Hugur - 01.01.2014, Page 173
„Ég – Luce Irigaray“ 173
Sp. Almennt er það sagan sem ákveður það.
Sv. Algerlega, við erum sammála.
Sp. Margir lesendur í Bandaríkjunum treysta á þýðingar til að tengjast höfundarverki
þínu. Í ljósi áhuga þíns á hljóðfræðilegri sérhæfni tungumála, og á því hvernig menn-
ingarleg setlög tungumálsins hafa þróast, hvaða leiðbeiningar getur þú boðið verðandi
lesendum þínum í Bandaríkjunum?
Sv. Ég skil ekki hvað þið eigið við.
Sp. Í grundvallaratriðum: Er mögulegt að þýða höfundarverk þitt?
Sv. Ef höfundarverk mitt – takið eftir því hvernig ég segi þetta – ef vandasamt er
að þýða verk mín, myndi ég segja að vandinn felist fyrst og fremst í setningafræði,
röklegum vanda, frekar en hljóðfræðilegum. Ég tel einnig að það séu tvær hliðar
á vandanum við að þýða verk mín. Sú fyrri, sem ég hef nú þegar talað um, er að
mjög fáir karlkyns eða kvenkyns þýðendur lesa mig raunverulega sem heimspek-
ing og túlka textann þess vegna vitlaust. Auk þess geta þýðingarvillur orðið til
af þeirri staðreynd að ég er að opna fyrir nýtt hugsunarsvið. Til dæmis er einn
miðlægur hluti Speculum kallaður „L’incontournable volume“. Bandaríska konan
sem þýddi þetta gaf kaflanum heitið „Sveigjanlegt rúmtak“ (e. Volume Fluidity). Í
safnritinu sem Blackwell gaf út er kaflinn endurþýddur vegna þess að fólkið hjá
Blackwell og Margaret Whitford endurþýddu það en það eru nýjar villur í þýð-
ingu þeirra. Ítalska þýðingin vakti athygli mína en hún var unnin af einhverjum
hæfum, [kvenkyns] heimspekingi, en fyrir hann var hugsun mín meira eða minna
algerlega ný, alla vega á þeim tíma. En í það minnsta er orðið „incontornabile“ til
á ítölsku. Með „L’incontournable volume“ átti ég einfaldlega við rúmtak sem ekki
væri hægt að ná utan um þar sem það væri opið. Því það þýddi hvorki „sveigj-
anlegt rúmtak“ né „rúmtak án útlínu“. Þetta er er vísun í formfræði kvenlíkamans,
og ég segi þessa formfræði vera opið rúmtak, sem ekki er hægt að ná utan um.
Hægt er að ná utan um lokað rúmtak en ekki utan um opið rúmtak. Hvers vegna
gerir fólk þessi mistök? Því að það hlustar ekki og skortir ímyndunaraflið til að
ná því sem ég á við.
Mig langar til að koma með annað dæmi þar sem þið hafið nefnt þýðingu.
Undirtitill Speculum er de l ’autre femme, og sannarlega var óviturlegt af mér að
gefa því þann titil. Með þessum titli og undirtitli átti ég við tvo hluti. Næstum
allir skildu orðið „Speculum“ einfaldlega sem orðið „spegill“. En titillinn kallar
fram mun meira en þetta: það er vísun í hin evrópsku verk (ég er ekki lengur klár
á því nákvæmlega hvaða tímabil um ræðir) sem tala um „speculum mundi“ – það
er „skuggsjá heimsins“. Það er ekki eingöngu spurning um spegil sem maður sér
sig sjálfan í, heldur um það hvernig hægt er að segja frá heiminum í samtali:
spegill af heiminum, um það hvernig ég ætla að reyna að segja frá heiminum í
hugleiðingum mínum. Það er umfram allt í þessum skilningi sem ég lék mér með
spegilinn, en ekki á einfaldan hátt, því spegillinn þar sem ég, í einföldum skiln-
ingi, sé mig sjálfa, hefur að mestu leyti þjónað því hvernig karlkyns sjálfsverur
Hugur 2014-5.indd 173 19/01/2015 15:09:38