Hugur - 01.01.2014, Page 178
178 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
minnsta það sem hún hefur fengið leyfi fyrir í mannkynssögunni, og það sem á á
hættu að verða ákveðin blindgata í frelsun kvenna. Auk þess hafa margar konur
skilið (vafalaust vegna þess að þær höfðu þörf fyrir það) að frelsi fyrir þeim var
einfaldlega það að segja „ég“. Þær hafa byrjað að segja „ég“ og hafa orðið örlítið
týndar í þessu „ég-i“, því að þetta „ég“, eins og heimspekingarnir orða það, á sér
engan veruhátt. Eða þær berjast síðan innbyrðis til að sjá hver segir „ég“ hæst: þitt
„ég“ gegn mínu „ég-i“. Vissulega var mikilvægt að taka áhættuna og segja „ég“, en
það sem mér sýnist vera mikilvægara og í öllu falli ómissandi fyrir það stig sem
við erum komin á er að segja ekki eingöngu „ég“ heldur segja „ég-hún“ (Je-elle) –
það er, að lifa þetta „ég“ og skilgreina það ekki eingöngu sem einfalda sjálfsveru
sem tjáir sig, heldur með tilliti til samræðu milli hins huglæga og hins hlutlæga.
Þá skrifa ég sjálf „ég“ sem „ég merki hún“ (fr. Je indice elle), sem heimilar mér
að gera sjálfsveruna sem er tvær sýnilega, sýna að hún er ekki einstök sjálfsvera
og að koma með tillögu um samtal með spurningum. Til dæmis, hvað er samtal
milli „ég-hún“ og „þú-hún“, samtal milli „ég-hún“ og „þú-hann“, samtal milli
„ég-hann“ og „þú-hún“? Allar þessar spurningar, samtal milli tveggja samtengdra
sjálfsvera, tveggja almennt ólíkra sjálfsvera, verða þá mögulegar.
Þar af leiðandi má segja að ég tel hið hreinræktaða frásagnarlega, sjálfsævi-
sögulega „ég“, eða „ég-ið“ sem tjáir aðeins áhrif, eiga á hættu að verða „ég-ið“
sem tekur aftur að sér það hlutverk sem hefðin hefur úthlutað konum: „ég“ sam-
kenndarinnar, sem konan notar einnig á sínum stað, heimilinu. Ég tel mikilvægt
að fallast á annars konar menningarlegt „ég“ – það er að byggja nýtt viðfang
sem samsvarar ekki áhugalausu „ég-i“ heldur „ég-i“ sem er kynjað og kvenkyns.
Nauðsynlegt er að vera áfram bæði hlutlæg og huglæg. Og að halda sig innan
samtals milli hinna tveggja.
Ég tel það hvernig ég nota „ég-ið“ vera mismunandi og háð hverjum texta fyrir
sig. Sú leið að nota „ég“ á einum tíma í verki mínu er að neita að þykjast gefa
öðrum fyrirmæli um sannleikann; það er úthugsuð aðferð, notuð til að brjótast
frá hefðbundinni heimspekilegri veru og nokkuð sem setur þá staðreynd inn í
sviga að það er „hann“ sem gefur fyrirmæli um sannleikann. Með öðrum orðum:
ég, Luce Irigaray, á þessari stundu í mannkynssögunni; ég tel auðmýkt og eitthvað
einstakt vera til staðar á heimspekilega sviðinu. Á ákveðnum tímum tel ég það
vera díalektíska kænsku, en sérstaklega í nýjustu bókunum, til dæmis í Verandi
tvö, eru mörg díalektísk brögð strax til staðar í titlinum en einnig í innihaldi
textans, þar sem ég reyni að skilgreina hvað gæti falist í tvöfaldri tjáningu (fr. une
parole à deux) sem felur í sér virðingu fyrir „ég-inu“ og „þú-inu“. Því nota ég „ég-
ið“ einnig til að leggja til samræður (fr. discours). Staðreyndin er sú að ég get ekki
boðið upp á eina útskýringu sem myndi eiga við um safn verka minna.
Já, ég byggi á eigin reynslu ef það merkir að ég skrifa ekki eða hugsa algerlega
á óhlutbundinn og tilfinningalausan (fr. insensible) hátt. Sannleikurinn sem ég
tala um er einnig skynjanlegur sannleikur, sem breytist með reynslu. Reynslan
getur verið milliliðalaus skynjun eða andleg. Ég get sagt það, ég get líka sagt að
ég hugsa ekki eingöngu í þeim tilgangi að aðskilja mig frá hugsun annarra. Svo
að já, það tengist minni persónulegu reynslu – en ég vil ekki að þið orðið það
Hugur 2014-5.indd 178 19/01/2015 15:09:38