Hugur - 01.01.2014, Side 184
184 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
Ég hef ekki skrifað svo mikið um tækni sálgreiningar.9 Ég er ekki viss um að ég
geti svarað þessari spurningu vel og ég veit ekki hvort ég skilji hana fullkomlega.
Ég er að vinna að uppkasti að samskiptum fyrir innlegg sem ég ætla að vera með
á Ítalíu í næstu viku. Um tíma lagði ég til að samfélagið eða hið félagslega yrði
endurreist í gegnum samfundi milli tveggja. Þetta var til að flýja frá óhlutbundnu
líkani samfélags sem var án tengsla við hið líkamlega, alræðissamfélagi, einnig til
þess að auka þátttöku mína í pólitísku lífi. Ef ég samþykki að það eru aðrir sem
taka ákvarðanir fyrir mig, þá er ég fullkomlega vanmáttug. Ég get ekkert gert.
Fyrir nokkrum árum, sökum kjarkleysis, ákvað ég að ég myndi hefja hverja stund
dagsins á tengslum tveggja. Það gekk ekki svo illa, sem er áhugavert. Augljóslega
eru þessi tvö mögulega alltaf tvö staðsett innan kyns (e. sexuate) . Erfitt er að út-
skýra það, en fróðlegt, því að milli karls og konu er neitun, tegund af óbreytileika
sem er ekki til milli konu og konu. Segjum að milli karls og konu sé neitunin (fr.
négativité), þori ég að halda fram, af verufræðilegri, óbreytilegri gerð. Milli konu
og annarrar konu tengist það reynslunni og getur þar að auki aðeins skilist og
verið til staðar í verufræðilegum mun milli karls og konu. Það er flókið.
Þetta er svolítið eins og stef sem snýr reglulega aftur í bókinni minni, og er
raunar heiti á kafla í henni, „Þú sem munt aldrei verða ég eða mín“ („Toi qui ne
sera jamais moi ni mien“).10 Ef ég segi þetta við þig [lítur á Gaëtan Brulotte], er
það satt.11 Ef ég horfist í augu við raunveruleikann verður þú aldrei ég eða minn
því að við erum ólík og að auki vegna þess að við erum hvort fyrir sig mismun-
andi skurðpunktar náttúru/menningar eða náttúru/tengsla sem er ekki það sama.
Þú hefur annars konar líkama, þú ert í öðrum tengslaheimi. Milli okkar er raunar
leyndardómur. Já, það er óbreytanlegur leyndardómur milli karls og konu. Það er
alls ekki sama gerð leyndardóms sem er til staðar milli konu og konu eða milli
karls og karls. Það er ekki sambærilegt. Ég veit ekki hvort það sé auðvelt að skilja
þetta. En ég held að það sé vegna þess að þar get ég staðsett muninn og neitunina
sem ég mun aldrei yfirstíga, öfugt við til dæmis hegelíska neitun, það er vegna
þess að ég staðset það þarna sem ég get virt mismuninn alls staðar: mismuninn
milli annarra kynþátta, mismun á kynslóðum og svo framvegis. Vegna þess að ég
hef sett sjóndeildarhring mínum, valdi mínu, takmörk. Og ég get ekki sett þessi
mörk neins staðar nema þarna, því þar [milli karls og konu] eru þau raunveruleg.
Ég get ekki sett þau á sama hátt gagnvart annarri konu, þar sem þau eru mun
óraunverulegri, því að við [hún og ég] erum ekki á mótum náttúru og menningar.
Það er óekta. Ef ég set mörkin þar á ég á hættu að vinna henni tjón eða mér. Ef
ég set þau milli okkar [Gaëtan Brulotte sem karlmanns og Luce Irigaray sem
konu], held ég ekki að það særi þig þegar ég segi: „þú sem munt aldrei verða ég
eða minn“. Það skaðar þig alls ekki, nema þú hafir nú þegar, á ímynduðu sviði,
9 Skrif Luce Irigaray um tækni sálgreiningar má finna í „Tilburðir í sálgreiningu“, í Kyn og sifja-
fræði (Sexes et Parentés), „Takmörk tilfærslunnar“, í Irigaray-lesbók (The Irigaray Reader), „Mögu-
leiki sviðsins“ og „Tjáningin í sálgreiningu“, báðar í Að tala er aldrei hlutlaust (Parler n’est jamais
neutre).
10 Um er að ræða kafla í bókinni Ég elska til þín (J’aime à toi).
11 Gaëtan Brulotte þýddi viðtalið meðan á því stóð í París og afritaði einnig franska gerð viðtalsins.
Elizabeth Hirsh þýddi franska textann síðan yfir á ensku.
Hugur 2014-5.indd 184 19/01/2015 15:09:39