntinga, og stofnanakenningar
verða að taka siðferðið með – í raun verða þær að ganga að hugmyndum borg-
aranna um siðferðilega verðskuldun gefnum, þótt engin ein slík hugmynd geti
verið grundvöllur siðferðilegrar verðskuldunar fyrir allt samfélagið.
Þetta samspil stofnana annars vegar og þroska og væntinga hins vegar birtist
með einkar skýrum hætti í tilviki barna og skóla. Skóli sem vill kallast réttlátur
eða vill rísa undir því hlutverki að vera grunnstofnun réttláts samfélags verður að
taka það alvarlega að börn verðskulda að litið sé á þau sem þroskaverur sem eiga
sér framtíð. Þetta á við um öll börn, því sérhvert sómasamlega réttlátt samfélag
Hugur 2014-5.indd 165 19/01/2015 15:09:38