Hugur - 01.01.2014, Qupperneq 195
Minningarræða 195
Sérkenni hennar felst í því að hvenær sem við áætlum, rannsökum og skipu-
leggjum einhverja starfsemi erum við alltaf að reikna með ákveðnum aðstæð-
um. Við tökum þær með í reikninginn vegna þess að í röklegri ætlun þjóna þær
ákveðnum tilgangi. Við reiknum fyrirfram með ákveðnum niðurstöðum. Þessi
útreikningur er til marks um alla hugsun sem áætlar og rannsakar. Slík hugsun
er áfram útreikningur þótt hún vinni hvorki með tölur né noti reiknivél eða raf-
reikni. Útreikningur [rechnendes Denken] reiknar út. Hann reiknar stöðugt út nýja,
vænlegri og á sama tíma hagkvæmari möguleika. Útreikningur hvarflar frá einum
möguleika til þess næsta. Útreikningur nemur aldrei staðar, verður sér aldrei með-
vitaður. Útreikningur er ekki íhugun [besinnliches Denken], ekki sú hugsun sem
ígrundar merkinguna sem ríkir í öllu sem er.
Það er því til tvenns konar hugsun, sem hvor um sig er með sínum hætti rétt-
mæt og þörf: útreikningur og íhugun.
Það er þessi íhugun sem við höfum í huga þegar við segjum að nútíma maður-
inn sé á flótta – undan hugsuninni. Því mætti þó mótmæla með því að segja
að einber íhugun svífi fyrr en nokkurn varir yfir raunveruleikanum. Hún glati
jarðsambandi. Hún sé þess ekki megnug að fást við það sem er í hringiðunni. Hún
gagnast ekkert við að hrinda hlutum í framkvæmd.
Og að lokum er hægt að segja að einber hugleiðing, þolgóð íhugun, sé „utan
seilingar“ hefðbundins skilnings. Við þá afsökun er það eitt rétt að íhugun ger-
ist engu frekar af sjálfu sér en útreikningur. Stundum krefst hún meiri áreynslu.
Hún útheimtir frekari æfingu. Hún krefst enn meiri nákvæmni en nokkur önnur
raunveruleg iðn. En hún verður einnig að geta beðið síns tíma, eins og bóndinn
bíður þess hvort fræið spíri og þroskist.
Þó getur hver sem er fetað veg íhugunar að eigin hætti og innan eigin marka.
Hvers vegna? Vegna þess að maðurinn er hin hugsandi vera, það er sú vera sem
getur íhugað hlutina. Því þarf íhugun ekki með nokkrum hætti að vera „háfleyg“.
Það er nóg að við dveljum við það sem er nálægt og íhugum það sem er næst: við
það sem varðar okkur, sérhvert okkar, hér og nú; hér, á þessum skika heimahag-
anna; nú, á þessari heimsins stundu.
Hvað hvetur þessi minningarhátíð okkur til að gera, séum við tilbúin til að
íhuga? Í þessu tilviki tökum við eftir því að listaverk hefur blómstrað í heimahög-
um okkar. Ef við höfum þessa einföldu staðreynd í huga, getum við ekki annað en
minnst þess að á síðustu tveimur öldum hefur jarðvegur Svabíu alið af sér mikil
skáld og hugsuði. Þegar nánar er að gáð verður ljóst að Mið-Þýskaland er einnig
slíkur jarðvegur, og Austur-Prússland, Slesía og Bæheimur eru það líka.4
Við verðum hugsi og spyrjum: Ef vandað verk á að geta dafnað, veltur það ekki
á því að það eigi sér rætur í jarðvegi einhvers heimalands? Johann Peter Hebel
skrifaði eitt sinn: „Við erum plöntur sem – hvort sem við viljum viðurkenna það
4 [Þegar Heidegger heldur þennan fyrirlestur tíu árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar merk-
ir „Mið-Þýskaland“ í hugum áheyrenda Alþýðulýðveldið Þýskaland eða „Austur-Þýskaland“.
Austur-Prússland, Slesía og Bæheimur eru aftur á móti héröð sem Þjóðverjar glötuðu í stríðslok
til Sovétríkjanna, Póllands og Tékkóslóvakíu. – Þýð.]
Hugur 2014-5.indd 195 19/01/2015 15:09:39