Hugur - 01.01.2014, Page 193
Hugur | 26. ár, 2014 | s. 193–200
Martin Heidegger
Minningarræða
Látum mín fyrstu opinberu orð í heimabæ mínum vera þakkarorð.1
Ég þakka heimahögunum fyrir allt sem þeir hafa gefið mér á langri vegferð
minni um lífið. Í hverju þetta góða vegarnesti fólst reyndi ég að skýra á nokkrum
síðum undir titlinum „Akurslóðinn“ („Der Feldweg“) sem birtust fyrst árið 1949
í hátíðarriti sem gefið var út til að minnast hundrað ára dánarafmælis Conrad-
ins Kreutzer.2 Ég þakka Schüle bæjarstjóra fyrir að bjóða mig svo hjartanlega
velkominn. Og ég er sérstaklega þakklátur fyrir þau forréttindi að fá að flytja
minningarorð við hátíðarhöldin í dag.
Háttvirtu hátíðargestir!
Kæru sveitungar!
Við erum hér saman komin til að minnast samsveitungs okkar, tónskáldsins
Conradins Kreutzer. Til að heiðra mann sem hefur þá köllun að vera skapandi,
verðum við umfram allt að heiðra verk hans með tilhlýðilegum hætti. Þegar tón-
skáld á í hlut er það gert með því að flytja tónverk þess.
Í dag hljóma tónsmíðar Conradins Kreutzer í söng og kór, í óperu og kammer-
tónlist. Í þessum hljómum birtist listamaðurinn sjálfur; því nærvera meistarans í
verkinu er hin eina sanna. Því mikilfenglegri sem meistarinn er, þeim mun fremur
hverfur persóna hans bak við verkið.
Tónlistarmennirnir og söngvararnir sem taka þátt í hátíðarhöldum dagsins
tryggja það að verk Conradins Kreutzer muni heyrast við þetta tækifæri.
En stendur þetta eitt undir minningarhátíð? Minningarhátíð felur jú í sér að
1 [Fyrirlesturinn var fluttur við athöfn til minningar um tónskáldið Conradin Kreutzer á 175 ára
fæðingarafmæli hans þann 30. október 1955 í Messkirch en birtist fyrst á prenti árið 1959 í Martin
Heidegger, Gelassenheit (Pfullingen: Günther Neske Verlag, 1959). Fyrirlesturinn þykir vera góður
inngangur að síðara skeiði hugsunar Heideggers og hugmynd hans um íhugun (þ. besinnliches
Denken), enda skrifaður á skýru máli og án tæknilegs orðfæris. Marteinn Sindri Jónsson las þýð-
inguna yfir og kom með gagnlegar ábendingar. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir. – Þýð.]
First published by Verlag Günther Neske, Pfullingen © 1959 Klett-Cotta – J. C. Cotta’sche Buch-
handlung Nachfolger GmbH, Stuttgart.
2 [Conradin Kreutzer (1780–1848) var tónskáld og hljómsveitarstjóri, fulltrúi snemmrómantíska
tímabilsins í tónlist og þekktur fyrir óperur sínar, einkum Næturstaðinn í Granada (Das Nachtlager
von Granada, 1833). – Þýð.]
Hugur 2014-5.indd 193 19/01/2015 15:09:39