Hugur - 01.01.2014, Síða 169
„Ég – Luce Irigaray“ 169
Luce Irigaray hafnar því að verk hennar séu í ætt við rit Simone de Beauvoir
og helst það í hendur við afdráttarlausa höfnun hennar á jafnréttisfemínisma.
Krafa Beauvoir um að „neita að vera Hinn“ er í mótsögn við kröfu Luce Irigaray
„um að vera Hinn með róttækum hætti og yfirgefa [með því ákveðinn] sjón-
deildarhring“ hugsunarinnar. Á sama tíma og hún gengst við því að hafa lesið
skáldverk Beauvoir „sem unglingur“ segist Luce Irigaray aðeins hafa lesið lítinn
hluta Hins kynsins – tímamótaverksins þar sem Beauvoir útfærir sína þekktustu
kenningu um að konan sé óvéfengjanlega Hitt vestrænnar menningar. Luce Irig-
aray hefur orð á því að hafa orðið fyrir miklum „vonbrigðum“ með að Beauvoir
skuli ekki hafa stutt hana þegar hún lenti í erfiðleikum í starfi eftir að hafa gefið
út hið merka og umdeilda heimspekiverk sitt, Speculum á hinn: Konuna3 (Specul-
um de l ’autre femme) (sem einnig var doktorsritgerð Luce Irigaray í heimspeki),
árið 1974. Með því að kalla eftir endurskoðun á handanveru4 hafnar Luce Irig-
aray þeirri afstöðu, sem hún eignar Beauvoir, að „konan sé ávallt staðsett innan
íveru sem hún sé ófær um að yfirstíga“ – líkt og hún álykti að þessi aðgreining
kynjanna árétti – en með öðru flokkunarkerfi – þá kynjuðu stigskiptingu sem
setur heimspeki (orðræðu yfirstigs, í þessari pörun) ofar bókmenntum (orðræðu
íveru). Það er strategískt eða mótsagnakennt að Luce Irigaray skuli viðurkenna
að eiga mesta fræðilega samleið með málfari sem hefur verið eignað karlleika og
hefur markvisst útilokað konur, þ.e. „hinni vestrænu heimspekihefð“.
Beauvoir og Sartre voru sjálfsagt eitt umtalaðasta par síns tíma en Luce Irig-
aray vitnar til sambands síns við Renzo Imbeni er hún ræðir möguleikann á nýju
sambandi karls og konu sem á einnig að skilgreina „öðruvísi sögulegt samband“
og „nýjan sjóndeildarhring“ bæði menningarlega og pólitískt séð. Hún telur að
unga fólkið þyrsti í slíkt samband, sem hægt væri að skilgreina sem „gagnkvæma
virðingu“, „sjálfræði“ og „gagnkvæma væntumþykju“. Það væri þó alltaf byggt á
einhverju sem alltaf hefur skort í vestrænni hefð og er viðurkenningin á hinu
óbreytanlega – á verufræðilegum muni karls og konu. Ljóst er að fyrir Luce Irig-
aray er merking á hinu ofnotaða hugtaki „kynjamismunur“ fyrst og fremst veru-
fræðileg áður en hún er sálfræðileg, líffræðileg, félagsleg eða fyrirbærafræðileg.
Hreinræktuð „reynslubundin“ gerð neitunar gerir aðra konu (eða karl) ólíka hinni
í félagslegri díalektík, en „neitunin milli karls og konu“ er aftur á móti hluti af
verunni sem slíkri og skapar „leyndardóm“, hún er neitun sem – „ólíkt hegelskri
díalektík“ – verður „aldrei yfirstigin“ með einhvers konar afnámi. Beauvoir (hinn
hegelski tilvistarspekingur), jafnréttisfemínistar og raunar talsmenn réttindabar-
áttu samkynhneigðra eru grunlaus um að þessi leyndardómur geymi enn óupp-
götvaða möguleika á nýrri gerð yfirstigs. Aðgreint frá „lóðréttu yfirstigi“ hins
„sifjafræðilega“ sambands foreldris og barns „sem hefur verið ráðandi í hefð okk-
ar“ – að sambandi karls og konu meðtöldu. Líkt og í greinargerð Freuds fyrir hinu
3 [Hér er latneska orðið „speculum“ ekki þýtt yfir á íslensku þar sem latneska orðið hefur einnig
haldið sér í þýðingu titilsins á öðrum tungumálum. Hægt er að lesa útskýringu Luce Irigaray
sjálfrar á titli bókarinnar er líður á viðtalið. – Þýð.]
4 [Handanvera (e. transcendence) er einnig hægt að þýða sem yfirstig og með því er átt við það að
nýta sér frelsi til að fara út yfir íveru (e. immanence), brjótast út úr hinu gefna og nýta sér frelsi sitt
til sjálfssköpunar. – Þýð.]
Hugur 2014-5.indd 169 19/01/2015 15:09:38