Hugur - 01.01.2014, Page 190
190 Franco „Bifo“ Berardi
í holdinu. Efnahagslegt gildi getur af sér hærra efnahagslegt gildi án þess að eiga
sér upphaf í framleiðslu varnings og efnislegra gæða.
Hins vegar á þessi sjálfvæðing sér stað með (verðmætabundinni) merkingar-
skráningu orðsins. Í ritgerð sinni „Þegar orð eru gulls ígildi“ („Quand les mots
valent de l’or“) ræðir Frédéric Kaplan um merkingar-skráningu tungumálsins
innan ramma leitarvéla internetsins. Þegar leitarvélin Google er notuð sjá tvö
reiknirit um að ákvarða málvísindalega merkingu og laga að hagfræðilegu gild-
ismati: annað reikniritið finnur margvísleg tilvik þar sem orðið kemur fyrir á
vefnum, hitt hlekkjar orðið við fjárhagslegt verðmæti.
Ef merkingarmöguleikar tungumáls eru heimfærðir á táknkerfi framleiðslu-
ferlis markaðshyggjunnar tapast tilfinningalegt áhrifavald tungumálsins.
Saga þessarar heimfærsluaðgerðar á sér stað á tuttugustu öld samhliða þróun
ljóðlistar sem bæði boðaði og spáði fyrir um aðskilnað tungumálsins frá áhrifa-
sviði tilfinninga. Allar götur síðan Rimbaud kallaði eftir „[vísvitandi] ruglingi
skilningarvitanna“ (fr. dérèglement de tous les sens) hafa skáld gert tilraunir til að
gleyma föstum viðmiðum og sjálfvæða táknmyndina.
Tilraunir frönsku og rússnesku táknsæisstefnunnar urðu til þess að orðið rofn-
aði frá (grunn)merkingarlegum tilvísunum sínum í veröldina. Á sama tíma juku
skáld stefnunnar möguleika tungumálsins til tilvísunar upp úr öllu valdi svo túlk-
unarleiðirnar urðu óteljandi. Orð ollu hugljómunum fyrir sakir fjölmerkingar-
fræðilegs sambands þeirra við önnur orð.
Þessi leikur með tilvísanir innan tungumálsins markaði aðdragandann að alls-
herjarframgangi þeirrar merkingar-skilyrðingar sem átti sér stað þegar hagkerfið
varð að tákn-hagkerfi. Fjármagnsvæðing markaðshyggjuhagkerfisins verður til
þess að sambandið milli atvinnu og beinnar gagnsemi rofnar, sem og sambandið
milli samskipta og líkamans. Á sama hátt og táknsæisstefnan gerði tilraunir með
að skilja málvísindalega táknmynd frá grunnmerkingum og tilvísunum aðskilur
fjármálamarkaðshyggjan, eftir að hafa tileinkað sér aðferðafræði málvísinda, hina
peningalegu táknmynd frá tilvísunum í efnisleg gæði.
Verðmæti eru eingetin afurð efnahags-gildisins sem getur af sér peninga í gegn-
um peninga án skapandi íhlutunar efnis eða notkunar líkama og vöðva. Félagslegt
og málfræðilegt áhrifavald er virt að vettugi við fjárhagslega einæxlun, sem leysir
upp afurðir mannlegrar athafnasemi, og þá sérstaklega afurðir sam eigin legrar
táknfræði.
Orðið tekur ekki lengur þátt í sameiningu tilfinningalegra og líkamlegra tjáskipta,
heldur tekur það að virka sem táknræn, hagnýt og fyrirfram skilgreind tenging í
hliðstæðu merkjamáli hagkerfisins. Við þessa táknrænu endurröðun orðsins tapar
það óútreiknanlegum og líkamlegum sameiningarmöguleikum sínum og verður að
stopulli aðgerð (í stað samfelldrar) og formlegri (í stað eðlislægrar).2
2 [Sameining (e. conjunction) og tengsl (e. connection) eru tvö lykilhugtök sem Berrardi stillir upp
aftur og aftur sem andstæðum í bók sinni The Uprising: „Sameining og tengsl eru tvö mismunandi
félagsform samfélagslegra samtenginga. Að sameinast þýðir að einn verður að öðrum, á lifandi
hátt, í ótútreiknanlegum samtengingum líkama, á meðan tengsl gefa til kynna lífræna heild þar
sem samvirkni hefur þegar verið smættuð í samþýðanlegar málfræðieiningar. […] Að sameinast
þýðir að einn verður að öðrum. Andstæður munur á sér stað þegar tengsl eiga í hlut þar sem hver
Hugur 2014-5.indd 190 19/01/2015 15:09:39