Hugur - 01.01.2014, Side 191
Sjálfvæðing tungumálsins 191
Árið 1977 skrifaði bandaríski mannfræðingurinn Rose Khon Goldsen eftirfar-
andi setningu í bók sína The Show and Tell Machine: „Við erum að ala af okkur
nýja kynslóð sem mun læra fleiri orð með samskiptum sínum við tæki en hún
lærir af mæðrum sínum.“ Sú kynslóð er nú komin á legg. Þessi kynslóð hagnýtra
tenginga, sem er að koma fram á sjónarsviðið í dag, þjáist af samkenndarleysi og
meinvirkum áhrifum sjálfvæðingar orðsins.
Ljóðlist og ósjálfvæðing tungumálsins
Við höfum of marga hluti en ekki nógu mörg form
Gustave Flaubert, Préface à la vie d’écrivain
Formið heillar þegar maður hefur ekki lengur afl til að
skilja afl í sjálfu sér
Jacques Derrida, L’écriture et la différence
Röddin og ljóðlistin eru tvær aðferðir til þess að endurvirkja tungumálið.
Einu sinni sá ljóðlistin fyrir sjálfvæðingu tungumálsins og fráhvarfinu frá til-
vísunum; nú getur ljóðlistin byrjað að endurvirkja hina tilfinningalegu heild, og
þar af leiðandi samfélagslegan einhug, með því að endurvekja samband löngunar-
innar og framsagnarinnar.
Í bók sinni Tungumálið og dauðinn (Il linguaggio e la morte) segir Giorgio Agam-
ben að röddin sé sá vettvangur þar sem merking og hold sameinast. Röddin er
líkamlegur einstakleiki merkingarferlisins og hana er ekki hægt að smætta niður
í hlutbundna aðgerð innan tungumálsins þrátt fyrir (ítrekaðar) vísindarannsóknir
sem reyna að kerfisbinda röddina og ljá henni merkjanlega reglufestu.
Í þessum skilningi er ljóðlistin rödd tungumálsins: ljóðlistin endurvekur sam-
hengisvirkni (deixis, sjálf-merking) framsagnarinnar.3 Ljóðlistin er ívera raddar-
innar, líkamans og orðsins, þar sem þessir þættir geta af sér skynræna merkingu.
Á meðan notagildi hins hlutbundna orðs felur í sér að framsögnin sé smættuð
orðaliður helst aðgreindur og hefur aðeins hagkvæma virkni. Einstakleiki einhvers breytist við að
sameinast öðrum einstakleika og báðir verða að einhverju öðru en þeir voru fyrir sameininguna.
Ást breytir elskandanum og áður óþekkt merking kemur upp við samsetningu ómerktra mál-
tákna.
Tengsl eru ekki samruni mismunandi þátta, heldur leiða þau af sér einfalt vélrænt notagildi.
Notagildi efnishlutanna sem tengdir eru kemur óbeint fram í hagnýtri forskrift sem samhæfir þá
og gerir samverkunarhæfa. Til þess að tengsl geti átt sér stað verða einstakir þættir að vera mál-
fræðilega samþýðanlegir. Tengsl krefjast þess að þeir orðaliðir sem á að tengja séu gerðir fyrirfram
samþýðanlegir.“ – Þýð.]
3 [Berardi notar hérna hugtakasamhengið deictic function sem ég kalla samhengisvirkni. Orðið
„deictic“ er dregið af gríska hugtakinu deixis (e. demonstration) og er notað yfir orð og orðasam-
bönd sem hafa svokallaða ábendingarvirkni. Ábendingarorð eru orð eins og þetta, sá, hún, áðan,
þessi og hljóta þau gildi sitt af ytra samhengi og tengingum en eru þýðingarlaus ein og sér. Hægt
að mynda með þeim skiljanlegar setningar án ytra samhengis en þær væru að öllu merkingar-
lausar í hliðstæðum skilningi við ytri reynsluheim, t.d. „hún fór þangað með henni eftir þetta“.
– Þýð.]
Hugur 2014-5.indd 191 19/01/2015 15:09:39