Hugur - 01.01.2014, Page 186
186 Elizabeth Hirsh og Gary A. Olson
ingarlegan vanda auk hins einstaklingsbundna. Hver er staða hins læknisfræðilega,
hugmyndarinnar um heilsu og lækningu í verkum þínum?
Sv. Ég hef sagt að það sé gríðarlega sjúkdómsvaldandi fyrir stúlkur að standa alltaf
frammi fyrir fyrirmyndum og ásýnd karlkyns sifjafræði. Ég myndi segja að það
sem vekur æ meiri áhuga hjá mér er hamingja, og ég myndi segja að það að vera
við góða heilsu geti stuðlað að hamingju. En sambandið við hamingjuna fremur
en við hið venjubundna er, í fáum orðum sagt, flókið.
Sp. Þú kallar eftir nýrri siðfræði sambanda, að því er virðist með tilvísun í ólíkar
gerðir para, móður og dóttur, systur og bróður, til dæmis, auk föður/sonar og móður/
sonar, para sem enn festa sifjafræði feðraveldisins í sessi. En þú hefur sagt að að þínu
mati séu „karl og kona leyndardómsfyllsta og mest skapandi sambandið“. Hvílir verk-
efnið sem felst í að skapa „menningu mismunar“ og að gagnrýna það sem þú hefur
kallað „hina karlkyns samkynhneigðu ímyndun“ [the hom(m)osexual imaginary]
á uppröðun kynhneigðar þannig að lesbíur og hommar eru ekki eins leyndardómsfull
eða skapandi og karls-konu-sambandið? Hvaða lagalega samband er milli réttinda
kvenna og réttinda kynferðislegra minnihlutahópa?
Sv. Ég tel mig hafa svarað þessari spurningu að hluta þegar ég talaði um neitunina,
um óbreytanleika annarra, um lárétt yfirstig. Mér virðist sem munurinn á öðrum
Hinum (e. other Others), til dæmis munurinn á Hinu (e. Other) af sama kyninu,
sem fyrir mér er ekki það sama og munurinn á einhverjum sem er af öðru kyni.
Athugið að það er grundvallaratriði að rugla ekki gagnrýni minni á hina vestrænu
sam(karl)kynhneigðu (e. hom(m)osexual) ímyndun, það er heimi karlkyns sjálfs-
verunnar sem getur einungis hugsað sig sjálfa milli karlkyns sjálfsvera – hom(m)o-
sexual með „m-inu“ innan sviga – semsé að rugla ekki þessari gagnrýni, þessari
hugmyndafræðilegu og menningarlegu hom(m)osexualité við samkynhneigð. Það
er ekki sami hluturinn. Mitt verk fjallar um tengsl kynjamismunar; það þarf ekki
að krefjast þess að ég skapi verk annarra. Ég hugsa að í dag sé meiri hætta á því að
vera vitsmunalegur kapítalisti og trúa því að maður geti talað um allt, um ekkert,
um alla, óháð sinni eigin reynslu. Um karls-konu-sambandið hef ég margt annað
að segja. Ég hugsa að þegar fólk hefur litið eitthvað á nýju bækurnar mínar muni
það skilja allt sem ég hef gert sem leið til þeirra.
Og síðasti hluti spurningarinnar kætir mig þar sem segir: „Hvaða lagalega
samband er milli réttinda kvenna og réttinda kynferðislegra minnihlutahópa?“ Í
Frakklandi frá því 1980 hafa samkynhneigðir haft sérstök réttindi en konur njóta
þeirra ekki lengur. Það er, þær eru flokkaðar sem menn (fr. hommes) með tilliti
til réttar síns. Þær hafa sín réttindi eingöngu sem hlutdeild í réttindum karla.
Sem konur hafa þær engin sönn réttindi. Í Frakklandi í dag beinist meiri athygli
að minnihlutahópum en að þeim helmingi mannkyns sem kallaður er konur.
Mín skoðun er sú að það sé vegna þess að innan hinna minnihlutahópanna geti
feðraveldið haldið þeirri hefðbundnu stöðu sinni að gefa af örlæti sínu til minni-
hlutahópa. Aftur á móti er ekkert feðraveldi lengur til staðar í hinu lárétta karls-
konu-sambandi. Við erum tvær jafnar sjálfsverur, og það að skapa nýtt samband
Hugur 2014-5.indd 186 19/01/2015 15:09:39