Hugur - 01.01.2014, Side 175
„Ég – Luce Irigaray“ 175
konur alltaf getað talað og tjáð sig á listrænan hátt frekar en á einfaldan hátt, af
stillingu, eða röklega, og ég vil ekki taka þátt í að bæla þennan tjáningarmáta. Ég
vil heldur ekki halda kyrru fyrir innan bókmenntanna. Ég vildi einnig segja að
ég er mótfallin flokkunum því að umfram allt skiptir það mig máli að opna nýjar
leiðir til að hugsa eftir. Það er, ég vil hugsa. Ég vil ekki einskorða mig við hefð-
bundna flokka rökfræði og skilnings, ekki eingöngu. Til að fallast á þessar nýju
leiðir hugsunar er nauðsynlegt að finna nýja leið til að hugsa, nýja leið til að tala.
Ég er ekki sú fyrsta til að segja það; Nietzsche sagði það, Heidegger sagði það.
Ég tel vera ákaflega mikilvægt að leggja áherslu á hugsun og halda sig ekki innan
röklegra kvía með skýringargreind eða greind sértækrar rökhugsunar. Mig langar
til að finna leið hugsunar sem hefur gleymst í vestrænni hefð.
Sp. Varðandi framkvæmd kvennatals (fr. parler femme) og hlutverk hins ljóðræna í
orðræðu þinni, þá segir þú í viðtali frá 1980 við Suzanne Lamy og André Roy: „ég tel
nauðsynlegt að afbyggja og rökræða, en með annarri gerð af röksemdafærslum, með
aðferðum ákveðinnar afbyggingar á orðræðunni.“ Getur þú gert grein fyrir þessari
„annars konar röksemdafærslu“ sem femínískri íhlutun? Er það á einhvern hátt tengt
því sem þú kallar „aðferð Díótímu“ í „Ást seiðkarlsins“ („L’amour sorcier“) sem þú lýsir
sem díalektík fjögurra tímabila?
Sv. Ég sé að allar spurningarnar eru fremur erfiðar. Ég veit ekki hvað er átt við
með „femínískri“. Eða, nánar tiltekið, til er margs konar notkun á þessu orði, og
því finnst mér erfitt að vera einfaldlega kölluð „femínisti“ vitandi að ég hef ekki
fengið hljómgrunn hjá mörgum öðrum femínistum. Hvernig get ég sagt þetta?
Eru karlar kallaðir „hómínistar“? Ég tel það vera viðurkennt að karlar eru ólíkir
hvað varðar val þeirra, heimspekilegt val, stjórnmálalegt val og svo framvegis. Það
er mjög þreytandi fyrir mig í dag að flokka allar konur – allar konur og karla sem
tengjast náið eða óljóst réttindabaráttu kvenna – sem femínista eða ekki. Það eru
til jafnréttisfemínistar og mismunarfemínistar, bara til að koma með eitt dæmi, og
ég tel að jafnréttisfemínistar verði ekki nokkurn tímann yfirheyrðir um þá aðferð
að breyta röksemdafærslu í þeim tilgangi að afbyggja orðræðu; það er engan veg-
inn þeirra vandi. Þeir vilja vera jafnir körlum, ekki vera eftirbátar þeirra, ekki vera
í öðru sæti. Það sem skiptir mig máli er að gera tvöfalda sjálfsveru mögulega.
Til að gera tvöfalda sjálfsveru mögulega er nauðsynlegt að ég stígi út úr fang-
elsi einfaldrar orðræðu og að ég sýni hvernig þessi orðræða var óhjákvæmilega
einskorðuð við eina sjálfsveru. Ég hef dálitlar áhyggjur af því að kalla þetta, á
óhlutbundinn hátt, femíníska íhlutun.
Við annarri spurningunni hef ég ekki svar sem stendur því ég hafði ekki tök á
því í dag að ná í og endurlesa „Ást seiðkarlsins“, og það eina sem ég vil segja er að
í tengslum við greiningu mína á ræðu Díótímu er að sú samræða er ekki einhlít
(e. homogeneous), það er Díótíma hefur ekki sömu afstöðu í upphafi ræðunnar og
í lokin. Og jafn nýstárlegt og mér þykir upphaf samræðunnar vera, þá ég veit ekki
nákvæmlega hvernig ég á að orða það. Eins mikið og mér líkar upphafið þá finnst
mér að sama skapi endirinn hefðbundinn og lítt áhugaverður.
Hugur 2014-5.indd 175 19/01/2015 15:09:38