Hugur - 01.01.2014, Side 177
„Ég – Luce Irigaray“ 177
Svo haldið sé áfram að svara spurningu ykkar: Ég vil halda því fram að í okkar
hefð séum við á valdi röklegrar formgervingar. Þegar ég nota ekki afdráttarlausar
yfirlýsingar til að útskýra sjálfa mig flyt ég mig frá formgervingu skrifanna með
hjálp röklegrar formgervingar. Þetta er það sem staðsetur mál (fr. parole) mitt á
krossgötum tvöfaldrar mise en forme. Og það gerir fyrst kleift að framleiða ný
merkingaráhrif og umfram allt skilur það textann alltaf eftir opinn (fr. entre-
ouvert) að því leyti að hann er ekki lokaður innan annað hvort röklegrar eða
bókmenntalegrar formgervingar. Þetta er samfundur hinna tveggja. Það þýðir að
textinn er alltaf opinn gagnvart nýrri skynjun og gagnvart framtíðarskynjun og
ég myndi segja gagnvart mögulegum „þér“ (fr. Tu), mögulegum viðmælanda. Það
er það sem ég hef tök á að segja.
Þið spyrjið, „samþykkir þú hugmyndina um að stíll sé kvenlegur?“ Ég ætla að
svara á hátt sem er viljandi fremur hnitmiðaður og fyrir suma ögrandi. Ef þú telur
hið kvenlega vera mismunandi, sem ég trúi að það sé þar sem hið huglæga er
mismunandi, þá er stíll augljóslega mismunandi – þó svo að um sé að ræða hreina
og einfalda tækni. En svo veit ég ekki hvort hægt sé að tala um hlutbundna sjálfs-
veru, kvenkyns sjálfsveru.
Varðandi það hvernig rithöfundur getur þróað stíl sinn, mun ég svara á svipaðan
hátt. Í fyrsta lagi tel ég ekki mögulegt að vera með alhæfingar og mér líkar ekki að
gefa út viðmið fyrir aðra, en ég myndi segja að mér virðist hugsun leyfa útfærslu
á list, ekki eingöngu hugsun en einnig list, því að hún leyfir flótta frá eftirlíkingu.
Flestir sem skrifa eða mála hafa byrjað með eftirlíkingum. Ég tel að sé það gert
kleift muni hugsunin leysa sig frá eftirlíkingu og skapa sína eigin aðferð. Og það
gerir einnig lausn hennar sjálfrar frá hreinræktaðri tækni mögulega.
Sp. Eitt áberandi einkenni skrifa þinna hefur í mörg ár verið notkun á spurnarorðum
til að auka og víkka út áhrifasvið kenninga þinna. Vilt þú gera grein fyrir þessum þætti
„stíls“ þíns?
Sv. Ég tel mikilvægi spurnarorða vera að veita framtíðinni rými, sem þýðir að setja
ekki fram sannleika sem væri hinn eini sannleikur, og að auki að skilja eftir pláss
fyrir hinn, að skilja eftir pláss fyrir leið til hins eða frá hinum til mín. Ég tel það
vera bestu útskýringuna á notkun spurnarmynda. Spurningar eru góð leið til að
komast áfram því leiðin er alltaf opin.
Sp. Í „Bókmenntagreinunum þremur“ sem og annars staðar færir þú rök fyrir því að
það sé frumskilyrði fyrir konur að leggja áherslu á „ég-ið“ og þú kallar einnig eftir
„umbreytingu hins sjálfsævisögulega „ég-s“ yfir í annars konar menningarlegt „ég“.“ En
í „Möguleika á lífi“ hveturðu konur einnig til þess að „gefa aldrei eftir sjálfsverureynslu
sem þekkingarþátt“. Hvernig áhrif hafa þessir þættir á hlutverk „égs-ins“ í þínum eigin
verkum, til dæmis í Speculum og í nýlegri verkum þínum? Byggja kenningar þínar á
þinni eigin „sjálfsverureynslu“ sem konu?
Sv. Ég tel að í þessum spurningum og í því sem þið setjið upp sem mögulegar
mótsagnir hjá mér birtist nokkuð sem fyrir mig er ákveðin blindgata sjálfsver-
unnar. Nei, ég á við ákveðna leið kvenlegrar sjálfsveru til sjálfstjáningar, í það
Hugur 2014-5.indd 177 19/01/2015 15:09:38