Hugur - 01.01.2014, Síða 197
Minningarræða 197
löndum, með England í broddi fylkingar, hafa þegar reiknað út að gríðarleg við-
skiptatækifæri felist í kjarnorkunni. Í þessum kjarnorkuviðskiptum eygja menn
nýja hamingjutíð. Kjarnorkuvísindin standa heldur ekki aðgerðalaus hjá. Þau
boða opinberlega þessa nýju gæfutíð. Þannig gáfu átján Nóbelsverðlaunahafar út
opinbera yfirlýsingu á eyjunni Mainau í júlí síðastliðnum þar sem segir: „Vísindin
– það er náttúruvísindi nútímans – eru leiðin til hamingjuríkara lífs mannsins.“
Hvað merkir þessi fullyrðing? Sprettur hún af íhugun? Veltir hún nokkurn tíma
fyrir sér merkingu kjarnorkualdarinnar? Nei. Því ef við sættum okkur við þessa
vísindalegu fullyrðingu, þá erum við eins langt frá því að hugleiða okkar öld og
mögulegt er. Hvers vegna? Vegna þess að við gleymum að velta hlutunum fyrir
okkur. Vegna þess að við gleymum að spyrja: Á hvaða grundvelli gat vísindaleg
tækni uppgötvað og leyst úr læðingi nýja krafta í náttúrunni?
Þetta er tilkomið vegna umbyltingar sem hefur orðið á undanförnum öldum
á lykilhugmyndum. Með þessari byltingu er maðurinn færður inn í annan veru-
leika. Þessi róttæka bylting sem hefur orðið á heimssýninni verður til í heimspeki
nýaldar. Af henni sprettur algerlega ný staða mannsins í heiminum og afstaða
til hans. Nú birtist heimurinn sem hlutur sem er opinn fyrir árásum útreikn-
ings, árásum sem ekkert á lengur að geta staðið af sér. Náttúran verður að einni
gríðarstórri bensínstöð, að orkulind fyrir nútímatækni og iðnað. Þetta samband
manns við heiminn í heild sinni, í grunninn af tæknilegum toga, þróaðist fyrst
á sautjándu öld í Evrópu og aðeins í Evrópu. Það var löngum óþekkt í öðrum
heimsálfum, og var algerlega framandi fyrri sögulegum tímabilum.
Valdið sem leynist í nútímatækni ákvarðar samband mannsins við það sem er
til. Það drottnar yfir allri jörðinni. Nú þegar er maðurinn byrjaður að sækja út
fyrir jörðina Á innan við tveimur áratugum hafa svo gríðarlegar orkuuppsprettur
fundist með tilkomu kjarnorkunnar að í fyrirsjáanlegri framtíð verður orkuþörf
heimsins mætt að eilífu. Bráðum verður öflun hinnar nýju orku ekki lengur bund-
in við ákveðin lönd og heimsálfur, eins og gildir um kola- og olíuforðann og
timburvinnslu. Í fyrirsjáanlegri framtíð verður hægt að reisa kjarnorkuver hvar
sem er á jörðinni.
Því er grundvallarspurning vísinda og tækni í dag ekki lengur: Hvar finnum
við nægjanlegt magn eldsneytis? Þýðingarmesta spurningin hljómar nú svo: Með
hvaða hætti getum við tamið og virkjað botnlausa kjarnorkuna og um leið tryggt
mannkynið fyrir þeirri hættu að þessi gríðarmikla orka brjótist skyndilega – jafn-
vel án stríðsátaka – einhvers staðar út, „flýi“ og eyðileggi allt sem fyrir verður?
Ef kjarnorkuna tekst að temja – og það mun takast – mun algerlega nýtt tíma-
bil tæknilegrar framþróunar hefjast. Sennilega er það sem við nú þekkjum sem
sjónvarps- og kvikmyndatækni, tækni við flutninga og sérstaklega loftflutninga
sem og fréttaflutning, og sem læknisfræðilega tækni og matvælatækni, aðeins á
grófu byrjunarstigi. Enginn getur séð fyrir hvaða róttæku breytingar munu verða.
En tækniþróun mun verða sífellt hraðari og hana verður hvergi unnt að stöðva.
Á öllum sviðum tilvistar mannsins munu öfl tæknibúnaðar og sjálfvirkra véla
þrengja enn fastar að honum. Þessi öfl, sem í formi hinna eða þessara tæknikerfa
og -búnaðar munu hvarvetna og öllum stundum gera kröfur til mannsins, fjötra
Hugur 2014-5.indd 197 19/01/2015 15:09:39