Hugur - 01.01.2014, Síða 174

Hugur - 01.01.2014, Síða 174
174 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson verða til. Og undirtitillinn var jafnvel meira sláandi, því að á frönsku er hann de l ’autre femme. Að því er virðist var þetta óviturlegt af mér þar sem í Speculum leik ég mér stöðugt að orðum. Ég hefði átt að setja kommu á eftir de l ’autre, de l ’autre: femme [af hinum: konu], „hitt“ í merkingunni [en tant que] kona. Á ítölsku varð titillinn Speculum. L’altra donna [Speculum. Hin konan]. Allir héldu að þetta væri spurning um spegilmynd hinnar konunnar – það er, þau töldu þetta vera spurningu um reynslusamband milli tveggja kvenna til dæmis. Það er alls ekki ætlunarverk Speculum. Á bandarísku varð þetta Speculum af hinni konunni (Speculum of the Other Woman). Það er verra, því þar hefði átt að standa Speculum á hina konunna eða á hinn: Konuna. Það hefði verið best. Það var í þessu sem ólík hugsun mín og Simone de Beauvoir birtist. Það er að segja, Simone de Beauvoir hafnaði því að vera Hinn því að hún hafnaði því að vera í öðru sæti í vestrænni menningu. Til að vera ekki Hin sagði hún: „Ég vil vera jafningi karlmannsins; ég vil vera það sama og karlmaður; að lokum, ég vil vera karlmaður. Ég vil vera karkyns sjáfsvera.“ Og þá afstöðu tel ég vera mjög afdrifaríka heimspekilega og pólitíska afturför. Ég sjálf segi að enginn sannur Hinn sé til í vestrænni menningu og það sem ég vil, að sjálfsögðu vil ég ekki vera í öðru sæti en ég vil að til séu tvær sjálfsverur. Því var það „Á hinn: Konuna“. Þetta eru hlutir sem í sameiningu hafa haft í för með sér stórbrotinn misskilining á verkum mínum, svo talið hefur verið að ég sneri á öðru tímabili höfundarferils míns baki við því fyrsta, að ég afneiti fyrsta tímabilinu. Þessi villa er meðal annars tilkomin vegna þýðingarvillna í titli og undirtitli Speculum. Ég hef aldrei verið á móti samkynhneigð, en í Speculum ætlaði ég ekki að vinna með sambandið milli tveggja kvenna. Ég ætlaði að vinna með vandann um Hinn sem konu í vestrænni menningu. Ráðið sem ég gef lesendum er að vera tvítyngd, það er best. Og að lesa, að lesa á ensku og á frönsku og bera saman. Karlkyns og kvenkyns þýðendum myndi ég ráðleggja að tala við mig um þýðinguna. Ég tel það vera mjög mikilvægt að selja ekki texta sem innihalda villur. Líka fyrir þýðendurna, þar sem til eru þýðingar yfir á mörg tungumál rennur upp sá dagur að slæmar þýðingar verða að athlægi, og í millitíðinni tapast nokkur ár í menningarumræðunni vegna vondra þýðinga. Sp. Sem rithöfundur hefur þú staðið gegn tilraunum til að flokka rit þín í kerfi eftir því hvort þau eru skáldverk eða teljast ekki til skáldverka, hvort þau eru heimspekileg eða ljóðræn, langar ritgerðir með persónulegu sjónarhorni eða knappar greiningar. Hvers vegna er mikilvægt fyrir þig að streitast gegn slíkri viðleitni? Hvernig geta lesendur gefið sig að ólíkum skrifum þínum án þess að grípa til þess háttar sundurgreiningar? Sv. Ég átta mig á því að hverju spurningin beinist, þótt ég sé sjálf uppteknari af öðrum hlutum þessa dagana, en ég skal svara á þá leið að þetta er spurning fyrir bókmenntafólk, eða á mörkum bókmennta og heimspeki. Í fyrsta lagi vil ég segja að ég varast flokkun því það að troða sér í flokka er í vestrænni hefð það sama og að samþykkja stigveldi – segjum, milli heimspeki og lista þannig að hið fyrr- nefnda sé æðra. Með því móti er verið að samþykkja að hin listræna sjálfsvera lendi í öðru sæti hjá sjálfsveru sem setur sannleika í fyrsta sæti. Þetta vil ég ekki. Hugsanlega er ég mótfallin þessu þar sem ég er kona. Samkvæmt hefðinni hafa Hugur 2014-5.indd 174 19/01/2015 15:09:38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.