Hugur - 01.01.2014, Qupperneq 182
182 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
bragð er ekki algerlega línulegt því það kemur hingað, fer þangað, kemur aftur
upp í rúmið og fer úr rúminu. Það er þó nokkuð flóknara en einfaldlega línulegt.
Talaði ég sjálf um sjálfsfróun?
Sp. Það getur verið að þú hafir sagt „sjálfsfrygð“ (e. autoerotic).
Sv. Það er strax betra. Það er ekki algerlega það sama. Sjálfsfrygð, já, en það er
ekki sjálfsfróun. Að því marki sem það er látbragð yfirráða er það ekki algerlega
sambærilegt. Ég tel vera villur í spurningunni, eða í það minnsta villur í tengsl-
unum milli [enska] textans og mín. Auk þess stilli ég í þessum texta þríhyrningn-
um upp gegn hringnum, sérstaklega þríhyrningi sérhljóða. Ég legg til andstöðu
sérhljóða, hins hljóðfræðilega munar milli litlu stúlkunnar og litla drengsins, því
að ég tengi, tel ég, orð litlu stúlkunnar við Om-ið, hið helga atkvæði Austurlanda
fjær. Það sem ég vil segja um þetta, og það sem mér virðist áhugavert, er að þegar
fólk finnur mótsagnir í verkum mínum, þá á það til að ofureinfalda. Hér eruð þið
tilbúin, myndi ég segja, til að stilla hinu líffræðilega upp gegn hinu menningar-
lega. En að sjálfsögðu er þetta ekki einfaldlega spurning um anatómíu; þetta er
spurning um sambandið milli tveggja sjálfsvera. Tengsl litla drengsins við móður
hans er ólíkt sambandi litlu stúlkunnar við hana. Í þeim tilgangi að staðsetja sig
augliti til auglitis við móðurina verður litli drengurinn að hafa snilldaráætlun þar
sem hann upplifir sig í mjög erfiðum aðstæðum. Hann er lítill drengur. Hann
kom út úr konu sem er ólík honum. Sjálfum mun honum aldrei takast að geta af
sér, fæða. Hann er því í rými óútskýranlegs leyndardóms. Hann verður að gera
áætlun um að halda sér frá því að verða kaffærður, gleyptur. Fyrir litlu stúlkuna
er það gjörólíkt. Hún er lítil kona fædd af annarri konu. Hún er kynjuð eins og
móðir hennar; þannig fylgir því eins konar hátíð að vera hún sjálf og í að leika við
sig. Fyrir litla drenginn er nauðsynlegt að skapa veröld í þeim tilgangi að skapa sig
sjálfan. Það er mjög mjög ólík staða. Það er ekki einfaldlega líffræðileg spurning;
það er einnig spurning um tengsl. Það er frumskilyrði að gleyma því ekki að hið
líffræðilega er alltaf flækt í tengsl.
Nú, ég er ekki viss um að litli drengurinn fallist aðeins á tungumál á þenn-
an hátt. Það var Freud sem sá þetta einn daginn og ákvað að það væri svo. Ég
tel drengi fallast á tungumál meira í samræmi við samband sjálfsveru og við-
fangs – og þetta er staðfest af málvísindalegum rannsóknum – og stúlkan meira
með sambandi sjálfsveru og sjálfsveru. Til dæmis segir litla stúlkan við móðurina:
„Mamma, viltu leika við mig?“ Með öðrum orðum er það lítið „ég“ sem talar
við [kvenkyns] „þig“ (fr. une Tu) og leggur til að eitthvað sé gert saman á meðan
móðirin hefur réttinn til að svara. Litli drengurinn segir „ég vil lítinn bíl“ eða „ég
vil leika með bolta“. Hann leggur mun minni áherslu á „saman“ (fr. ensemble) og
enn minni á þessi tvö, og almennt spyr hann ekki um álit hins. Hann notar ekki
spurningar eins og litla stúlkan.
Verður þá að breyta þessu látbragði? Nei, það finnst mér alls ekki. Ég tel, og
þetta líkist því sem ég leitast við að gera í nýju bókunum mínum tveimur, að
hin sifjafræðilegu tengsl eru lóðrétt tengsl með lóðréttu yfirstigi. Ef við verðum
fær um lárétt samskipti milli fullorðins karls og fullorðinnar konu með láréttu
Hugur 2014-5.indd 182 19/01/2015 15:09:39