Hugur - 01.01.2014, Qupperneq 171
„Ég – Luce Irigaray“ 171
sú reynsla sem sjálfkrafa tilheyri konunni.“ Reynsla ætti að vera skilin díalektískt
sem „ég-hún“ eða „ég-hann“. Þetta viðhorf til reynslunnar er mikilvægur þáttur í
kenningum Luce Irigaray og uppspretta innsæis fyrir femíníska hugsun.
Andstaða Luce Irigaray við það sem hún kallar „frumorðræðu um Luce Irig-
aray“ – hvort sem er í þessu viðtali eða annars staðar – er í samræmi við mikil vægi
díalektíkurinnar í hugsun hennar. Með því að bjóða upp á „útskýringu“ á „athug-
ulan og gagnrýninn“ hátt á sínum eigin verkum myndi hún gera þau móttækileg
fyrir einmitt þeirri tegund „röklegrar formfestu“ sem, að hennar mati, girðir fyrir
samtal og kemur í veg fyrir að kynjamismunurinn fái notið sín. Í þeim tilgangi að
halda textanum „ávallt opnum“ leitast hún við að staðsetja hann „við krossgötur
tvöfaldrar mise en forme“ eða sem „samfund“ milli „bókmenntalegrar formgerðar“
og „röklegrar formgerðar“ – en með því móti samlagast hvorugt hinu. Það hvernig
hún byggir framsetningu sína ávallt á spurnarforminu þjónar sambærilegu mark-
miði: „textinn er alltaf opinn fyrir nýjum skilningi og fyrir framtíðarskilningi“,
einnig „gagnvart mögulegu „þú-i“, mögulegum viðmælanda“. Þrátt fyrir mikil-
vægi þess að viðhalda samtalsstíl verka sinna, eða hugsanlega vegna þess, hefur
Luce Irigaray áhyggjur af mistúlkunum sem hún telur vera margar á textum sín-
um, hvort sem það er vegna þýðingarvillna, vegna þess að lesendur átta sig ekki
á til hvaða kenninga hún er að vísa, eða hvors tveggja. Einnig viðurkennir hún
afdráttarlaust að hún vilji geta stýrt því eins mikið og unnt er hvernig kenningar
hennar breiðast út og eru túlkaðar.
[Luce Irigaray bað um að samtal okkar myndi hefjast á að hún ræddi í stuttu máli um
nýleg verkefni sín og um hvernig verk hennar hafi þróast fram til þessa. Spurningar
okkar hefjast að þessum athugasemdum loknum.]
Luce Irigaray. Hér er bók sem ég ætla að tala svolítið um og heitir Ég elska til
þín (J’aime à toi) en hún er önnur bókin sem ég skrifaði á ítölsku. Þessi bók hefur
notið velgengni og eignast stóran lesendahóp, sérstaklega en þó ekki eingöngu
meðal ungs fólks. Þessar tvær bækur tilheyra þriðja tímabilinu á höfundarferli
mínum en á því leitast ég við að skilgreina nýja fyrirmynd mögulegs sambands
milli karls og konu án þess að annað þeirra lúti hinu. Þetta á það til að skaprauna
sumum femínistum, en þessar bækur gefa mikla von og fá mikil og jákvæð við-
brögð, sérstaklega meðal ungs fólks. Á þriðja tímabili rithöfundarferils míns fjalla
ég, eins og ég nefndi, um hvernig innbyrðis samskiptum tengslasjálfsverundar
(e. intersubjectivity) sem byggja á virðingu fyrir kynjamismun er háttað. Þetta er
verkefni sem ég held að enginn hafi áður tekist á hendur, eitthvað sem er algerlega
nýtt. Annað tímabil höfundarferils míns fólst í að skilgreina þær málamiðlanir
sem gera tilvist kvenkyns sjálfsveru mögulega, það er að segja, annarrar sjálfsveru.
Fyrsta tímabilið var það mikilvægasta því þá urðu til bækurnar Speculum, Þetta
kyn sem ekki er eitt (Ce sexe qui n’en est pas un) og hluti af Siðfræði kynjamismun-
arins (Éthique de la difference sexuélle). Þetta var tímabilið þar sem ég sýndi fram
á hvernig ein sjálfsvera, samkvæmt hefðinni hin karlkyns sjálfsvera, hefði gert
heiminn og túlkað hann út frá einu ákveðnu sjónarhorni. Því eru þetta þrjú tíma-
bil, hið fyrsta er hægt að kalla gagnrýni á sjálfsmiðlægni (e. auto-mono-centrism)
Hugur 2014-5.indd 171 19/01/2015 15:09:38