Hugur - 01.01.2014, Síða 174
174 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
verða til. Og undirtitillinn var jafnvel meira sláandi, því að á frönsku er hann
de l ’autre femme. Að því er virðist var þetta óviturlegt af mér þar sem í Speculum
leik ég mér stöðugt að orðum. Ég hefði átt að setja kommu á eftir de l ’autre,
de l ’autre: femme [af hinum: konu], „hitt“ í merkingunni [en tant que] kona. Á
ítölsku varð titillinn Speculum. L’altra donna [Speculum. Hin konan]. Allir héldu
að þetta væri spurning um spegilmynd hinnar konunnar – það er, þau töldu þetta
vera spurningu um reynslusamband milli tveggja kvenna til dæmis. Það er alls
ekki ætlunarverk Speculum. Á bandarísku varð þetta Speculum af hinni konunni
(Speculum of the Other Woman). Það er verra, því þar hefði átt að standa Speculum
á hina konunna eða á hinn: Konuna. Það hefði verið best. Það var í þessu sem ólík
hugsun mín og Simone de Beauvoir birtist. Það er að segja, Simone de Beauvoir
hafnaði því að vera Hinn því að hún hafnaði því að vera í öðru sæti í vestrænni
menningu. Til að vera ekki Hin sagði hún: „Ég vil vera jafningi karlmannsins;
ég vil vera það sama og karlmaður; að lokum, ég vil vera karlmaður. Ég vil vera
karkyns sjáfsvera.“ Og þá afstöðu tel ég vera mjög afdrifaríka heimspekilega og
pólitíska afturför. Ég sjálf segi að enginn sannur Hinn sé til í vestrænni menningu
og það sem ég vil, að sjálfsögðu vil ég ekki vera í öðru sæti en ég vil að til séu tvær
sjálfsverur. Því var það „Á hinn: Konuna“. Þetta eru hlutir sem í sameiningu hafa
haft í för með sér stórbrotinn misskilining á verkum mínum, svo talið hefur verið
að ég sneri á öðru tímabili höfundarferils míns baki við því fyrsta, að ég afneiti
fyrsta tímabilinu. Þessi villa er meðal annars tilkomin vegna þýðingarvillna í titli
og undirtitli Speculum. Ég hef aldrei verið á móti samkynhneigð, en í Speculum
ætlaði ég ekki að vinna með sambandið milli tveggja kvenna. Ég ætlaði að vinna
með vandann um Hinn sem konu í vestrænni menningu.
Ráðið sem ég gef lesendum er að vera tvítyngd, það er best. Og að lesa, að lesa
á ensku og á frönsku og bera saman. Karlkyns og kvenkyns þýðendum myndi ég
ráðleggja að tala við mig um þýðinguna. Ég tel það vera mjög mikilvægt að selja
ekki texta sem innihalda villur. Líka fyrir þýðendurna, þar sem til eru þýðingar
yfir á mörg tungumál rennur upp sá dagur að slæmar þýðingar verða að athlægi,
og í millitíðinni tapast nokkur ár í menningarumræðunni vegna vondra þýðinga.
Sp. Sem rithöfundur hefur þú staðið gegn tilraunum til að flokka rit þín í kerfi eftir því
hvort þau eru skáldverk eða teljast ekki til skáldverka, hvort þau eru heimspekileg eða
ljóðræn, langar ritgerðir með persónulegu sjónarhorni eða knappar greiningar. Hvers
vegna er mikilvægt fyrir þig að streitast gegn slíkri viðleitni? Hvernig geta lesendur
gefið sig að ólíkum skrifum þínum án þess að grípa til þess háttar sundurgreiningar?
Sv. Ég átta mig á því að hverju spurningin beinist, þótt ég sé sjálf uppteknari af
öðrum hlutum þessa dagana, en ég skal svara á þá leið að þetta er spurning fyrir
bókmenntafólk, eða á mörkum bókmennta og heimspeki. Í fyrsta lagi vil ég segja
að ég varast flokkun því það að troða sér í flokka er í vestrænni hefð það sama
og að samþykkja stigveldi – segjum, milli heimspeki og lista þannig að hið fyrr-
nefnda sé æðra. Með því móti er verið að samþykkja að hin listræna sjálfsvera
lendi í öðru sæti hjá sjálfsveru sem setur sannleika í fyrsta sæti. Þetta vil ég ekki.
Hugsanlega er ég mótfallin þessu þar sem ég er kona. Samkvæmt hefðinni hafa
Hugur 2014-5.indd 174 19/01/2015 15:09:38