Hugur - 01.01.2014, Side 187
„Ég – Luce Irigaray“ 187
er í grunninn það sama og að finna upp nýja félags-menningarlega skipan. Einnig
hugsa ég að það sé mikilvægt að rugla ekki kynferðislegu vali við kynjamismun.
Fyrir mig er kynjamismunur grundvallarþáttur í félags-menningarskipaninni;
kynferðislegt val er aukaatriði. Jafnvel ef maður velur að vera áfram meðal kvenna
er nauðsynlegt að leysa vanda kynjamismunar. Og á sama hátt ef maður verður
áfram meðal karla.
Sp. Til að enda þetta höfum við þá hefð að leggja fyrir eftirfarandi spurningu: Ert þú
meðvituð um einhvern mislestur eða misskilning á verki þínu sem þú vilt fjalla um
hér?
Sv. Það eru vissulega þýðingavillur; ég hef gefið ykkur dæmi. Það eru túlkunarvill-
ur sem tengjast ýmsu sem ég hef þegar bent á: helstu villurnar koma til af því að
ekki er gætt nægjanlega að heimspekimenntun minni, og sérstaklega sambandi
mínu við verufræði og neitunina. Á sama hátt koma villur til við það að rugla
vísindagrein við fræðigreinina heimspeki, sem er ekki það sama. Augljóslega legg
ég gildrur fyrir lesandann eins og ég get í samræmi við fjölbreytta menntun mína,
málvísindi, sálfræði, sálgreiningu, bókmenntir (fyrsta nám mitt var í bókmennt-
um) og, á sama tíma, heimspekimenntun. Því beiti ég vísindalegum vinnubrögð-
um; stundum greini ég samtal einungis með notkun vísindalegra vinnubragða.
Grundvallandi, það sem ég kem aftur og aftur að í túlkun, er held ég að lokum
ákveðinn heimspekilegur grundvöllur. Það þýðir að þegar ég er eingöngu lesin
sem sálgreinir eða sem málvísindamanneskja, týnast nokkur stig hugsunar minn-
ar auk ásetnings og túlkunar í verki mínu.
Það er einnig önnur villa sem þarf að minnast á. Ég held að Simone de Beauvoir
hafi sagt að konan sé áfram innan víddar íveru og sé ófær um handanveru. Þann
leyndardóm þekki ég ekki! – en yfirstig er eitthvað sem vekur mjög áhuga minn.
Oft er aðferðin við að lesa og túlka mig of íverandi, of tengd nálægð og uppspretta
og tilvísun verksins eru misskildar. Það er satt að konan sem er í tengslum við
yfirstig og við hið forskilvitlega með raunverulegum fremur en formlegum hætti
er nokkuð sem er allt of sjaldgæft. En ég myndi segja að það hafi verið nokkuð
af því í mínu lífi.
Önnur villa sem gerð er þegar tengingar eru eignaðar mér sem eru ekki mínar:
til dæmis er sagt að ég sé dóttir Simone de Beauvoir og að ég hafi ekki viðurkennt
uppruna hugsunar minnar nægilega í tengslum við hana. En það er vegna þess
að ég er ekki dóttir Simone de Beauvoir. Ég þekki verk hennar ekki vel. Ég las
skáldsögur hennar þegar ég var ung kona. Fyrir tveimur árum reyndi ég, nem-
enda minna vegna, að líta aftur á Hitt kynið; raunar las ég það árið 1952 en las
einungis innganginn og örlítið af fyrsta kaflanum, en þetta er alls ekki uppspretta
verks míns. Og ég hef jafnvel sagt nýlega frá því þegar Speculum kom út og ég
sendi Simone de Beauvoir bókina, og ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar
hún svaraði mér ekki. Miklum vonbrigðum, sérstaklega því að ég lenti í miklum
erfiðleikum vegna Speculum. Ég var útilokuð frá háskólanum, og eftir það gat ég
ekki fengið kennarastöðu í Frakklandi. Ég hef ekki enn fengið slíka stöðu. Svo
ég er ekki dóttir Simone de Beauvoir; ég hugsa að mínar kenningalegu tengingar,
Hugur 2014-5.indd 187 19/01/2015 15:09:39