Hugur - 01.01.2014, Side 202
202 Martin Heidegger
að ég greip aftur og aftur niður í því næstu árin á eftir án þess þó að öðlast full-
nægjandi skilning á því hvað það var sem heillaði mig. Töfrarnir sem stöfuðu frá
verkinu voru slíkir að þeir náðu allt til spássíunnar og titilsíðunnar. Á titilsíðunni
sá ég nafn forlagsins Max Niemeyer og stendur sú mynd mér enn ljóslifandi í
minni. Nafn þess tengdist heitinu „fyrirbærafræði“, sem ég þekkti ekki í þá daga,
og birtist í undirtitli seinna bindis. Skilningur minn á hugtakinu „fyrirbærafræði“
var jafn takmarkaður og flöktandi á þeim árum og þekking mín á forlaginu Max
Niemeyer og vinnu þess. Hvernig bæði heitin – Niemeyer-forlagið og fyrirbæra-
fræði – heyrðu hvort til annars átti fljótlega eftir að koma betur í ljós.
Eftir fjögur misseri batt ég enda á guðfræðinámið og helgaði mig alfarið heim-
spekinni. Engu að síður sótti ég áfram fyrirlestra í guðfræði á árunum eftir 1911, þá
sem Carl Braig hélt um trúfræði. Áhugi minn á yfirvegunarguðfræði [spekulative
Theologie] var ástæða þess, en þó aðallega hversu djúpt kennarinn risti í hugsun
sinni, eins og hver fyrirlestur hans bar með sér. Í þau fáu skipti sem ég fékk að
slást í gönguför með Braig heyrði ég fyrst af mikilvægi Schellings og Hegels fyrir
yfirvegunarguðfræði á þann hátt sem hún greinir sig frá kenningakerfi skóla-
spekinnar. Þar með varð togstreitan milli verufræði og yfirvegunarguðfræði sem
burðar virkis frumspekinnar hluti af mínu rannsóknarsviði.
Um hríð féll þetta svið í skuggann af því sem Heinrich Rickert fékkst við í
málstofum sínum: bæði rit nemanda hans Emils Lask sem féll sem óbreyttur
hermaður á vígstöðvunum í Galisíu árið 1915. Rickert tileinkaði „hinum kæra vini“
þriðju og rækilega endurskoðaða útgáfu af verki sínu Viðfang þekkingarinnar. Inn-
gangur að forskilvitlegri heimspeki (Der Gegenstand der Erkenntnis. Einführung in
die Transzendentalphilosophie, 1904), sem kom út sama ár. Tileinkunin átti að bera
vott um hversu mikið kennarinn átti nemanda sínum að þakka. Bæði rit Emils
Lask – Rökfræði heimspekinnar og kenningin um kvíarnar. Rannsókn á umdæmi
rökformsins (Die Logik der Philosophie und die Kategorienlehre. Eine Studie über den
Herrschaftsbereich der logischen Form, 1911) og Kenningin um dóma (Die Lehre vom
Urteil, 1912) – báru þess greinileg merki að vera undir áhrifum af Rökfræðilegum
rannsóknum Husserls.
Þessar kringumstæður þvinguðu mig til þess að reyna að pæla mig í gegn-
um verk Husserls á nýjan leik. Hins vegar reyndist endurtekin atlaga mín enn
ófullnægjandi, vegna þess að ég gat ekki yfirstigið ákveðna meginhindrun. Hún
varðaði þá einföldu spurningu hvernig ætti að gera sér grein fyrir hugsunarferl-
inu sem kallaðist „fyrirbærafræði“. Það sem angraði mig við þessa spurningu var
mótsögnin sem virtist vera í verki Husserls við fyrstu sýn.
Fyrra bindi verksins, sem kom út árið 1900, hrekur sálarhyggju í rökfræði með
því að sýna fram á að kenning um hugsun og þekkingu getur ekki verið grund-
völluð á sálfræði. Aftur á móti inniheldur seinna bindið, sem var gefið út árið eftir
og var þrefalt lengra, lýsingu á þeim vitundarathöfnum sem eru nauðsynlegar til
að mynda þekkingu. Þetta er þá sálfræði eftir allt saman. Hvað annað er 9. undir-
kafli fimmtu rannsóknarinnar, „Um þýðingu afmörkunar „sálrænna fyrirbæra“ hjá
Brentano“? Þar fellur Husserl aftur í far sálarhyggjunnar sem hann hafði skömmu
áður hrakið með fyrirbærafræðilegri lýsingu sinni á fyrirbærum vitundarinnar. Sé
Hugur 2014-5.indd 202 19/01/2015 15:09:40