Hugur - 01.01.2014, Page 183
„Ég – Luce Irigaray“ 183
yfirstigi, það er án þess að dregið sé úr „ég-kona“ (Je-femme) og „þú-karl“ (Tu-
homme) – ef kona myndar sína eigin sjálfsverund getur hún hjálpað karlinum
að stíga út úr einföldu eða flóknu sambandi hans við móður sína með láréttu
sambandi milli karlsins og konunnar, með því að taka frí frá hinum sifjafræðilegu
tengslum sem hafa ráðið yfir hefðum okkar og með því að reyna að skilgreina nýtt
þroskað samband, lárétt samband milli tveggja kynja með aðstoð neitunarinnar,
hlutdeild óbreytileikans, hlutdeild mismunarins. Hægt er að ráðleggja móðurinni
að tala á ólíkan hátt við stúlkuna og drenginn, því ef litla stúlkan segir við móður
sína „mamma, viltu leika við mig?“ eða „mamma, má ég greiða á þér hárið?“ er það
hluti af samtali hennar sem flæðir til móður hennar. Tjáning sem fer frá móður
til dóttur gæti verið „taktu til í herberginu þínu ef þú vilt horfa á sjónvarpið“ eða
„náðu í mjólk á leið þinni heim úr skólanum“. Það er, hún bælir samtalið; hún kæfir
það að „gera saman“ (fr. faire ensemble). Litla stúlkan sem stígur inn í tungumál og
fær þessi viðbrögð frá fyrsta lífsförunauti sínum – það er mjög alvarlegt. Á sama
tíma er það svo að þegar hún fer í skóla mun karlkyns lífsförunaut vera þvingað
upp á hana á skyldurækinn hátt. En þegar litli drengurinn segir „ég vil lítinn bíl,“
segir móðirin setningu á borð við: „Viltu að ég komi og kyssi þig uppi í rúmi
áður en þú ferð að sofa?“ Það er, hún spyr drenginn fleiri spurninga en stúlkuna.
„Þú-ið“ sem litla stúlkan hafði gefið henni gaf hún litla drengnum. Hægt væri að
kenna móðurinni og kennurunum að vera meira vakandi gagnvart orðræðu litlu
stúlkunnar. Ég tel mest eyðileggjandi þáttinn í menningu okkar (goðsagnirnar
segja það sama, t.d. þegar guð undirheimanna nemur Koru [Proserpínu] á brott)
vera þann að tapa spurningum litlu stúlkunnar, orðæðu hennar. Jafnvel enn frem-
ur en orðræða móðurinnar er orðræða litlu stúlkunnar eyðilögð.
Sp. Þú ert starfandi sálgreinir og hefur skrifað þó nokkrar greinar um lækningartækni
sálgreinenda. Að hversu miklu leyti getur sálgreining legið hinni kynjuðu endurupp-
byggingu tungumálsins til grundvallar, eins og þú hefur lagt til, séstaklega með tilvís-
un í tengslin milli „ég“ og „þú“? Getur sálgreining þjónað á annan hátt sem fyrirmynd
fyrir sameiginlega menningarumbreytingu? Hvaða þættir í klínískri tækni virðast
helst gefa fyrirheit um það?
Sv. Ég var starfandi; ég starfa ekki núna. Ég er ekki viss um að ég skilji spurn-
inguna. Ég myndi segja að Freud með sínum sálgreiningarlíkönum tali lítið um
kynjamismun, fyrir utan á líkamlegan hátt, ekki hvað varðar tengsl. Hann talar
mikið um sifjafræði og um geldingu. Fyrir honum er það fyrirmynd hins farsæla
pars þegar konunni tekst að verða móðir litla drengsins og tekst með þeim hætti
að verða móðir eiginmanns síns. Það eru í raun ekki nein pör hjá Freud. Og mikið
tal um geldingu. Ég myndi sjálf segja að gelding virðist óþarfur hlutur frá þeirri
stundu sem hugsað er út frá tveimur sjálfsverum. Á þennan hátt væri mismunur
– raunverulegur og ekki eingöngu fræðileg viðurkenning, raunverulegur en ekki
eingöngu fræðilegur sjónleikur kynjamismunar – forréttindastaða fyrir mig til
að iðka sálkönnun. Það er að skila mismuninum stöðugt til baka til sjúklingins,
endurkasta mismuninum til sjúklingsins í lífi hans eða hennar og umfram allt við
að skapa tvö.
Hugur 2014-5.indd 183 19/01/2015 15:09:39